Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 17:14 Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. Vísir/Ernir Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59