Edduverðlaunin voru afhent síðastliðinn laugardag með pompi og prakt í Silfurbergi í Hörpu. Sýnt var frá afhendingunni í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.
Á hátíðinni var margt um manninn og var allt okkar fremsta kvikmynda- og sjónvarpsfólk saman komið á þessari uppskeruhátíð. Að auki voru forseti Íslands og iðnaðarráðherra á staðnum.
Ljósmyndari Vísis, Andri Marinó Karlsson, var mættur á rauða dregilinn og smellti myndum af fólki á leið í salinn.
