Ráðningarferli óperustjóra enn gagnrýnt: Segir ráðninguna virðast fyrirfram ákveðna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2015 16:44 Njörður telur mikilvægt að staðið sé rétt að ráðningu óperustjóra. Vísir/Samsett mynd Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, segir óhjákvæmilegt að ákvörðun stjórnar Íslensku óperunnar um að taka aðeins einn umsækjanda um stöðu óperustjóra í viðtal setji ráðninguna í undarlegt samhengi. Hann áréttar að ekki sé deilt um eiginleika þess umsækjanda sem var valinn né persónu hennar. „Það er undarleg aðferðafræði að ætla starfsmanni Capacent að matreiða hugmyndir umsækjenda í einhvers konar munnlegum málflutningi stjórnarinnar án þess að fá þær frá fyrstu hendi,“ segir Njörður í samtali við Vísi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir var ráðin fyrr í mánuðinum en sú ráðning hefur sætt gagnrýni síðan. Alls sóttu sextán manns um stöðuna.Ferlið þarf að vera hafið yfir klíkuskap Hann skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að staðið sé faglega að ráðningu óperustjóra. „Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum,“ skrifaði Njörður. „Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap.“ Hann segir í greininni stjórnendur Óperunnar bera ákveðnar skyldur. „Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu.“Auglýsing um stöðuna sem um ræðir.Capacent getur ekki tekið ákvörðunina„Það deilir enginn um það hvort Óperan fellur undir stjórnýslulög,“ útskýrir hann. „Þetta er auðvitað sjálfseignarstofnun. Hins vegar er hún það stór og mikilvæg í menningarlífinu á Íslandi og þiggur í raun stærstan hluta af sínu fé frá hinu opinbera að það er hægt að gera þær kröfur til hennar að hún fylgi í anda það sem við getum kallað faglega eða góða stjórnsýsluhætti.“ Hlutverk Capacent sem ráðningarskrifstofu er að gera formlega könnun á hæfni umsækjenda, kanna bakgrunn fólks og hvort allt standist sem komi fram í umsókn og búa að lokum til vænlegan hóp umsækjenda sem stofnun eða fyrirtæki getur síðan tekið í viðtal og ráðið úr. „Ekkert sem Capacent gerir eða á að gera tekur af stjórninni ábyrgðina af endanlegri ákvörðun.“„Þetta er eins og miðilsfundur“ Þrátt fyrir þessa stöðu Capacent tók stjórn Íslensku óperunnar aðeins Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í viðtal að undangenginni úrvinnslu ráðningafyrirtæksins. Í greinagerð frá Íslensku óperunnar segir: „Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur. Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi.“ Þetta þýðir því að stjórn Íslensku óperunnar spurði engan umsækjenda út í hugmyndir þeirra um framtíð Íslensku óperunnar annan en Steinunni Birnu. „Þetta er eins og miðilsfundur,“ segir Njörður. „Það er verið að spyrja hvað umsækjendum finnst um hitt og þetta og viðkomandi er ekki einu sinni á staðnum.“ Njörður bendir á að það hafi ekki verið um stóran umsækjendahóp að ræða og því fyrirhafnarlítið að taka fleiri í viðtöl. „Þessi listheimur er svo þröngur og erfiður og erfitt að tjá sig því að allir sem hafa áhuga á að tala um þetta eiga svo mikið undir nýjum óperustjóra. Og svo er hlegið að þessum söngvurum sem sóttu um hvað þeir séu nú tapsárir. En ég veit af umsækjendum sem hefði verið mjög áhugavert fyrir stjórnina að minnsta kosti heyra í.“ Af umsækjendum um stöðuna má meðal annars nefna söngvarana Gunnar Guðbjörnsson, Davíð Ólafsson og Kristján Jóhannsson. Tengdar fréttir Steinunn Birna nýr óperustjóri Tónlistarstjóri Hörpu tekur við af Stefáni Baldurssyni í Íslensku óperunni. 19. apríl 2015 10:54 Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Steinunn Birna ráðinn nýr óperustjóri Íslensku óperunnar. 20. apríl 2015 08:00 Undrun íslenska óperuheimsins Ráðning nýs óperustjóra fór fram fyrir luktum dyrum. 27. apríl 2015 07:00 Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Ráðning Steinunnar Birnu í stöðu óperustjóra hefur verið mikið gagnrýnd. 29. apríl 2015 14:26 Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið.“ 20. apríl 2015 18:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, segir óhjákvæmilegt að ákvörðun stjórnar Íslensku óperunnar um að taka aðeins einn umsækjanda um stöðu óperustjóra í viðtal setji ráðninguna í undarlegt samhengi. Hann áréttar að ekki sé deilt um eiginleika þess umsækjanda sem var valinn né persónu hennar. „Það er undarleg aðferðafræði að ætla starfsmanni Capacent að matreiða hugmyndir umsækjenda í einhvers konar munnlegum málflutningi stjórnarinnar án þess að fá þær frá fyrstu hendi,“ segir Njörður í samtali við Vísi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir var ráðin fyrr í mánuðinum en sú ráðning hefur sætt gagnrýni síðan. Alls sóttu sextán manns um stöðuna.Ferlið þarf að vera hafið yfir klíkuskap Hann skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að staðið sé faglega að ráðningu óperustjóra. „Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum,“ skrifaði Njörður. „Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap.“ Hann segir í greininni stjórnendur Óperunnar bera ákveðnar skyldur. „Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu.“Auglýsing um stöðuna sem um ræðir.Capacent getur ekki tekið ákvörðunina„Það deilir enginn um það hvort Óperan fellur undir stjórnýslulög,“ útskýrir hann. „Þetta er auðvitað sjálfseignarstofnun. Hins vegar er hún það stór og mikilvæg í menningarlífinu á Íslandi og þiggur í raun stærstan hluta af sínu fé frá hinu opinbera að það er hægt að gera þær kröfur til hennar að hún fylgi í anda það sem við getum kallað faglega eða góða stjórnsýsluhætti.“ Hlutverk Capacent sem ráðningarskrifstofu er að gera formlega könnun á hæfni umsækjenda, kanna bakgrunn fólks og hvort allt standist sem komi fram í umsókn og búa að lokum til vænlegan hóp umsækjenda sem stofnun eða fyrirtæki getur síðan tekið í viðtal og ráðið úr. „Ekkert sem Capacent gerir eða á að gera tekur af stjórninni ábyrgðina af endanlegri ákvörðun.“„Þetta er eins og miðilsfundur“ Þrátt fyrir þessa stöðu Capacent tók stjórn Íslensku óperunnar aðeins Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í viðtal að undangenginni úrvinnslu ráðningafyrirtæksins. Í greinagerð frá Íslensku óperunnar segir: „Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur. Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi.“ Þetta þýðir því að stjórn Íslensku óperunnar spurði engan umsækjenda út í hugmyndir þeirra um framtíð Íslensku óperunnar annan en Steinunni Birnu. „Þetta er eins og miðilsfundur,“ segir Njörður. „Það er verið að spyrja hvað umsækjendum finnst um hitt og þetta og viðkomandi er ekki einu sinni á staðnum.“ Njörður bendir á að það hafi ekki verið um stóran umsækjendahóp að ræða og því fyrirhafnarlítið að taka fleiri í viðtöl. „Þessi listheimur er svo þröngur og erfiður og erfitt að tjá sig því að allir sem hafa áhuga á að tala um þetta eiga svo mikið undir nýjum óperustjóra. Og svo er hlegið að þessum söngvurum sem sóttu um hvað þeir séu nú tapsárir. En ég veit af umsækjendum sem hefði verið mjög áhugavert fyrir stjórnina að minnsta kosti heyra í.“ Af umsækjendum um stöðuna má meðal annars nefna söngvarana Gunnar Guðbjörnsson, Davíð Ólafsson og Kristján Jóhannsson.
Tengdar fréttir Steinunn Birna nýr óperustjóri Tónlistarstjóri Hörpu tekur við af Stefáni Baldurssyni í Íslensku óperunni. 19. apríl 2015 10:54 Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Steinunn Birna ráðinn nýr óperustjóri Íslensku óperunnar. 20. apríl 2015 08:00 Undrun íslenska óperuheimsins Ráðning nýs óperustjóra fór fram fyrir luktum dyrum. 27. apríl 2015 07:00 Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Ráðning Steinunnar Birnu í stöðu óperustjóra hefur verið mikið gagnrýnd. 29. apríl 2015 14:26 Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið.“ 20. apríl 2015 18:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Steinunn Birna nýr óperustjóri Tónlistarstjóri Hörpu tekur við af Stefáni Baldurssyni í Íslensku óperunni. 19. apríl 2015 10:54
Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Steinunn Birna ráðinn nýr óperustjóri Íslensku óperunnar. 20. apríl 2015 08:00
Undrun íslenska óperuheimsins Ráðning nýs óperustjóra fór fram fyrir luktum dyrum. 27. apríl 2015 07:00
Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Ráðning Steinunnar Birnu í stöðu óperustjóra hefur verið mikið gagnrýnd. 29. apríl 2015 14:26
Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið.“ 20. apríl 2015 18:15