Guðjón Valur: Þurfum að nýta okkur það að Tékkar eru svolítið brotnir Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti