Hlustar mest á gullaldartónlist: "Afi kom með þrjá kassa af vínylplötum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 16:46 Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér. Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
„Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00