Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2015 22:59 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/AFP Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. Paris St-Germain jafnaði metin tvisvar manni færri og komast á endanum áfram í átta liða úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Ég vil reyna halda ró minni og ræða við mína leikmenn af hverju við duttum út. Ég vil fá að vita hvernig þeim leið á vellinum og reyna að finna lausnir," sagði Jose Mourinho við Sky Sports eftir leikinn. „Frammistaða okkar var ekki nógu góð. Mótherjinn var sterkari en við og þeir réðu betur við pressuna. Það var meiri pressa á okkur að vinna af því að við vorum ellefu á móti tíu og þeir höfðu engu að tapa," sagði Jose Mourinho. „Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og það er erfitt að sætta sig við það. Á síðasta tímabili töpuðum við 3-1 og það var bara ein leið í boði. 1-1 voru hættuleg úrslit. Við reyndum að vinna en það var of mikil pressa á liðinu þegar við urðum manni fleiri," sagði Mourinho. „Það voru fáir í liðinu að spila nægilega vel og þeir voru líka að spila betur sem eitt lið. Þeir hafa ástæðu til fagna en það er ekki minn stíll að sparka í borð og hurðir eftir lélegan leik. Þá er tíminn til að vera rólegur og greina leik liðsins," sagði Mourinho. „Þeir voru grimmir og voru klókir eins og við köllum þetta á meginlandinu. Það er ekki talið vera klókt að spila svona á Englandi," sagði Mourinho. „Liðin frá meginlandinu eru betur tilbúin að ráða við sálfræðilega þáttinn í tengslum við svona leik," sagði Mourinho. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. Paris St-Germain jafnaði metin tvisvar manni færri og komast á endanum áfram í átta liða úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Ég vil reyna halda ró minni og ræða við mína leikmenn af hverju við duttum út. Ég vil fá að vita hvernig þeim leið á vellinum og reyna að finna lausnir," sagði Jose Mourinho við Sky Sports eftir leikinn. „Frammistaða okkar var ekki nógu góð. Mótherjinn var sterkari en við og þeir réðu betur við pressuna. Það var meiri pressa á okkur að vinna af því að við vorum ellefu á móti tíu og þeir höfðu engu að tapa," sagði Jose Mourinho. „Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og það er erfitt að sætta sig við það. Á síðasta tímabili töpuðum við 3-1 og það var bara ein leið í boði. 1-1 voru hættuleg úrslit. Við reyndum að vinna en það var of mikil pressa á liðinu þegar við urðum manni fleiri," sagði Mourinho. „Það voru fáir í liðinu að spila nægilega vel og þeir voru líka að spila betur sem eitt lið. Þeir hafa ástæðu til fagna en það er ekki minn stíll að sparka í borð og hurðir eftir lélegan leik. Þá er tíminn til að vera rólegur og greina leik liðsins," sagði Mourinho. „Þeir voru grimmir og voru klókir eins og við köllum þetta á meginlandinu. Það er ekki talið vera klókt að spila svona á Englandi," sagði Mourinho. „Liðin frá meginlandinu eru betur tilbúin að ráða við sálfræðilega þáttinn í tengslum við svona leik," sagði Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59
David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40