Fjörutíu prósent hrefna veidd innan gamla griðarsvæðisins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2015 13:29 Breytingin var í samræmi við tillögu Hafrannsóknarstofnunar frá árinu 2009. Fjörutíu prósent þeirra hrefna sem veiddust árin 2013 og 2014 voru innan þess svæðis sem Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra breytti úr griðarsvæði í nýtingarsvæði árið 2013. Breytingin var í samræmi við tillögu Hafrannsóknarstofnunar frá árinu 2009 en fyrirrennari Sigurðar stækkaði svæðið.24 dýr innan gamla svæðisinsUpplýsingar um nákvæmar staðsetningar þeirra dýra sem veidd voru síðastliðin tvö ár voru birt í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Vísir hefur teiknað staðsetningarnar inn á kort auk tveggja reglugerða um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum.Sjá einnig: Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þegar gögnin eru borin saman kemur í ljós að 24 af 59 veiddum hrefnum voru veiddar á svæði sem gamla reglugerðin, sem felld var úr gildi með þeirri nýju, lagði bann við veiðum. Ein hrefna var síðan veidd innan griðarsvæðisins eins og það lítur út í dag og var því veidd ólöglega. Upplýsingar um eina hrefnu eru ófullnægjandi. Kort af svæðunum og staðsetningum veiddra hrefna má sjá neðst í fréttinni.Miklar breytingar gerðarSvæðið eins og það er í dag er í samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunar sem gerðar voru árið 2009. Mörkin sem þar voru dregin voru í gildi allt frá 2009 til 21. maí 2013 þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi sjávarútvegsráðherra, gaf út nýja reglugerð sem stækkaði svæðið verulega. Þau mörk giltu þó ekki nema í nokkrar vikur því 5. júlí sama ár gaf Sigurður Ingi, þá nýr ráðherra, út reglugerð sem færði mörkin til þess sem áður var. Í tilkynningu frá honum vegna breytinganna kom fram að meðal raka fyrir þeim væri hversu margar hrefnur hefðu áður veiðst á svæðinu.Afar umdeildar ákvarðanirÁkvarðanir beggja ráðherra um hvalaskoðunarsvæðin, eða griðarsvæði hvala, hafa verið afar umdeildar. Hvalveiðimenn mótmæltu harðlega ákvörðunar um sérstakt hvalaskoðunarsvæði þegar það var fyrst skilgreint árið 2009 og svo aftur þegar Steingrímur ákvað að stækka svæðið til muna á síðustu dögum sínum í embætti. Andstæðingar hvalaveiða mótmæltu hins vegar þegar Sigurður Ingi ákvað að færa mörkin aftur til baka auk ferðaþjónustufyrirtækja. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þrjú skip á bak við veiðarnar síðastliðin tvö ár. 23. febrúar 2015 16:53 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Fjörutíu prósent þeirra hrefna sem veiddust árin 2013 og 2014 voru innan þess svæðis sem Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra breytti úr griðarsvæði í nýtingarsvæði árið 2013. Breytingin var í samræmi við tillögu Hafrannsóknarstofnunar frá árinu 2009 en fyrirrennari Sigurðar stækkaði svæðið.24 dýr innan gamla svæðisinsUpplýsingar um nákvæmar staðsetningar þeirra dýra sem veidd voru síðastliðin tvö ár voru birt í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Vísir hefur teiknað staðsetningarnar inn á kort auk tveggja reglugerða um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum.Sjá einnig: Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þegar gögnin eru borin saman kemur í ljós að 24 af 59 veiddum hrefnum voru veiddar á svæði sem gamla reglugerðin, sem felld var úr gildi með þeirri nýju, lagði bann við veiðum. Ein hrefna var síðan veidd innan griðarsvæðisins eins og það lítur út í dag og var því veidd ólöglega. Upplýsingar um eina hrefnu eru ófullnægjandi. Kort af svæðunum og staðsetningum veiddra hrefna má sjá neðst í fréttinni.Miklar breytingar gerðarSvæðið eins og það er í dag er í samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunar sem gerðar voru árið 2009. Mörkin sem þar voru dregin voru í gildi allt frá 2009 til 21. maí 2013 þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi sjávarútvegsráðherra, gaf út nýja reglugerð sem stækkaði svæðið verulega. Þau mörk giltu þó ekki nema í nokkrar vikur því 5. júlí sama ár gaf Sigurður Ingi, þá nýr ráðherra, út reglugerð sem færði mörkin til þess sem áður var. Í tilkynningu frá honum vegna breytinganna kom fram að meðal raka fyrir þeim væri hversu margar hrefnur hefðu áður veiðst á svæðinu.Afar umdeildar ákvarðanirÁkvarðanir beggja ráðherra um hvalaskoðunarsvæðin, eða griðarsvæði hvala, hafa verið afar umdeildar. Hvalveiðimenn mótmæltu harðlega ákvörðunar um sérstakt hvalaskoðunarsvæði þegar það var fyrst skilgreint árið 2009 og svo aftur þegar Steingrímur ákvað að stækka svæðið til muna á síðustu dögum sínum í embætti. Andstæðingar hvalaveiða mótmæltu hins vegar þegar Sigurður Ingi ákvað að færa mörkin aftur til baka auk ferðaþjónustufyrirtækja.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þrjú skip á bak við veiðarnar síðastliðin tvö ár. 23. febrúar 2015 16:53 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu Þrjú skip á bak við veiðarnar síðastliðin tvö ár. 23. febrúar 2015 16:53