Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. mars 2015 19:39 Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísir/GVA Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að farið verði af stað með virkjanir í Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatnsvirkjun. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir nefndina leggja til að Alþingi samþykki að fremja lögbrot. Málið sé ekki þingtækt. Atvinnuveganefnd ákvað í haust að leggja til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk þótt verkefnastjórnin hafi áður raðað henni í biðflokk. Þetta vakti en hörð viðbrögð en nefndin gengur nú nokkrum skrefum lengra og bætir fjórum öðrum virkjunarkostum við, þar á meðal Hagavatnsvirkjun sem hefur aldrei komið fyrir verkefnastjórn. Það er hinsvegar ekki heimilt samkvæmt lögum um rammaáætlun en matsferlið þar er lögbundið. Allt ferlið farið upp í loft Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að ef þetta verði samþykkt sé allt ferlið varðandi rammaáætlun og möguleg sátt um virkjun og vernd farin upp í loft. „Það verður allt vitlaust, ef einhverntímann,“ segir Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG. Hún segir að málinu verði andæft af miklum krafti enda sé stjórnarandstaðan einhuga. Hún segist líka hafa heyrt gagnrýnisraddir úr röðum stjórnarliða. „Þetta eru slíkar ákvarðanir, að þær verða ekki teknar til baka. Ef menn ákveða það hér í einhverju frekjukasti, þá er það miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að yppta öxlum yfir því.“ Sterk rök með og á móti Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist skilja að menn vilji fara af stað með virkjanir í Þjórsá en litlu hafi munað að gefið hefði verið grænt ljós á þær í fyrrahaust. Hún segist þó hafa viljað sérstaka þingsályktun um Hagavatnsvirkjun. Hún njóti reyndar þeirrar sérstöðu að margir umhverfisverndarsinnar vilji virkjun þar og sjálf hafi hún heyrt sterk rök með og á móti. Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að farið verði af stað með virkjanir í Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatnsvirkjun. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir nefndina leggja til að Alþingi samþykki að fremja lögbrot. Málið sé ekki þingtækt. Atvinnuveganefnd ákvað í haust að leggja til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk þótt verkefnastjórnin hafi áður raðað henni í biðflokk. Þetta vakti en hörð viðbrögð en nefndin gengur nú nokkrum skrefum lengra og bætir fjórum öðrum virkjunarkostum við, þar á meðal Hagavatnsvirkjun sem hefur aldrei komið fyrir verkefnastjórn. Það er hinsvegar ekki heimilt samkvæmt lögum um rammaáætlun en matsferlið þar er lögbundið. Allt ferlið farið upp í loft Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að ef þetta verði samþykkt sé allt ferlið varðandi rammaáætlun og möguleg sátt um virkjun og vernd farin upp í loft. „Það verður allt vitlaust, ef einhverntímann,“ segir Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG. Hún segir að málinu verði andæft af miklum krafti enda sé stjórnarandstaðan einhuga. Hún segist líka hafa heyrt gagnrýnisraddir úr röðum stjórnarliða. „Þetta eru slíkar ákvarðanir, að þær verða ekki teknar til baka. Ef menn ákveða það hér í einhverju frekjukasti, þá er það miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að yppta öxlum yfir því.“ Sterk rök með og á móti Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist skilja að menn vilji fara af stað með virkjanir í Þjórsá en litlu hafi munað að gefið hefði verið grænt ljós á þær í fyrrahaust. Hún segist þó hafa viljað sérstaka þingsályktun um Hagavatnsvirkjun. Hún njóti reyndar þeirrar sérstöðu að margir umhverfisverndarsinnar vilji virkjun þar og sjálf hafi hún heyrt sterk rök með og á móti.
Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira