Konurnar í sviðsljósinu á UFC 184 Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. febrúar 2015 08:00 Ronda Rousey hefur haft mikla yfirburði í bardögum sínum til þessa. Vísir/Getty UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira
UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45
UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45
Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00