25 stórmeistarar skráðir til leiks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2015 13:36 Agnar Tómas Möller, fyrir hönd Gamma, Friðrik Ólafsson og Gunnar Björnsson við undrirritun samningsins. mynd/skáksamband íslands Í dag, 26. janúar, er skákdagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi. Honum var valinn þessi tími árið 2012 þar sem þetta er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Í tilefni dagsins undirrituðu Skáksamband Íslands og GAMMA samning þess efnis að GAMMA verði aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins næstu fjögur ár. Mótið fer fram dagana 10.-18. mars næstkomandi í Hörpu. Við sama tilefni var nýtt merki mótsins afhjúpað. Nú þegar hafa 25 stórmeistarar skráð sig til leiks á Reykjavíkurskákmótinu og líklegt að þeim muni fjölga áður en það hefst. Sá þekktasti er aserski ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov sem í augnablikinu er þrettándi sterkasti skákmaður heimsins. „Öflugur stuðningur GAMMA tryggir mótinu áframhaldandi umgjörð við hæfi. Áherslur félagsins á fagmennsku og árangur falla vel að framtíðarsýn Skáksambandsins, sem væntir góðs af samstarfinu ekki síst varðandi mótið í ár og 80 ára afmælismót Friðriks Ólafssonar,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Metþátttaka var í fyrra þegar 255 skákmenn frá 35 löndum tóku þátt á Reykjavíkurskákmótinu. Mótið nýtur mikillar virðingar og var í fyrra valið næst besta opna skákmót heims af samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð opin mót eru haldin um allan heim á hverju ári. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Í dag, 26. janúar, er skákdagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi. Honum var valinn þessi tími árið 2012 þar sem þetta er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Í tilefni dagsins undirrituðu Skáksamband Íslands og GAMMA samning þess efnis að GAMMA verði aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins næstu fjögur ár. Mótið fer fram dagana 10.-18. mars næstkomandi í Hörpu. Við sama tilefni var nýtt merki mótsins afhjúpað. Nú þegar hafa 25 stórmeistarar skráð sig til leiks á Reykjavíkurskákmótinu og líklegt að þeim muni fjölga áður en það hefst. Sá þekktasti er aserski ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov sem í augnablikinu er þrettándi sterkasti skákmaður heimsins. „Öflugur stuðningur GAMMA tryggir mótinu áframhaldandi umgjörð við hæfi. Áherslur félagsins á fagmennsku og árangur falla vel að framtíðarsýn Skáksambandsins, sem væntir góðs af samstarfinu ekki síst varðandi mótið í ár og 80 ára afmælismót Friðriks Ólafssonar,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Metþátttaka var í fyrra þegar 255 skákmenn frá 35 löndum tóku þátt á Reykjavíkurskákmótinu. Mótið nýtur mikillar virðingar og var í fyrra valið næst besta opna skákmót heims af samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð opin mót eru haldin um allan heim á hverju ári.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira