Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Birgir Olgeirsson. skrifar 10. febrúar 2015 14:21 Draupnir Gestsson, til vinstri, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015. Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015.
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21