Öldur hrifsuðu ferðamenn út í sjó: „Þau voru náttúrulega í sjokki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 19:58 Á myndinni sést parið sem Ægir sá öldurnar hrifsa til sín. Vísir Nokkrir ferðamenn voru hætt komnir á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs þar. Ægir Þór Þórsson, leiðsögumaður í Vatnshelli sem er skammt frá Djúpalónssandi, varð vitni að öðru atvikinu. Áður hafði hann mætt spænsku pari en alda hafði þá dregið konuna út. Kærastinn hennar náði að bjarga henni og voru þau rennandi blaut og uppgefin þegar Ægir hitti þau. „Konan dróst út í með einni öldunni og maðurinn hennar fór út á eftir henni og náði að bjarga henni. Miðað við það sem hann lýsti fyrir mér þá dróst hún nokkuð langt út í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Þá hafði maðurinn orð á því við Ægi að hann hefði aldrei upplifað nokkru þessu líkt í heimalandi sínu þar sem hann vinnur sem strandvörður.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í ReynisfjöruÆgir Þór Þórsson, leiðsögumaður.Varð vitni að því þegar sjórinn dró annað par út íEftir að Ægir hafði hitt spænska parið fór hann út að Djúpalónssandi og sá þá annað par standa í flæðarmálinu. Ekki leið meira en mínúta frá því að Ægir kom auga á þau þar til sjórinn var búinn að draga þau líka út í. „Aldan skellur þarna á þeim áður en þau átta sig á því hvað er að gerast. Þau lenda bæði í því að missa fæturna en ná að bjarga sér. Ég fór til þeirra og þau voru náttúrulega í sjokki enda bjuggust þau ekki við þessu.“ Ægir segir að gríðarlega háar öldur séu á svæðinu og þó hann hafi aldrei áður orðið vitni að atviki eins og í dag hefur hann heyrt af því að fólk hafi lent í sjónum á Djúpalónssandi.Sjá einnig: Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við JökulsárlónÆgir segir að það þurfi meira en skilti til að vara fólk við hættu á Djúpalónssandi.Mynd/Ægir ÞórÞarf að gera eitthvað meira en að setja upp skilti„Þetta er svo fljótt að gerast. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera mikil hætta þegar fólk kemur þarna að en svo getur þetta bara gerst allt í einu,“ segir Ægir og veltir því fyrir sér hvað þurfi að gera svo ferðamenn stefni sér í voða. „Ég held að það bjargi ekki málunum að vera með skilti eins og er þarna á svæðinu. Það er einfaldlega erfitt að koma því til skila á einu skilti að þarna er raunveruleg hætta á ferðum. Ég er í leiðsögunámi á Keili og þetta er einn af stóru punktunum sem við erum að pæla í þar, öryggi ferðamanna og hvernig má tryggja það.“ Ægir segist ekki vera með lausn á takteinunum en ef til vill þurfi að vakta svæði eins og Djúpalónssand betur. „Það þarf að minnsta kosti að undirbúa fólk á einhvern hátt betur undir hætturnar,“ segir Ægir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 „Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Nokkrir ferðamenn voru hætt komnir á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs þar. Ægir Þór Þórsson, leiðsögumaður í Vatnshelli sem er skammt frá Djúpalónssandi, varð vitni að öðru atvikinu. Áður hafði hann mætt spænsku pari en alda hafði þá dregið konuna út. Kærastinn hennar náði að bjarga henni og voru þau rennandi blaut og uppgefin þegar Ægir hitti þau. „Konan dróst út í með einni öldunni og maðurinn hennar fór út á eftir henni og náði að bjarga henni. Miðað við það sem hann lýsti fyrir mér þá dróst hún nokkuð langt út í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Þá hafði maðurinn orð á því við Ægi að hann hefði aldrei upplifað nokkru þessu líkt í heimalandi sínu þar sem hann vinnur sem strandvörður.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í ReynisfjöruÆgir Þór Þórsson, leiðsögumaður.Varð vitni að því þegar sjórinn dró annað par út íEftir að Ægir hafði hitt spænska parið fór hann út að Djúpalónssandi og sá þá annað par standa í flæðarmálinu. Ekki leið meira en mínúta frá því að Ægir kom auga á þau þar til sjórinn var búinn að draga þau líka út í. „Aldan skellur þarna á þeim áður en þau átta sig á því hvað er að gerast. Þau lenda bæði í því að missa fæturna en ná að bjarga sér. Ég fór til þeirra og þau voru náttúrulega í sjokki enda bjuggust þau ekki við þessu.“ Ægir segir að gríðarlega háar öldur séu á svæðinu og þó hann hafi aldrei áður orðið vitni að atviki eins og í dag hefur hann heyrt af því að fólk hafi lent í sjónum á Djúpalónssandi.Sjá einnig: Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við JökulsárlónÆgir segir að það þurfi meira en skilti til að vara fólk við hættu á Djúpalónssandi.Mynd/Ægir ÞórÞarf að gera eitthvað meira en að setja upp skilti„Þetta er svo fljótt að gerast. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera mikil hætta þegar fólk kemur þarna að en svo getur þetta bara gerst allt í einu,“ segir Ægir og veltir því fyrir sér hvað þurfi að gera svo ferðamenn stefni sér í voða. „Ég held að það bjargi ekki málunum að vera með skilti eins og er þarna á svæðinu. Það er einfaldlega erfitt að koma því til skila á einu skilti að þarna er raunveruleg hætta á ferðum. Ég er í leiðsögunámi á Keili og þetta er einn af stóru punktunum sem við erum að pæla í þar, öryggi ferðamanna og hvernig má tryggja það.“ Ægir segist ekki vera með lausn á takteinunum en ef til vill þurfi að vakta svæði eins og Djúpalónssand betur. „Það þarf að minnsta kosti að undirbúa fólk á einhvern hátt betur undir hætturnar,“ segir Ægir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 „Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35
„Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54