Það er sárt að fá „sting í hjartað“ Ragna Ragnarsdóttir og Embla Rún Hakadóttir skrifar 13. apríl 2015 09:44 Á hjúkrunarheimilum um land allt er víða unnið gott starf með eldra fólki. Þessi grein er hins vegar ekki um það. Þessi grein er um þau fjölmörgu hjúkrunarheimili sem enn hafa ekki stigið skref í framfaraátt og gengist við þeim vanda sem fylgir sjúkdómsvæðingu og stofnanamenningu. Það eru engar ýkjur að framkoma í garð eldra fólks á mörgum hjúkrunarheimilum er ómannúðleg. Það er væntanlega ekki vilji þeirra sem stjórna slíkum stöðum en engu að síður staðreynd sem undirritaðar hafa fengið sýn á, bæði sem aðstandendur og starfsfólk á hjúkrunarheimilum. Engum dylst að illa er búið að mörgu eldra fólki í samfélagi okkar og aðbúnaður þeirra okkur öllum til skammar. Það er merkilegt að við sem samfélag samþykkjum slíkt ástand því ellin bíður okkar flestra. Það eiga að vera forréttindi að eldast. Að baki slæmum aðbúnaði eldra fólks í samfélaginu býr ákveðin hugmyndafræði sköpuð af mönnunum. Ellin er sjúkdómsvædd þar sem komið er fram við eldra fólk sem sjúklinga og ekki litið á ellina sem eðlilegt æviskeið. Lyfjagjöf er oft óhófleg og forræðishyggjan slík að ekki er talið æskilegt að eldra fólk borði salt, reykt kjöt og heitan mat, þar sem hann er oft borinn fram kaldur á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimiliskúrinn á kannski eftir að verða einn af tískukúrum samfélagsins, hver veit? Samhliða því að hafa sjúkdómsvætt ellina höfum við stofnanavætt hana líka. Í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 er kveðið á um að öldruðum „sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf“. Slíkt orðalag endurspeglar gamaldags hugmyndafræði sem tímabært er orðið að breytist. Þessar stofnanir reynast oft vera heimili fólks svo árum skiptir. Það er svo efni í aðra grein hvort hjúkrunarheimili séu yfirhöfuð það form búsetu sem við viljum bjóða eldra fólki og þróa frekar. Langt er síðan sambærilegar stofnanir fyrir fatlað fólk þóttu ekki mönnum bjóðandi og lagt var í að leggja niður. Í dag myndi engum detta í hug að láta fatlað fólk búa á stofnunum á stærð við hjúkrunarheimili þar sem fólk borðar saman í stórum sölum og fer í bað einu sinni í viku. Stofnanamenning, sem er ríkjandi á mörgum hjúkrunarheimilum, skerðir lífsgæði og stefnir heilsu fólks í voða. Stofnanamenning verður þess valdandi að vinnustaðurinn yfirgnæfir heimilið og kemur í veg fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu. Líta verður á hjúkrunarheimili fyrst og fremst sem heimili fólks. Ekki er eðlilegt að þau einkennist af dagskipulagi sem hentar stofnuninni og stjórnendum. Þjónusta við eldra fólk má ekki vera færibandavinna þar sem mannlegi þátturinn gleymist. Það er verið að þjónusta fólk. Klisjurnar sem ráðamenn og stjórnendur fela sig á bak við, meðvitað eða ómeðvitað, eru margar og mismunandi. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar notaðar sem réttlæting fyrir því að hlutirnir eigi að vinnast eins og þeir hafa ávallt verið unnir. Ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er gífurleg og störf þeirra lita alla starfsemi. Margt er vel gert, líkt og stjórnendur og ráðamenn eru duglegir að benda á. Hins vegar er sorglegt að slíkar klisjur séu notaðar til að afsaka lélega þjónustu og sópa skítnum þannig undir teppið. Þetta er skrípaleikur og ef blótsyrði myndu breyta einhverju þá væri ragnað mikið hér. Ekki er endalaust hægt að tuða um þetta ástand og ekki endalaust hægt að afsaka lélega og ómannúðlega þjónustu vegna bágrar fjárhagsstöðu. Hins vegar er ljóst að mannekla á hjúkrunarheimilum kemur í veg fyrir að starfsfólk geti veitt einstaklingsmiðaða þjónustu. Umhverfi stofnana býður auk þess ekki upp á það. Eldra fólki sem enn býr við slæmar aðstæður á hjúkrunarheimilum dugir ekki að þjónustan sé góð á öðrum slíkum stofnunum. Það er ekki nóg að sumir hafi það gott. Vert er að taka fram að nýtískulegar byggingar og nýleg steypa endurspegla ekki alltaf gæði þjónustu. Er yfirhöfuð hægt að mæla gæði þjónustu innan úrelts kerfis? Til þess að árangur náist þarf að umbylta allri hugsun í þjónustu við eldra fólk. Það þarf að ráðast gegn stofnanavæðingu og sjúkdómsvæðingu ellinnar. Hjúkrunarheimili eru úr sér gengin úrræði þótt samfélagið sé ekki komið á þann stað að viðurkenna slíkt. Það stefnir allt í að nútími okkar verði aðhlátursefni framtíðarinnar. Þá verður litið til baka með skömm yfir því hvernig komið var fram við það fólk sem hefur byggt upp samfélag okkar. Það á að vera eðlileg krafa að eldra fólk geti fengið alla þá þjónustu sem það þarf inn á heimili sín og leitað réttar síns þegar á þeim er brotið. Nýlega var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um embætti umboðsmanns aldraðra. Slíkt er löngu orðið tímabært og ætti að vera forgangsmál. Umboðsmaður aldraðra væri þó einungis lítið skref í átt að bættum lífsgæðum eldra fólks. Ástandið er slæmt og það verður að bæta. Það lagast ekki þó að við viðurkennum vandann og börmum okkur yfir honum. Það er ekki nóg að fá „sting í hjartað“.Höfundar eru nemar á 3.ári í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra fékk sting í hjartað vegna aðstæðna aldraðra „Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. 10. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Á hjúkrunarheimilum um land allt er víða unnið gott starf með eldra fólki. Þessi grein er hins vegar ekki um það. Þessi grein er um þau fjölmörgu hjúkrunarheimili sem enn hafa ekki stigið skref í framfaraátt og gengist við þeim vanda sem fylgir sjúkdómsvæðingu og stofnanamenningu. Það eru engar ýkjur að framkoma í garð eldra fólks á mörgum hjúkrunarheimilum er ómannúðleg. Það er væntanlega ekki vilji þeirra sem stjórna slíkum stöðum en engu að síður staðreynd sem undirritaðar hafa fengið sýn á, bæði sem aðstandendur og starfsfólk á hjúkrunarheimilum. Engum dylst að illa er búið að mörgu eldra fólki í samfélagi okkar og aðbúnaður þeirra okkur öllum til skammar. Það er merkilegt að við sem samfélag samþykkjum slíkt ástand því ellin bíður okkar flestra. Það eiga að vera forréttindi að eldast. Að baki slæmum aðbúnaði eldra fólks í samfélaginu býr ákveðin hugmyndafræði sköpuð af mönnunum. Ellin er sjúkdómsvædd þar sem komið er fram við eldra fólk sem sjúklinga og ekki litið á ellina sem eðlilegt æviskeið. Lyfjagjöf er oft óhófleg og forræðishyggjan slík að ekki er talið æskilegt að eldra fólk borði salt, reykt kjöt og heitan mat, þar sem hann er oft borinn fram kaldur á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimiliskúrinn á kannski eftir að verða einn af tískukúrum samfélagsins, hver veit? Samhliða því að hafa sjúkdómsvætt ellina höfum við stofnanavætt hana líka. Í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 er kveðið á um að öldruðum „sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf“. Slíkt orðalag endurspeglar gamaldags hugmyndafræði sem tímabært er orðið að breytist. Þessar stofnanir reynast oft vera heimili fólks svo árum skiptir. Það er svo efni í aðra grein hvort hjúkrunarheimili séu yfirhöfuð það form búsetu sem við viljum bjóða eldra fólki og þróa frekar. Langt er síðan sambærilegar stofnanir fyrir fatlað fólk þóttu ekki mönnum bjóðandi og lagt var í að leggja niður. Í dag myndi engum detta í hug að láta fatlað fólk búa á stofnunum á stærð við hjúkrunarheimili þar sem fólk borðar saman í stórum sölum og fer í bað einu sinni í viku. Stofnanamenning, sem er ríkjandi á mörgum hjúkrunarheimilum, skerðir lífsgæði og stefnir heilsu fólks í voða. Stofnanamenning verður þess valdandi að vinnustaðurinn yfirgnæfir heimilið og kemur í veg fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu. Líta verður á hjúkrunarheimili fyrst og fremst sem heimili fólks. Ekki er eðlilegt að þau einkennist af dagskipulagi sem hentar stofnuninni og stjórnendum. Þjónusta við eldra fólk má ekki vera færibandavinna þar sem mannlegi þátturinn gleymist. Það er verið að þjónusta fólk. Klisjurnar sem ráðamenn og stjórnendur fela sig á bak við, meðvitað eða ómeðvitað, eru margar og mismunandi. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar notaðar sem réttlæting fyrir því að hlutirnir eigi að vinnast eins og þeir hafa ávallt verið unnir. Ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er gífurleg og störf þeirra lita alla starfsemi. Margt er vel gert, líkt og stjórnendur og ráðamenn eru duglegir að benda á. Hins vegar er sorglegt að slíkar klisjur séu notaðar til að afsaka lélega þjónustu og sópa skítnum þannig undir teppið. Þetta er skrípaleikur og ef blótsyrði myndu breyta einhverju þá væri ragnað mikið hér. Ekki er endalaust hægt að tuða um þetta ástand og ekki endalaust hægt að afsaka lélega og ómannúðlega þjónustu vegna bágrar fjárhagsstöðu. Hins vegar er ljóst að mannekla á hjúkrunarheimilum kemur í veg fyrir að starfsfólk geti veitt einstaklingsmiðaða þjónustu. Umhverfi stofnana býður auk þess ekki upp á það. Eldra fólki sem enn býr við slæmar aðstæður á hjúkrunarheimilum dugir ekki að þjónustan sé góð á öðrum slíkum stofnunum. Það er ekki nóg að sumir hafi það gott. Vert er að taka fram að nýtískulegar byggingar og nýleg steypa endurspegla ekki alltaf gæði þjónustu. Er yfirhöfuð hægt að mæla gæði þjónustu innan úrelts kerfis? Til þess að árangur náist þarf að umbylta allri hugsun í þjónustu við eldra fólk. Það þarf að ráðast gegn stofnanavæðingu og sjúkdómsvæðingu ellinnar. Hjúkrunarheimili eru úr sér gengin úrræði þótt samfélagið sé ekki komið á þann stað að viðurkenna slíkt. Það stefnir allt í að nútími okkar verði aðhlátursefni framtíðarinnar. Þá verður litið til baka með skömm yfir því hvernig komið var fram við það fólk sem hefur byggt upp samfélag okkar. Það á að vera eðlileg krafa að eldra fólk geti fengið alla þá þjónustu sem það þarf inn á heimili sín og leitað réttar síns þegar á þeim er brotið. Nýlega var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um embætti umboðsmanns aldraðra. Slíkt er löngu orðið tímabært og ætti að vera forgangsmál. Umboðsmaður aldraðra væri þó einungis lítið skref í átt að bættum lífsgæðum eldra fólks. Ástandið er slæmt og það verður að bæta. Það lagast ekki þó að við viðurkennum vandann og börmum okkur yfir honum. Það er ekki nóg að fá „sting í hjartað“.Höfundar eru nemar á 3.ári í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands.
Ráðherra fékk sting í hjartað vegna aðstæðna aldraðra „Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. 10. febrúar 2015 07:00
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun