Varðhaldi hafnað yfir hælisleitanda sem sagðist „elska“ ISIS Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 18:09 Grunur leikur á að maðurinn hafi gefið upp rangar persónuupplýsingar. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald. Mið-Austurlönd Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald.
Mið-Austurlönd Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira