Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 10:01 Ingólfur Helgason fyrir miðri mynd. Vísir/GVA „Gleðilegt sumar!” sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, þegar 4. dagur aðalmeðferðar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í morgun. Birnir Sær Björnsson situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Birnir var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Hann er ákærður fyrir að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Á hann að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta bankans.Birnir Sær ráðfærir sig við lögmann sinn.Vísir/GVA„Leyfum því að sunka ef það er í lagi“ Saksóknari spyr Birni nú út úr viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi á einstökum dögum á ákærutímabilinu. Eru honum sýndar myndir og tölur úr kauphallarhermi auk þess sem borin eru undir hann símtöl og tölvupóstar. Nokkuð ljóst er af gögnum málsins að Ingólfur Helgason fylgdist náið með starfi eigin viðskipta Kaupþings og þeim starfsmönnum deildarinnar sem stunduðu viðskipti með bréf í bankanum. Símtal á milli Ingólfs og Birnis frá 5. desember 2007 var spilað: Birnir: „Við ætlum að vera víðir á því [...].” Ingólfur: „Já.” Birnir: „Opna niður og leyfum því að sunka ef það er í lagi.” Ingólfur: „Já, við ráðum ekki verðinu á svona degi, það er ljóst maður.” Björn spurði Birni hvað hann ætti við með því „að vera víðir á því.” „Mér sýnist ég bara vera að tala um tilhögun tilboða við opnun markaða [í hlutabréf Kaupþings] og hafa langt á milli þeirra. Það hefur eitthvað gerst þarna, einhverjar fréttir á markaði, sem kalla á óvissu,” svaraði Birnir.Tölvupóstar um kaup dagsins Þá var hann spurður hvað Ingólfur ætti við með „við ráðum ekki verðinu á svona degi.” Birnir sagðist ekki átta sig á hvað hann meinti, saksóknari yrði að spyrja Ingólf að því. Björn spurði þá hvort að Birnir hafi einhvern tíma talið að þeir væru að ráða verðinu í bréfum Kaupþings. Svaraði hann því neitandi. Fjöldi tölvupósta frá því í desember 2007 og janúar 2008 hafa verið bornir undir Birni. Í þeim upplýsir hann Ingólf og Einar Pálma um kaup dagsins í hlutabréfum Kaupþings. Aðspurður sagðist Birnir líklegast hafa sent slíka tölvupósta samkvæmt fyrirmælum yfirmannanna.„Láttu vaða aðeins í þetta“ Komið hefur fram að bæði Birnir og samstarfsmaður hans, Pétur Kristinn Guðmarsson, sem einnig er ákærður í málinu, hafi að vissu leyti haft nokkrar áhyggjur af hversu mikið bankinn var að kaupa í sjálfum sér. Í einu af símtölum Birnis við Ingólf Helgason frá því í janúar 2008 viðrar hann þessar áhyggjur sínar. Ingólfur: „Hvað ertu búinn að taka inn á í dag?” Birnir: „Í dag er ég búinn að taka alltof mikið.” [...] Ingólfur: „Láttu vaða aðeins í þetta. Það kemur þá bara inn á okkur.” Birnir: „Ókei, ég verð bara sterkur.” Ingólfur: „Já, við skulum vera tiltölulega sterkir.” Saksóknari spurði Birni hvað þeir forstjórinn hafi verið að ræða. „Við erum að tala um Kaupþingsbréf. Mér finnst ég hafa keypt of mikið.” Aðspurður hvort um hans mat á stöðunni sé að ræða svaraði Birnir að það væri greinilegt. Hann geri hins vegar ráð fyrir að í símtalinu sé Ingólfur að ræða við hann um að kaupa enn meira af bréfum í bankanum. Dagskrá gerir ráð fyrir að Birnir sitji fyrir svörum í dag og næstkomandi mánudag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu "Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku. 22. apríl 2015 15:33 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
„Gleðilegt sumar!” sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, þegar 4. dagur aðalmeðferðar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í morgun. Birnir Sær Björnsson situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Birnir var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Hann er ákærður fyrir að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Á hann að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta bankans.Birnir Sær ráðfærir sig við lögmann sinn.Vísir/GVA„Leyfum því að sunka ef það er í lagi“ Saksóknari spyr Birni nú út úr viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi á einstökum dögum á ákærutímabilinu. Eru honum sýndar myndir og tölur úr kauphallarhermi auk þess sem borin eru undir hann símtöl og tölvupóstar. Nokkuð ljóst er af gögnum málsins að Ingólfur Helgason fylgdist náið með starfi eigin viðskipta Kaupþings og þeim starfsmönnum deildarinnar sem stunduðu viðskipti með bréf í bankanum. Símtal á milli Ingólfs og Birnis frá 5. desember 2007 var spilað: Birnir: „Við ætlum að vera víðir á því [...].” Ingólfur: „Já.” Birnir: „Opna niður og leyfum því að sunka ef það er í lagi.” Ingólfur: „Já, við ráðum ekki verðinu á svona degi, það er ljóst maður.” Björn spurði Birni hvað hann ætti við með því „að vera víðir á því.” „Mér sýnist ég bara vera að tala um tilhögun tilboða við opnun markaða [í hlutabréf Kaupþings] og hafa langt á milli þeirra. Það hefur eitthvað gerst þarna, einhverjar fréttir á markaði, sem kalla á óvissu,” svaraði Birnir.Tölvupóstar um kaup dagsins Þá var hann spurður hvað Ingólfur ætti við með „við ráðum ekki verðinu á svona degi.” Birnir sagðist ekki átta sig á hvað hann meinti, saksóknari yrði að spyrja Ingólf að því. Björn spurði þá hvort að Birnir hafi einhvern tíma talið að þeir væru að ráða verðinu í bréfum Kaupþings. Svaraði hann því neitandi. Fjöldi tölvupósta frá því í desember 2007 og janúar 2008 hafa verið bornir undir Birni. Í þeim upplýsir hann Ingólf og Einar Pálma um kaup dagsins í hlutabréfum Kaupþings. Aðspurður sagðist Birnir líklegast hafa sent slíka tölvupósta samkvæmt fyrirmælum yfirmannanna.„Láttu vaða aðeins í þetta“ Komið hefur fram að bæði Birnir og samstarfsmaður hans, Pétur Kristinn Guðmarsson, sem einnig er ákærður í málinu, hafi að vissu leyti haft nokkrar áhyggjur af hversu mikið bankinn var að kaupa í sjálfum sér. Í einu af símtölum Birnis við Ingólf Helgason frá því í janúar 2008 viðrar hann þessar áhyggjur sínar. Ingólfur: „Hvað ertu búinn að taka inn á í dag?” Birnir: „Í dag er ég búinn að taka alltof mikið.” [...] Ingólfur: „Láttu vaða aðeins í þetta. Það kemur þá bara inn á okkur.” Birnir: „Ókei, ég verð bara sterkur.” Ingólfur: „Já, við skulum vera tiltölulega sterkir.” Saksóknari spurði Birni hvað þeir forstjórinn hafi verið að ræða. „Við erum að tala um Kaupþingsbréf. Mér finnst ég hafa keypt of mikið.” Aðspurður hvort um hans mat á stöðunni sé að ræða svaraði Birnir að það væri greinilegt. Hann geri hins vegar ráð fyrir að í símtalinu sé Ingólfur að ræða við hann um að kaupa enn meira af bréfum í bankanum. Dagskrá gerir ráð fyrir að Birnir sitji fyrir svörum í dag og næstkomandi mánudag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu "Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku. 22. apríl 2015 15:33 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10
Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu "Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku. 22. apríl 2015 15:33
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00