Verkföll, sanngjörn vopn eða úreld samningsgerð? Björn Jóhannsson skrifar 26. apríl 2015 18:03 Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun