„Þetta er úthugsað bragð, ekki bara til að vanhelga fallega skepnu í útrýmingarhættu með því að nota einn helgasta líkamshluta þess í markaðslegum tilgangi, heldur einnig til að senda fingurinn til verndarsvæða og þeirra sem elska og virða hvali,“ segir Vanessa Williams-Grey, talsmanni WDC-samtakanna, í samtali við Guardian.

Fréttablaðið fjallaði um bjórinn í síðustu viku en þar sagði Dagbjartur Arilíusson, einn eigenda Brugghúss Steðja í Borgarfirði, að tilgangurinn væri að skapa sanna þorrastemningu. „Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Við lögðum mikið í þetta og vinnsluferillinn var langur,“ sagði Dagbjartur og upplýsti að hver hver bruggun hafi innihaldið eitt eista.