Stormur fyrir sunnan og vestan Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2015 07:59 Búast má við suðaustan 15-23 m/s með slyddu eða rigningu, en snjókomu til fjalla, hvassast við S-ströndina. Vísir/Anton Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næsta sólahringinn eru ekki góðar. Búast má við suðaustan 15-23 m/s með slyddu eða rigningu, en snjókomu til fjalla, hvassast við S-ströndina. Snýst í sunnan 10-18 með skúrum eða éljum eftir hádegi, en styttir upp NA-til í kvöld. Heldur hægari N- og A-lands á morgun. Hiti 0 til 5 stig. Þegar er snjókoma og skafrenningur á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og fram eftir morgni. Eins á öðrum fjallvegum vestan og norðvestan til, en á láglendi hlánar. SA-átt, alltað 18-23 m/s sunnan og vestan til og hviður 30-40 m/s á utanverðu Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli þar til um kl. 11 að lægir mikið. Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum. Hálka er á Mosfellsheiði en annars er og hálka eða hálkublettir mjög víða á Suðurlandi og mikið hvassviðri eins og undir Eyjafjöllum. Mikið Hvassviðri er á Suðurnesjum, Reykjanesbraut og við Kjalarnes en auðir vegir. Á Vesturlandi eru hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð og óveður á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Holtavörðuheiði og snjóþekja á Svínadal. Hálkublettir og óveður er á Norðanverðu Snæfellsnesi. Hvassviðri er við Hafnarfjall en auður vegur. Hálka eða snjóþekja er víða á Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Klettshálsi og Mikladal en verið að hreinsa. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði en þar er unnið að mokstri. Ófært og óveður er á Kleifaheiði. Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði en snjóþekja á Öxnadalsheiði. Hálka eða hálkublettir eru á Norðurlandi eystra en ófært er á Hólasandi og á Dettifossvegi. Það er hálka eða hálkublettir á vegum á Austurlandi en greiðfært er frá Fáskrúðsfirði og með suðausturströndinni að Öræfasveit en þar taka við hálkublettir eða hálka.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á laugardag og sunnudag: Suðvestan og sunnan 10-18 m/s, hvassast við SV-ströndina. Víða él, en bjartviðri á NA- og A-landi. Vægt frost.Á mánudag: Suðlæg átt, 8-15 m/s og él, en bjart á N- og A-landi.Á þriðjudag: Vaxandi suðaustnátt, hvassviðri eða stormur með slyddu eða snjókomu um kvöldið, en rigningu við ströndina. Hlýnandi veður í bili.Á miðvikudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og él víða um land. Svalt í veðri.Á fimmtudag: Útlit fyrir suðaustanhvassviðri með slyddu eða rigningu.Hér má fylgjast með veðurvef Vísis. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næsta sólahringinn eru ekki góðar. Búast má við suðaustan 15-23 m/s með slyddu eða rigningu, en snjókomu til fjalla, hvassast við S-ströndina. Snýst í sunnan 10-18 með skúrum eða éljum eftir hádegi, en styttir upp NA-til í kvöld. Heldur hægari N- og A-lands á morgun. Hiti 0 til 5 stig. Þegar er snjókoma og skafrenningur á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og fram eftir morgni. Eins á öðrum fjallvegum vestan og norðvestan til, en á láglendi hlánar. SA-átt, alltað 18-23 m/s sunnan og vestan til og hviður 30-40 m/s á utanverðu Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli þar til um kl. 11 að lægir mikið. Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum. Hálka er á Mosfellsheiði en annars er og hálka eða hálkublettir mjög víða á Suðurlandi og mikið hvassviðri eins og undir Eyjafjöllum. Mikið Hvassviðri er á Suðurnesjum, Reykjanesbraut og við Kjalarnes en auðir vegir. Á Vesturlandi eru hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð og óveður á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Holtavörðuheiði og snjóþekja á Svínadal. Hálkublettir og óveður er á Norðanverðu Snæfellsnesi. Hvassviðri er við Hafnarfjall en auður vegur. Hálka eða snjóþekja er víða á Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Klettshálsi og Mikladal en verið að hreinsa. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði en þar er unnið að mokstri. Ófært og óveður er á Kleifaheiði. Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði en snjóþekja á Öxnadalsheiði. Hálka eða hálkublettir eru á Norðurlandi eystra en ófært er á Hólasandi og á Dettifossvegi. Það er hálka eða hálkublettir á vegum á Austurlandi en greiðfært er frá Fáskrúðsfirði og með suðausturströndinni að Öræfasveit en þar taka við hálkublettir eða hálka.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á laugardag og sunnudag: Suðvestan og sunnan 10-18 m/s, hvassast við SV-ströndina. Víða él, en bjartviðri á NA- og A-landi. Vægt frost.Á mánudag: Suðlæg átt, 8-15 m/s og él, en bjart á N- og A-landi.Á þriðjudag: Vaxandi suðaustnátt, hvassviðri eða stormur með slyddu eða snjókomu um kvöldið, en rigningu við ströndina. Hlýnandi veður í bili.Á miðvikudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og él víða um land. Svalt í veðri.Á fimmtudag: Útlit fyrir suðaustanhvassviðri með slyddu eða rigningu.Hér má fylgjast með veðurvef Vísis.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira