Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 11:13 Úr héraðsdómi í morgun. Einar Pálmi er annar frá vinstri og Ingólfur Helgason annar frá hægri á milli lögmanna sinna. Vísir/GVA Þinghaldi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í morgun. Það átti að hefjast klukkan 9 en fresta þurfti því um klukkutíma vegna bilunar í tölvukerfi dómsins. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Hann flutti enga yfirlýsingu við upphaf skýrslutöku þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins, eins og hefur verið algengt hjá sakborningum í hrunmálunum svokölluðu. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans hvað varðar viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum. Eiga þau viðskipti að hafa farið fram með það að augnamiði að halda gengi bréfanna uppi.Áttaði sig ekki strax á hver réði öllu Líkt og áður spyr saksóknari mikið út í samskipti þeirra sem eru ákærðir í málinu en Einar var næsti yfirmaður verðbréfasalanna Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar sem sáu aðallega um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta. Pétur og Birnir gáfu skýrslu fyrir dómi í seinustu viku og sögðust hafa fengið fyrirmæli um viðskiptin ýmist frá Einari eða Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Saksóknari spurði Einar út í samskipti hans við Ingólf á ákærutímabilinu. „Við áttum ágæt samskipti þarna. Eftir að ég byrjaði þarna í apríl 2007 var ég smá tíma að átta mig hvernig hlutirnir voru og ég áttaði mig ekki alveg á hver ræður öllu þarna. Samskiptin við Ingólf urðu svo meiri um haustið 2007,” svaraði Einar.„Víðsjárverðir tímar“ Björn spurði hann þá sérstaklega út í samskipti Ingólfs varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi. Sagði Einar að samskiptin hafi ekki verið mikil til að byrja með en að þau hafi aukist mikið um haustið 2007 og jukust yfir ákærutímabilið. Einar sagði Ingólf hafa lagt línuna almennt varðandi deild eigin viðskipta. „Þetta var óvenjulegt tímabil, þetta ákærutímabil, þetta voru víðsjárverðir tímar. [...]. Varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi þá höfðum við þrjú hlutverk. Það var seljanleiki, svona óformleg viðskiptavakt, stöðutaka og svo að aðstoða miðlun bankans, til dæmis í stærri sölum. Maður fékk einhver svona skilaboð og svo var verið að leiðbeina manni meira eftir því sem leið á tímabilið, hvernig við ættum að haga þessum þremur liðum.” Saksóknari spurði þá hvort hann hafi sett spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta. Svaraði Einar því játandi. Spurður nánar út í áhyggjur sínar af afskiptum Ingólfs, sem veitti eigin viðskiptum meðal annars auknar heimildir til að kaupa bréf í Kaupþingi, sagði Einar:Fékk nokkuð nákvæm fyrirmæli frá Ingólfi „Í byrjun var ég að velta fyrir mér sjálfstæði eigin viðskipta og skipulaginu. Það voru stór atriði þarna sem voru ekki eins og ég hélt. Ég hélt að deildin væri sjálfstæðari en þetta. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum við regluvörð hvort ég ætti að vera að taka við fyrirmælum frá Ingólfi forstjóra og hún sagði að það væri þannig samkvæmt strúktúrnum. Það sem ég hafði áhyggjur af, og sagði henni, var að Ingólfur væri líka yfir Kínaveggjunum, að hann væri yfir öðrum deildum líka. Þá sagði hún að það væri ekki mitt að hafa áhyggjur af því heldur hans.” Einar benti svo á, líkt og kemur fram í gögnum málsins, að Ingólfur hafi verið í sambandi við eigin viðskipti flesta daga. Aðspurður hvort að ákvarðanavald varðandi magn og gengi tilboða hafi legið hjá deild eigin viðskipta sagði Einar að svo hafi ekki verið. Saksóknari spurði hvort að hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli um að kaupa tiltekin bréf. „Ingólfur fylgdist með og hann gaf... ég man ekki alveg hvort það var þannig en fyrirmælin voru oft á tíðum nokkuð nákvæm.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Þinghaldi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í morgun. Það átti að hefjast klukkan 9 en fresta þurfti því um klukkutíma vegna bilunar í tölvukerfi dómsins. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Hann flutti enga yfirlýsingu við upphaf skýrslutöku þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins, eins og hefur verið algengt hjá sakborningum í hrunmálunum svokölluðu. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans hvað varðar viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum. Eiga þau viðskipti að hafa farið fram með það að augnamiði að halda gengi bréfanna uppi.Áttaði sig ekki strax á hver réði öllu Líkt og áður spyr saksóknari mikið út í samskipti þeirra sem eru ákærðir í málinu en Einar var næsti yfirmaður verðbréfasalanna Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar sem sáu aðallega um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta. Pétur og Birnir gáfu skýrslu fyrir dómi í seinustu viku og sögðust hafa fengið fyrirmæli um viðskiptin ýmist frá Einari eða Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Saksóknari spurði Einar út í samskipti hans við Ingólf á ákærutímabilinu. „Við áttum ágæt samskipti þarna. Eftir að ég byrjaði þarna í apríl 2007 var ég smá tíma að átta mig hvernig hlutirnir voru og ég áttaði mig ekki alveg á hver ræður öllu þarna. Samskiptin við Ingólf urðu svo meiri um haustið 2007,” svaraði Einar.„Víðsjárverðir tímar“ Björn spurði hann þá sérstaklega út í samskipti Ingólfs varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi. Sagði Einar að samskiptin hafi ekki verið mikil til að byrja með en að þau hafi aukist mikið um haustið 2007 og jukust yfir ákærutímabilið. Einar sagði Ingólf hafa lagt línuna almennt varðandi deild eigin viðskipta. „Þetta var óvenjulegt tímabil, þetta ákærutímabil, þetta voru víðsjárverðir tímar. [...]. Varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi þá höfðum við þrjú hlutverk. Það var seljanleiki, svona óformleg viðskiptavakt, stöðutaka og svo að aðstoða miðlun bankans, til dæmis í stærri sölum. Maður fékk einhver svona skilaboð og svo var verið að leiðbeina manni meira eftir því sem leið á tímabilið, hvernig við ættum að haga þessum þremur liðum.” Saksóknari spurði þá hvort hann hafi sett spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta. Svaraði Einar því játandi. Spurður nánar út í áhyggjur sínar af afskiptum Ingólfs, sem veitti eigin viðskiptum meðal annars auknar heimildir til að kaupa bréf í Kaupþingi, sagði Einar:Fékk nokkuð nákvæm fyrirmæli frá Ingólfi „Í byrjun var ég að velta fyrir mér sjálfstæði eigin viðskipta og skipulaginu. Það voru stór atriði þarna sem voru ekki eins og ég hélt. Ég hélt að deildin væri sjálfstæðari en þetta. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum við regluvörð hvort ég ætti að vera að taka við fyrirmælum frá Ingólfi forstjóra og hún sagði að það væri þannig samkvæmt strúktúrnum. Það sem ég hafði áhyggjur af, og sagði henni, var að Ingólfur væri líka yfir Kínaveggjunum, að hann væri yfir öðrum deildum líka. Þá sagði hún að það væri ekki mitt að hafa áhyggjur af því heldur hans.” Einar benti svo á, líkt og kemur fram í gögnum málsins, að Ingólfur hafi verið í sambandi við eigin viðskipti flesta daga. Aðspurður hvort að ákvarðanavald varðandi magn og gengi tilboða hafi legið hjá deild eigin viðskipta sagði Einar að svo hafi ekki verið. Saksóknari spurði hvort að hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli um að kaupa tiltekin bréf. „Ingólfur fylgdist með og hann gaf... ég man ekki alveg hvort það var þannig en fyrirmælin voru oft á tíðum nokkuð nákvæm.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19