Sækja þarf vinnuafl að utan Svavar Hávarðsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Hugsa þarf fyrir því hvernig á að manna þúsundir starfa sem fylgja sífelldri fjölgun ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Fyrirsjáanlegri þörf á fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt öðruvísi en með því að flytja inn erlent vinnuafl. Fjöldi sérhæfðs starfsfólks er í engu samræmi við ferðamannastrauminn til landsins, hvað þá að hann uppfylli kröfur ef spár um fjölgun ganga eftir. „Það er ljóst í mínum huga að ef gestum fjölgar áfram eins og spár segja til um, sem allt bendir til, þá þarf að fara að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta þessu. Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Ný greining Landsbankans sýnir þróunina svart á hvítu. Þar er vitnað til talna Hagstofunnar en samtals fjölgaði starfandi hjá gististöðum, veitingastöðum, flutningum með flugi, ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu úr 9.200 manns árið 2008 upp í 11.000 árið 2012 og 14.600 árið 2014. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu á ráðstefnu bankans um ferðaþjónustuna í vikunni. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári, 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017. Forsendur bankans um þróun áranna á eftir gera ráð fyrir að innan sjö ára losi ferðamenn hérlendis tvær milljónir. Í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins nýlega, kemur fram að fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar fjölgaði um 2.700 árið 2014. Í heild sinni fjölgaði starfandi fólki um 2.800 á tímabilinu. Þannig eru vísbendingar um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári. Nánar spurður um sérhæft starfsfólk innan ferðaþjónustunnar segir Edward enga stefnu fyrirliggjandi er varðar menntun og stjórnun þjónustugæða í greininni, og úr því þurfi að bæta með hraði. Til að mæta ferðamannastraumnum með innlendu vinnuafli þurfi tilfærslur milli greina, og að beina ungu fólki í ferðamálaskóla – bæði í starfstengt nám og ferðamálafræði. Þegar eru erlendir starfsmenn algengir innan raða starfsmanna íslenskrar ferðaþjónustu. Strax árið 2008 sýndi rannsókn sem var unnin innan félagsvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir Vinnumálastofnun að tæplega tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í ferðaþjónustu höfðu þá erlent starfsfólk í vinnu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Fyrirsjáanlegri þörf á fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu verður ekki mætt öðruvísi en með því að flytja inn erlent vinnuafl. Fjöldi sérhæfðs starfsfólks er í engu samræmi við ferðamannastrauminn til landsins, hvað þá að hann uppfylli kröfur ef spár um fjölgun ganga eftir. „Það er ljóst í mínum huga að ef gestum fjölgar áfram eins og spár segja til um, sem allt bendir til, þá þarf að fara að flytja inn töluvert af vinnuafli til að mæta þessu. Eins og staðan er í dag búum við ekki yfir nægjanlegum fjölda með færni til að mæta fjölda gesta og tryggja gæði þjónustu,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Ný greining Landsbankans sýnir þróunina svart á hvítu. Þar er vitnað til talna Hagstofunnar en samtals fjölgaði starfandi hjá gististöðum, veitingastöðum, flutningum með flugi, ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu úr 9.200 manns árið 2008 upp í 11.000 árið 2012 og 14.600 árið 2014. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu á ráðstefnu bankans um ferðaþjónustuna í vikunni. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári, 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017. Forsendur bankans um þróun áranna á eftir gera ráð fyrir að innan sjö ára losi ferðamenn hérlendis tvær milljónir. Í greiningu Ólafs Más Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofu Íslands, sem unnin var að beiðni Morgunblaðsins nýlega, kemur fram að fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar fjölgaði um 2.700 árið 2014. Í heild sinni fjölgaði starfandi fólki um 2.800 á tímabilinu. Þannig eru vísbendingar um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks á síðasta ári. Nánar spurður um sérhæft starfsfólk innan ferðaþjónustunnar segir Edward enga stefnu fyrirliggjandi er varðar menntun og stjórnun þjónustugæða í greininni, og úr því þurfi að bæta með hraði. Til að mæta ferðamannastraumnum með innlendu vinnuafli þurfi tilfærslur milli greina, og að beina ungu fólki í ferðamálaskóla – bæði í starfstengt nám og ferðamálafræði. Þegar eru erlendir starfsmenn algengir innan raða starfsmanna íslenskrar ferðaþjónustu. Strax árið 2008 sýndi rannsókn sem var unnin innan félagsvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir Vinnumálastofnun að tæplega tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í ferðaþjónustu höfðu þá erlent starfsfólk í vinnu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira