Rotaður á heimavelli og fór að gráta | Sjáðu bardagann í heild sinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 15:30 Sænski bardagakappinn Alexander Gustafsson, sem margir töldu að væri eini maðurinn sem gæti ógnað meistaranum Jon Jones í léttþungavigtinni í UFC, tapaði óvænt í gær á heimavelli. Fyrir framan 30.000 manns í Tele2-höllinni í Stokkhólmi var Gustafsson rotaður af Bandaríkjamanninum Anthony Johnson í fyrstu lotu.Bardagann í heildinni í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar má sjá í spilaranum hér að ofan. Heimamenn ætluðu ekki að trúa eigin augum og vonbrigðin voru svo mikil fyrir Svíann að hann brast í grát fyrir framan sitt heimafólk. Það studdi sinn mann þó dyggilega og klappaði honum lof í lófa.Gustafsson fékk þungt hægri handar höggi.vísir/gettyJohnson virtist meira en tilbúinn í bardagann og byrjaði strax að láta höggin dynja á Gustafsson sem var efstur á styrkleikalista léttþungavigtarinnar, en Johnson var í þriðja sæti. Johnson fær nú tækifæri til að berjast á móti Jon Jones um heimsmeistaratitilinn: „Ég vona þú hafir það gott, bróðir. Nú skulum við gera fólkið spennt fyrir titilbardaganum okkar,“ sagði Johnson í viðtali eftir bardagann. Bandaríkjamaðurinn hamraði Svíann í gólfið með þungu hægri handar höggi og stökk á bak honum. Svíinn reyndi að verja sig og fékk veglegan tíma til þess frá dómaranum. Á endanum gat hann ekkert annað gert en stöðvað bardagann þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir.Johnson var fljótur á bak.vísir/getty„Mér leið frábærlega fyrir bardagann og einnig mjög vel á meðan bardaganum stóð. Hann náði mér bara. Hann náði inn höggi - það var það sem gerðist,“ sagði sársvekktur Gustafsson í viðtalinu eftir bardagann. Svíinn ávarpaði sitt heimafólk og sænsku og þakkaði því fyrir komuna. Eðlilega uppskar hann mikið klapp frá samlöndum sínum sem munu ekki gefast upp á þessum gríðarlega hæfileikaríka bardagakappa. Anthony Johnson er nú búinn að vinna níu bardaga í röð, þar af þrjá í röð í UFC. Árangur hans er 19 sigrar og fjögur töp en Gustafsson hefur nú unnið 16 sigra og tapað þrisvar sinnum.Dómarinn stöðvaði bardagann.vísir/gettyGustafsson var ráðvilltur fyrstu sekúndurnar.vísir/gettySársvekktur Sví.vísir/getty MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara, Jon Jones. 24. janúar 2015 20:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Sænski bardagakappinn Alexander Gustafsson, sem margir töldu að væri eini maðurinn sem gæti ógnað meistaranum Jon Jones í léttþungavigtinni í UFC, tapaði óvænt í gær á heimavelli. Fyrir framan 30.000 manns í Tele2-höllinni í Stokkhólmi var Gustafsson rotaður af Bandaríkjamanninum Anthony Johnson í fyrstu lotu.Bardagann í heildinni í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar má sjá í spilaranum hér að ofan. Heimamenn ætluðu ekki að trúa eigin augum og vonbrigðin voru svo mikil fyrir Svíann að hann brast í grát fyrir framan sitt heimafólk. Það studdi sinn mann þó dyggilega og klappaði honum lof í lófa.Gustafsson fékk þungt hægri handar höggi.vísir/gettyJohnson virtist meira en tilbúinn í bardagann og byrjaði strax að láta höggin dynja á Gustafsson sem var efstur á styrkleikalista léttþungavigtarinnar, en Johnson var í þriðja sæti. Johnson fær nú tækifæri til að berjast á móti Jon Jones um heimsmeistaratitilinn: „Ég vona þú hafir það gott, bróðir. Nú skulum við gera fólkið spennt fyrir titilbardaganum okkar,“ sagði Johnson í viðtali eftir bardagann. Bandaríkjamaðurinn hamraði Svíann í gólfið með þungu hægri handar höggi og stökk á bak honum. Svíinn reyndi að verja sig og fékk veglegan tíma til þess frá dómaranum. Á endanum gat hann ekkert annað gert en stöðvað bardagann þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir.Johnson var fljótur á bak.vísir/getty„Mér leið frábærlega fyrir bardagann og einnig mjög vel á meðan bardaganum stóð. Hann náði mér bara. Hann náði inn höggi - það var það sem gerðist,“ sagði sársvekktur Gustafsson í viðtalinu eftir bardagann. Svíinn ávarpaði sitt heimafólk og sænsku og þakkaði því fyrir komuna. Eðlilega uppskar hann mikið klapp frá samlöndum sínum sem munu ekki gefast upp á þessum gríðarlega hæfileikaríka bardagakappa. Anthony Johnson er nú búinn að vinna níu bardaga í röð, þar af þrjá í röð í UFC. Árangur hans er 19 sigrar og fjögur töp en Gustafsson hefur nú unnið 16 sigra og tapað þrisvar sinnum.Dómarinn stöðvaði bardagann.vísir/gettyGustafsson var ráðvilltur fyrstu sekúndurnar.vísir/gettySársvekktur Sví.vísir/getty
MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara, Jon Jones. 24. janúar 2015 20:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara, Jon Jones. 24. janúar 2015 20:00