Russell Westbrook stigakóngur NBA-deildarinnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2015 07:30 Russell Westbrook. Vísir/AP Russell Westbrook skoraði 37 stig fyrir Oklahoma City Thunder á lokakvöldi NBA-körfuboltadeildarinnar. Það dugði til sigurs í leiknum og til að tryggja hann sem stigahæsta leikmann NBA-deildarinnar á tímabilinu en OKC komst hinsvegar ekki í úrslitakeppnina. Russell Westbrook skoraði 28,1 stig að meðaltali en hann hafði betur í hörku keppni á móti James Harden hjá Houston Rockets. Harden skoraði "bara" 16 stig í lokaleik sínum og endaði því með 27,4 stig að meðaltali. Russell Westbrook setti tvö félagsmet í nótt, fyrst með því að skora 23 stig í fyrsta leikhluta og svo með því að skora 34 stig í fyrri hálfleiknu. „Hann hefur átt tímabil sem menn munu tala um. Hann er búinn að gera svo mikið á báðum endum vallarins, frákasta, senda boltann, skora, spila vörn. Við höfum ekki séð svona frammistöðu í áratugi," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder eftir leikinn. Russell Westbrook var ekki kátur í leikslok enda hundsvekktur með að hafa misst af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan á nýliða árinu sínu. „Þetta þýðir ekkert. Húrra. Ég er heima að horfa á önnur lið spila í úrslitakeppninni," sagði Russell Westbrook um stigakóngstitilinn. Þetta er aðeins í fimmta sinn frá 1976 þar sem stigahæsti leikmaður deildarinnar er ekki með í úrslitakeppninni en það hafði ekki gerst síðan að Tracy McGrady var stigahæstur 2004. Oklahoma City Thunder á nú fimm af síðustu sex stigakóngum deildarinnar því Kevin Durant, liðsfélagi Westbrook, var búinn að vera stigahæstur á fjórum af síðustu fimm tímabilum. Russell Westbrook náði ellefu þrennum á tímabilin og auk þess að skora 28,1 stig í leik þá var hann með 8,6 stoðsendingar, 7,3 fráköst og 2,1 stolinn bola að meðaltali.Stigahæstir í NBA-deildinni í vetur: 1. Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder 28.1 2. James Harden, Houston Rockets 27.4 3. LeBron James, Cleveland Cavaliers 25.3 4. Anthony Davis, New Orleans Pelicans 24.4 5. DeMarcus Cousins, Sacramento Kings 24.1 NBA Tengdar fréttir NBA: New Orleans og Brooklyn síðustu liðin inn í úrslitakeppnina | Myndbönd New Orleans Pelicans og Brooklyn Nets tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni á lokakvöld deildarkeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers sátu hinsvegar eftir. 16. apríl 2015 07:00 Þessi lið mætast í úrslitakeppni NBA í ár Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið munu mætast í fyrst umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. 16. apríl 2015 07:16 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Russell Westbrook skoraði 37 stig fyrir Oklahoma City Thunder á lokakvöldi NBA-körfuboltadeildarinnar. Það dugði til sigurs í leiknum og til að tryggja hann sem stigahæsta leikmann NBA-deildarinnar á tímabilinu en OKC komst hinsvegar ekki í úrslitakeppnina. Russell Westbrook skoraði 28,1 stig að meðaltali en hann hafði betur í hörku keppni á móti James Harden hjá Houston Rockets. Harden skoraði "bara" 16 stig í lokaleik sínum og endaði því með 27,4 stig að meðaltali. Russell Westbrook setti tvö félagsmet í nótt, fyrst með því að skora 23 stig í fyrsta leikhluta og svo með því að skora 34 stig í fyrri hálfleiknu. „Hann hefur átt tímabil sem menn munu tala um. Hann er búinn að gera svo mikið á báðum endum vallarins, frákasta, senda boltann, skora, spila vörn. Við höfum ekki séð svona frammistöðu í áratugi," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder eftir leikinn. Russell Westbrook var ekki kátur í leikslok enda hundsvekktur með að hafa misst af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan á nýliða árinu sínu. „Þetta þýðir ekkert. Húrra. Ég er heima að horfa á önnur lið spila í úrslitakeppninni," sagði Russell Westbrook um stigakóngstitilinn. Þetta er aðeins í fimmta sinn frá 1976 þar sem stigahæsti leikmaður deildarinnar er ekki með í úrslitakeppninni en það hafði ekki gerst síðan að Tracy McGrady var stigahæstur 2004. Oklahoma City Thunder á nú fimm af síðustu sex stigakóngum deildarinnar því Kevin Durant, liðsfélagi Westbrook, var búinn að vera stigahæstur á fjórum af síðustu fimm tímabilum. Russell Westbrook náði ellefu þrennum á tímabilin og auk þess að skora 28,1 stig í leik þá var hann með 8,6 stoðsendingar, 7,3 fráköst og 2,1 stolinn bola að meðaltali.Stigahæstir í NBA-deildinni í vetur: 1. Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder 28.1 2. James Harden, Houston Rockets 27.4 3. LeBron James, Cleveland Cavaliers 25.3 4. Anthony Davis, New Orleans Pelicans 24.4 5. DeMarcus Cousins, Sacramento Kings 24.1
NBA Tengdar fréttir NBA: New Orleans og Brooklyn síðustu liðin inn í úrslitakeppnina | Myndbönd New Orleans Pelicans og Brooklyn Nets tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni á lokakvöld deildarkeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers sátu hinsvegar eftir. 16. apríl 2015 07:00 Þessi lið mætast í úrslitakeppni NBA í ár Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið munu mætast í fyrst umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. 16. apríl 2015 07:16 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
NBA: New Orleans og Brooklyn síðustu liðin inn í úrslitakeppnina | Myndbönd New Orleans Pelicans og Brooklyn Nets tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni á lokakvöld deildarkeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers sátu hinsvegar eftir. 16. apríl 2015 07:00
Þessi lið mætast í úrslitakeppni NBA í ár Deildarkeppninni í NBA-körfuboltanum lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið munu mætast í fyrst umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. 16. apríl 2015 07:16