Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti 28. apríl 2015 09:00 Fylkismenn misstu af Evrópusæti í lokaumferðinni í fyrra eftir fínan endasprett. vísir/daníel Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Fylki fimmta sætinu sem er sæti ofar en liðið endaði í fyrra. Fylkismenn gátu komist í Evrópu með sigri á föllnu liði Fram á lokadegi en klúðruðu því á ævintýralegan hátt. Fylkir hefur ekki komist í Evrópu síðan 2009. Fylkir hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en á tvo bikarmeistaratitla, síðast vann það bikarinn 2001. Ásmundur Arnarsson þjálfar Fylki fjórða árið í röð, en undir hans stjórn hefur liðið tvisvar sinnum náð sjöunda sæti og svo sjötta sæti í fyrra. Ásmundur þjálfaði áður Fjölni, en hann gerði góða hluti í Grafarvoginum og kom liðinu í efstu deild í fyrsta skipti. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 3 stjörnur (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 3 stjörnur Breiddin: 2 stjörnur Liðsstyrkurinn: 3 stjörnur Hefðin: 3 stjörnurAlbert Brynjar Ingason, Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ingimundur Níels Óskarsson.vísir/ernir/valli/vilhelmÞRÍR SEM FYLKIR TREYSTIR ÁAlbert Brynjar Ingason: Ef Albert fær að spila þá skorar hann mörk. Hann skoraði 26 mörk í 56 leikjum fyrir Fylki 2009-2011 áður en hann fór í FH þar sem samkeppnin var meiri og leikjunum fækkaði. Hann skoraði ekkert mark í fimm leikjum fyrir FH á síðustu leiktíð en setti svo sex í tíu leikjum eftir að hann sneri aftur í Árbæinn. Albert Brynjar virkar best í Fylki með félaga sína Andrés Már og Ingimund Níels. Hann er markaskorarinn sem Fylkir treystir á.Ásgeir Börkur Ásgeirsson: Börkurinn er alltaf prímus mótorinn á miðjunni hjá Fylki. Nú spilar hann með Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem hefur átt mjög slök ár eftir að hann sneri aftur heim. Ásgeir verður áfram lykilmaðurinn á miðjunni, sá sem sér um að hlaupa, djöflast og verja vörnina. Hann verður að standa undir nafni í sumar eins og hann gerir nánast alltaf.Ingimundur Níels Óskarsson: Önnur endurkoma í Árbæinn sem Fylkismenn ættu að fagna. Það fór minna fyrir Ingimundi í FH en gerði hjá Fylki. Þarna er samt á ferð frábær kantmaður sem getur tekið menn á, gefið fyrir og skilar mörkum. Síðast þegar hann spilaði með Fylki skilaði hann tíu mörkum í 21 leik af kantinum. Það er ekki að ástæðulausu að Fylkismenn fengu samkeppni frá fjórum liðum úr deildinni um hann.Ásgeir Eyþórsson getur slegið í gegn.vísir/ernirNýstirnið: Ásgeir Eyþórsson Miðvörðurinn ungi hefur spilað fyrir Fylki síðan 2011 en varð fyrst fastamaður í vörninni í fyrra þegar hann spilaði 21 leik og stóð sig mjög vel. Ásgeir hefur alla burði til að springa út í sumar og verða einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Hann er stór, sterkur og les leikinn vel. Fylkismenn voru skynsamir að semja aftur við hann seint síðasta sumar því það voru nokkur lið í deildinni sem ætluðu að reyna að stela honum úr Árbænum.Kristján Valdimarsson lagði skóna á hilluna.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Ásgeir Börkur Ásgeirsson frá GAIS Ingimundur Níels Óskarsson frá FH Jóhannes Karl Guðjónsson frá Fram Reynir Haraldsson frá ÍR Tonci Radinovkovic frá KróatíuFarnir: Björn Hákon Sveinsson í Völsung Finnur Ólafsson í Víking Gunnar Örn Jónsson hættur Kristján Valdimarsson hættur Viktor Örn Guðmundsson í Fjarðabyggð Hjá Fylkismönnum snýst allt um heimkomur Ásgeirs Barkar og Ingimundar Níels. Þarna fara einn besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar og einn af betri sóknarmönnunum. Þvílíkur fengur fyrir Fylki. Liðinu vantaði meiri kraft í sóknarleikinn og nú samanstendur hann af Andrési Má, Ingimundi og Alberti Brynjari. Fylkir fékk sér króatískan miðvörð sem á að vera sterkur, en hann heitir Tonci Radinovkovic. Standi hann undir væntingum er breiddin orðin meiri í varnarleiknum því Kristján Hauksson, læknir með meiru, er byrjaður aftur og æft og spilað með Fylki í allan vetur. Missirinn er ekki mikill. Gunnar Örn, Kristján og Viktor Örn spiluðu allir undir níu leiki í fyrra og voru í aukahlutverkum og einnig meiddir. Fylkismenn hafa því styrkt sig frekar en að veikjast og gerður í heildina mjög flotta hluti á leikmannamarkaðnum með að fá tvo ása.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Óskar Hrafn Þorvaldsson er íþróttastjóri 365 og einn af sérfræðingum Vísis í spánni fyrir Pepsi-deildina. Hann spilaði 71 leik fyrir KR í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 1994. Hann lék einnig með Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni og á að baki þrjá landsleiki fyrir A-landslið Íslands auk 30 leikja fyrir yngri landsliðin.Ásmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníelSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Fjórmenningarnir sem voru allt í öllu síðast þegar liðið komst í Evrópukeppni 2009 (3. sæti með 43 stig); Ásgeir Börkur, Ingimundur Níels, Andrés Már og Albert Brynjar, eru allir komnir aftur. Þetta er góður kjarni af gæðaleikmönnum sem allir eru uppaldir. Stemningin virðist mikil í hópnum, en liðið fór langt á gæðum og gleði sumarið 2009 þegar það tryggði sér Evrópusæti með stæl.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Þó Fylkir sé með frekar sterkt byrjunarlið er breiddin ekki mikil og munurinn á byrjunarliðsmönnum og þeim næstu inn frekar mikill. Varnarleikurinn er líka stórt spurningamerki og sér í lagi markvarslan þar sem Ólafur Íshólm er líklega búinn að taka stöðuna af Bjarna Þórði Halldórssyni.Bjarni Þórður Halldórsson er líklega búinn að missa stöðu aðalmarkvarðar liðsins.vísir/daníelBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Árið er 2009 – aftur. Það eru bara bestu liðin sem eru með fjóra ása eða fleiri á hendi og við erum eitt af þeim. Man enginn hvernig þetta léttleikandi lið Óla Þórðar spólaði sér í 43 stig? Þá voru þessir strákar bara guttar en núna á besta fótboltaaldri, reynslunni ríkari. Ég er byrjaður að pakka niður í Evrópuferðatöskur.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Sóknarmennirnir eru fínir, en Binni, þú ert að gleyma við vorum með Val Fannar, Óla Stígs og Kristján Valdimarsson 2009. Varnarleikurinn var mun sterkari og Ólafur Þór Gunnarsson kom í markið um mitt mót. Það er gaman að fá alla strákana heim en varnarleikurinn er ekki nógu sterkur og markvarslan vandræði. Við verðum í sama miðjumoðinu og undanfarin ár. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Fylki fimmta sætinu sem er sæti ofar en liðið endaði í fyrra. Fylkismenn gátu komist í Evrópu með sigri á föllnu liði Fram á lokadegi en klúðruðu því á ævintýralegan hátt. Fylkir hefur ekki komist í Evrópu síðan 2009. Fylkir hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en á tvo bikarmeistaratitla, síðast vann það bikarinn 2001. Ásmundur Arnarsson þjálfar Fylki fjórða árið í röð, en undir hans stjórn hefur liðið tvisvar sinnum náð sjöunda sæti og svo sjötta sæti í fyrra. Ásmundur þjálfaði áður Fjölni, en hann gerði góða hluti í Grafarvoginum og kom liðinu í efstu deild í fyrsta skipti. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 3 stjörnur (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 3 stjörnur Breiddin: 2 stjörnur Liðsstyrkurinn: 3 stjörnur Hefðin: 3 stjörnurAlbert Brynjar Ingason, Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ingimundur Níels Óskarsson.vísir/ernir/valli/vilhelmÞRÍR SEM FYLKIR TREYSTIR ÁAlbert Brynjar Ingason: Ef Albert fær að spila þá skorar hann mörk. Hann skoraði 26 mörk í 56 leikjum fyrir Fylki 2009-2011 áður en hann fór í FH þar sem samkeppnin var meiri og leikjunum fækkaði. Hann skoraði ekkert mark í fimm leikjum fyrir FH á síðustu leiktíð en setti svo sex í tíu leikjum eftir að hann sneri aftur í Árbæinn. Albert Brynjar virkar best í Fylki með félaga sína Andrés Már og Ingimund Níels. Hann er markaskorarinn sem Fylkir treystir á.Ásgeir Börkur Ásgeirsson: Börkurinn er alltaf prímus mótorinn á miðjunni hjá Fylki. Nú spilar hann með Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem hefur átt mjög slök ár eftir að hann sneri aftur heim. Ásgeir verður áfram lykilmaðurinn á miðjunni, sá sem sér um að hlaupa, djöflast og verja vörnina. Hann verður að standa undir nafni í sumar eins og hann gerir nánast alltaf.Ingimundur Níels Óskarsson: Önnur endurkoma í Árbæinn sem Fylkismenn ættu að fagna. Það fór minna fyrir Ingimundi í FH en gerði hjá Fylki. Þarna er samt á ferð frábær kantmaður sem getur tekið menn á, gefið fyrir og skilar mörkum. Síðast þegar hann spilaði með Fylki skilaði hann tíu mörkum í 21 leik af kantinum. Það er ekki að ástæðulausu að Fylkismenn fengu samkeppni frá fjórum liðum úr deildinni um hann.Ásgeir Eyþórsson getur slegið í gegn.vísir/ernirNýstirnið: Ásgeir Eyþórsson Miðvörðurinn ungi hefur spilað fyrir Fylki síðan 2011 en varð fyrst fastamaður í vörninni í fyrra þegar hann spilaði 21 leik og stóð sig mjög vel. Ásgeir hefur alla burði til að springa út í sumar og verða einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Hann er stór, sterkur og les leikinn vel. Fylkismenn voru skynsamir að semja aftur við hann seint síðasta sumar því það voru nokkur lið í deildinni sem ætluðu að reyna að stela honum úr Árbænum.Kristján Valdimarsson lagði skóna á hilluna.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Ásgeir Börkur Ásgeirsson frá GAIS Ingimundur Níels Óskarsson frá FH Jóhannes Karl Guðjónsson frá Fram Reynir Haraldsson frá ÍR Tonci Radinovkovic frá KróatíuFarnir: Björn Hákon Sveinsson í Völsung Finnur Ólafsson í Víking Gunnar Örn Jónsson hættur Kristján Valdimarsson hættur Viktor Örn Guðmundsson í Fjarðabyggð Hjá Fylkismönnum snýst allt um heimkomur Ásgeirs Barkar og Ingimundar Níels. Þarna fara einn besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar og einn af betri sóknarmönnunum. Þvílíkur fengur fyrir Fylki. Liðinu vantaði meiri kraft í sóknarleikinn og nú samanstendur hann af Andrési Má, Ingimundi og Alberti Brynjari. Fylkir fékk sér króatískan miðvörð sem á að vera sterkur, en hann heitir Tonci Radinovkovic. Standi hann undir væntingum er breiddin orðin meiri í varnarleiknum því Kristján Hauksson, læknir með meiru, er byrjaður aftur og æft og spilað með Fylki í allan vetur. Missirinn er ekki mikill. Gunnar Örn, Kristján og Viktor Örn spiluðu allir undir níu leiki í fyrra og voru í aukahlutverkum og einnig meiddir. Fylkismenn hafa því styrkt sig frekar en að veikjast og gerður í heildina mjög flotta hluti á leikmannamarkaðnum með að fá tvo ása.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Óskar Hrafn Þorvaldsson er íþróttastjóri 365 og einn af sérfræðingum Vísis í spánni fyrir Pepsi-deildina. Hann spilaði 71 leik fyrir KR í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 1994. Hann lék einnig með Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni og á að baki þrjá landsleiki fyrir A-landslið Íslands auk 30 leikja fyrir yngri landsliðin.Ásmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníelSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Fjórmenningarnir sem voru allt í öllu síðast þegar liðið komst í Evrópukeppni 2009 (3. sæti með 43 stig); Ásgeir Börkur, Ingimundur Níels, Andrés Már og Albert Brynjar, eru allir komnir aftur. Þetta er góður kjarni af gæðaleikmönnum sem allir eru uppaldir. Stemningin virðist mikil í hópnum, en liðið fór langt á gæðum og gleði sumarið 2009 þegar það tryggði sér Evrópusæti með stæl.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Þó Fylkir sé með frekar sterkt byrjunarlið er breiddin ekki mikil og munurinn á byrjunarliðsmönnum og þeim næstu inn frekar mikill. Varnarleikurinn er líka stórt spurningamerki og sér í lagi markvarslan þar sem Ólafur Íshólm er líklega búinn að taka stöðuna af Bjarna Þórði Halldórssyni.Bjarni Þórður Halldórsson er líklega búinn að missa stöðu aðalmarkvarðar liðsins.vísir/daníelBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Árið er 2009 – aftur. Það eru bara bestu liðin sem eru með fjóra ása eða fleiri á hendi og við erum eitt af þeim. Man enginn hvernig þetta léttleikandi lið Óla Þórðar spólaði sér í 43 stig? Þá voru þessir strákar bara guttar en núna á besta fótboltaaldri, reynslunni ríkari. Ég er byrjaður að pakka niður í Evrópuferðatöskur.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Sóknarmennirnir eru fínir, en Binni, þú ert að gleyma við vorum með Val Fannar, Óla Stígs og Kristján Valdimarsson 2009. Varnarleikurinn var mun sterkari og Ólafur Þór Gunnarsson kom í markið um mitt mót. Það er gaman að fá alla strákana heim en varnarleikurinn er ekki nógu sterkur og markvarslan vandræði. Við verðum í sama miðjumoðinu og undanfarin ár.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00