Gunnar Kolbeinn Kristinsson er enn ósigraður í hringnum sem atvinnumaður en hann lagði besta þungavigtarboxara Letta, Edgar Kalnars, í gær.
Bardaginn fór allar fjórar loturnar og voru dómararnir sammála um að Gunnar Kolbeinn hefði unnið þrjár lotum af fjórum. Tölurnar því 40-37.
Góður sigur hjá okkar manni gegn afar reyndum Letta sem var að keppa sinn sextugasta bardaga á meðan Gunnar Kolbeinn var að keppa öðru sinni.
Gunnar Kolbeinn fékk skurð á nefið í fyrstu lotu en hann hristi það af sér og stýrði bardaganum.
