Alfreð: Þetta mark mun gefa mér mikið Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 26. mars 2015 12:20 Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í spænsku úrvalsdeildinni í síðasta leiknum sínum með Real Sociedad fyrir landsliðsferðina til Kasakstan og hann segir markið gera honum gott. „Þetta legst mjög vel í mig. Þetta var bara annar landsleikur og það er alltaf gaman að fá að sjá eitthvað nýtt. Þetta er samt töluvert öðruvísi menning og land en maður er vanur. Leikurinn verður vonandi skemmtilegur," sagði Alfreð Finnbogason. „Ég held að við þurfum aðallega að venjast tímanum því við höfum allir spilað margoft á gervigrasi og innanhúss sem guttar. Við þurfum því hugsa um að að ná góðum svefni og hvílast vel," sagði Alfreð. Hann fagnar því að vera aftur til móts við landsliðsfélagana. „Það er alltaf gaman að koma í nýtt umhverfi og breyta aðeins til. Það er langt á milli landsleikjanna og það er mjög gaman að hitta félagana aftur," sagði Alfreð. Alfreð skoraði þriðja mark Real Sociedad á móti Córdoba um síðustu helgi en markið hans kom stuttu eftir að hann kom inná sem varamaður undir lok leiksins. „Það var mikill léttir og gott fyrir mig. Þetta mark mun gefa mér mikið. Ég get kannski spilað með meiri ró núna og vera ekki að vera aðeins að fókusera á það að skora. Nú get ég reynt að vera mikilvægur á þeim mínútum sem ég fær," sagði Alfreð en hann viðurkennir að það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að eyða mestum tíma á varamannabekknum hjá David Moyes. „Það er aldrei auðvelt þegar þú ert ekki að spila og ég veit ekki um neinn metnaðarfullan fótboltamann sem er ánægður þegar hann er ekki að spila. Ég er engin undantekning á því. Maður fer í gegnum allan skalann, verður pirraður og ánægður og fer allan hringinn. Maður þarf bara að tækla þetta með jákvæðni því það er það eina sem virkar," sagði Alfreð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ekki auðveldara en gegn Tékkum, Hollendingum eða Tyrkjum Varnarmaðurinn er óhræddur við leikinn gegn Kasakstan á laugardag og kallar hann skyldusigur. 26. mars 2015 11:00 Jóhann Berg ekki mættur í fyrsta sinn til Kasakstan Jóhann Berg Guðmundsson þekkir betur til í Kasakstan heldur en aðrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en flestir leikmannanna eru hér í fyrsta sinn. 26. mars 2015 11:30 Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00 Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan. 26. mars 2015 07:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í spænsku úrvalsdeildinni í síðasta leiknum sínum með Real Sociedad fyrir landsliðsferðina til Kasakstan og hann segir markið gera honum gott. „Þetta legst mjög vel í mig. Þetta var bara annar landsleikur og það er alltaf gaman að fá að sjá eitthvað nýtt. Þetta er samt töluvert öðruvísi menning og land en maður er vanur. Leikurinn verður vonandi skemmtilegur," sagði Alfreð Finnbogason. „Ég held að við þurfum aðallega að venjast tímanum því við höfum allir spilað margoft á gervigrasi og innanhúss sem guttar. Við þurfum því hugsa um að að ná góðum svefni og hvílast vel," sagði Alfreð. Hann fagnar því að vera aftur til móts við landsliðsfélagana. „Það er alltaf gaman að koma í nýtt umhverfi og breyta aðeins til. Það er langt á milli landsleikjanna og það er mjög gaman að hitta félagana aftur," sagði Alfreð. Alfreð skoraði þriðja mark Real Sociedad á móti Córdoba um síðustu helgi en markið hans kom stuttu eftir að hann kom inná sem varamaður undir lok leiksins. „Það var mikill léttir og gott fyrir mig. Þetta mark mun gefa mér mikið. Ég get kannski spilað með meiri ró núna og vera ekki að vera aðeins að fókusera á það að skora. Nú get ég reynt að vera mikilvægur á þeim mínútum sem ég fær," sagði Alfreð en hann viðurkennir að það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að eyða mestum tíma á varamannabekknum hjá David Moyes. „Það er aldrei auðvelt þegar þú ert ekki að spila og ég veit ekki um neinn metnaðarfullan fótboltamann sem er ánægður þegar hann er ekki að spila. Ég er engin undantekning á því. Maður fer í gegnum allan skalann, verður pirraður og ánægður og fer allan hringinn. Maður þarf bara að tækla þetta með jákvæðni því það er það eina sem virkar," sagði Alfreð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ekki auðveldara en gegn Tékkum, Hollendingum eða Tyrkjum Varnarmaðurinn er óhræddur við leikinn gegn Kasakstan á laugardag og kallar hann skyldusigur. 26. mars 2015 11:00 Jóhann Berg ekki mættur í fyrsta sinn til Kasakstan Jóhann Berg Guðmundsson þekkir betur til í Kasakstan heldur en aðrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en flestir leikmannanna eru hér í fyrsta sinn. 26. mars 2015 11:30 Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00 Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan. 26. mars 2015 07:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Ragnar: Ekki auðveldara en gegn Tékkum, Hollendingum eða Tyrkjum Varnarmaðurinn er óhræddur við leikinn gegn Kasakstan á laugardag og kallar hann skyldusigur. 26. mars 2015 11:00
Jóhann Berg ekki mættur í fyrsta sinn til Kasakstan Jóhann Berg Guðmundsson þekkir betur til í Kasakstan heldur en aðrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en flestir leikmannanna eru hér í fyrsta sinn. 26. mars 2015 11:30
Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00
Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan. 26. mars 2015 07:45