Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti 24. apríl 2015 09:00 Kristján Guðmundsson kom Keflavík í bikarúrslit í fyrra. vísir/daníel Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Keflavík áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en það er sama sæti og það hafnaði í síðasta sumar. Keflavík hefur verið samfleytt í efstu deild frá 2004 eftir að það vann 1. deildina 2003. Liðið á að baki fjóra Íslandsmeistaratitla, síðast 1973, og fjóra bikarmeistaratitla, síðast árið 2006. Kristján Guðmundsson er áfram þjálfari Keflavíkur, en undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari 2006 og var hársbreidd frá Íslandsmeistaratitlinum 2008. Hann stýrði Keflavík frá 2005-2009 og tók svo aftur við snemma sumars 2013. Hann er mikils metinn í Keflavík enda unnið mjög gott starf fyrir liðið og oft náð miklu út úr litlu. Kristján kom Keflavík í bikarúrslitin í fyrra. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐGRAF/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 2 stjörnur (af 5) Sóknin: 2 stjarna Þjálfarinn: 4 stjörnur Breiddin: 1 stjarna Liðsstyrkurinn: 3 stjörnur Hefðin: 3 stjörnurGuðjón Árni, Hörður Sveinsson og Hólmar Örn.vísir/daníel/hag/ómarÞRÍR SEM KEFLAVÍK TREYSTIR ÁGuðjón Árni Antoníusson: Annar af týndu sonunum sem er kominn heim. Guðjóni var stórkostlegur með FH 2012 þegar liðið varð Íslandsmeistari, en undanfarin misseri hefur hann lítið spilað vegna höfuðmeiðsla. Guðjón hefur verið að spila á miðjunni á undirbúningstímabilinu, en þar sem Keflavíkurliðið er hvað best sett á miðsvæðinu er erfitt að sjá Kristján ekki spila honum í hægri bakverðinum. Mjög öflugur varnarmaður og einn besti sóknarbakvörður landsins.Hörður Sveinsson: Búið er að margsanna að Hörður á að spila fyrir Keflavík. Á síðustu þremur heilu tímabilum sínum með Keflavík (2010, 2013 og 2014) skoraði hann 26 mörk í 59 leikjum, en aðeins tvö mörk í 29 leikjum á einni og hálfri leiktíð fyrir Val. Hörður er fljótur og virðist alltaf geta skorað um tíu mörk á tímabili sem Keflavík þarf á að halda á ný.Hólmar Örn Rúnarsson: Miðjumaðurinn sterki skapaði sér nafn í heimabænum áður en hann hélt í stutta stund í atvinnumennsku og síðar til FH þar sem hann varð Íslandsmeistari árið 2012. Þrátt fyrir mikla samkeppni hjá FH sýndi Hólmar jafnan gæði sín og kom sér í byrjunarliðið sama hversu mikil samkeppnin var. Hólmar er fæddur 1981 og er því á seinni stigum ferilsins, en hann á klárlega nóg eftir til að gefa Keflavík nokkur góð ár. Einn af betri miðjumönnum deildarinnar þegar hann er upp á sitt besta.Kiko Insa er öflugur miðvörður.vísir/vilhelmNýstirnið: Kiko Insa Spænski miðvörðurinn spilaði með Ólsurum sumarið 2013 og heillaði marga með krafti sínum og gæðum. Öflugur miðvörður sem lætur vel finna fyrir sér og getur auðveldlega farið í taugarnar á mótherjanum. Á það til að taka skrautleg hlaup með boltann fram á við, en nái Kristján því besta út úr Kiko er Keflavík klárlega komið með miðvörðinn sem það vantaði við hliðina á Haraldi Frey.Elías Már Ómarsson fór í atvinnumennsku.vísir/daníelMARKAÐURINNKomnir: Alexander Magnússon frá Grindavík Bergsteinn Magnússon í Leikni F. Guðjón Árni Antoníusson frá FH Hólmar Örn Rúnarsson frá FH Indriði Áki Þorláksson frá FH (Lán) Kiko Insa frá Lettlandi Richard Arends frá Hollandi Stefán Guðberg Sigurjónsson frá NjarðvíkFarnir: Andri Fannar Freysson í Njarðvík Aron Rúnarsson Heiðdal í Stjörnuna (Var á láni) Árni Freyr Ásgeirsson í Gróttu Elías Már Ómarsson í Valerenga Halldór Kristinn Halldórsson í Leikni Paul McShane í Reyni Sandgerði Ray Anthony Jónsson til Global Theodór Guðni Halldórsson í Njarðvík Jonas Sandqvist Endre Ove Brenne Keflvíkingar þurftu að sækja sér nýjan markvörð, en liðið saknar þess mikið að hafa traustan mann á borð við Ómar Jóhannsson á milli stanganna. Hollendingurinn Richard Arends er mættur sem fara tvennar sögur af, en hann þarf augljóslega að standa sig. Fái Keflavík að sjá sparihliðarnar á Kiko Insa er þar á ferð mjög öflugur miðvörður og svo eru auðvitað komnir heim Hólmar Örn og Guðjón Árni. Spili þeir alla leiki er Keflavík í fínum málum en Hólmar hefur verið meiddur í aðdraganda mótsins og Guðjón Árni alltaf tæpur vegna höfuðmeiðslanna. Liðið missti einn sinn helsta sóknarmann og efnilegasta leikmann Íslandsmótsins í fyrra, Elías Már Ómarsson, í atvinnumennsku, en hefur fengið Indriða Áka Þorláksson frá FH. Indriði fær væntanlega tækifæri til að sýna hvað í honum býr, en hann gæti spilað fyrir aftan Hörð í hinni vinsælu holu. Haldist Kiko Insa, Guðjón og Hólmar Örn heilir er þetta mikill liðsstyrkur fyrir Keflavíkurliðið, en væntangar liðsins til að gera betur en áttunda sæti velta svolítið á þessum þremur.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Hjörvar Hafliðason hefur í sex ár verið einn helsti sparkspekingur landsins þegar kemur að Pepsi-deildinni. Hann spilaði með HK, Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins á tíu ára ferli. Hjörvar verður einn af þremur sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar, en þetta er fimmta árið hans í þættinumKeflvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni á útivelli í fyrra.vísir/ernirSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Með frábæran þjálfara sem nær alltaf að gera góða hluti í Keflavík. Þá hefur liðið fengið Mána Pétursson aftur sem aðstoðarmann, en hann virðist ná ótrúlega vel til leikmanna Keflavíkur eins og sýndi sig 2013 og í mikilvægum leik gegn ÍBV í fyrra. Eru með mikla vinnslu inn á miðjunni og ættu ekki að gefa eftir miðsvæðið of auðveldlega í sínum leikjum.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Varnarleikurinn hefur verið vandamál á undirbúningstímabilinu, en liðið fékk á sig 16 mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum. Fyrir utan miðjuna er breiddin ekki mikil í öðrum stöðum og þá er markmannstaðan alltaf spurningamerki með nýjum manni.Keflavík tapaði bikarúrslitunum á lokasekúndunum með þessu marki Kjartans Henry Finnbogasonar.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Með Kristján í brúnni og Mána kominn aftur ofan á liðsstyrkinn í týndu sonunum er engin ástæða til að stefna ekki á Evrópubaráttu þó spárnar séu ekki sammála því. Höddi Sveins skorar alltaf sín tíu mörk og varnarleikurinn lagast með Kiko Insa. Erum með sterka miðju og stemningslið sem verður fyrir ofan miðja deild. Má ekki gleyma að við fórum í bikarúrslit í fyrra og erum búnir að styrkja liðið.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Það er of mikið að treysta á Hólmar Örn, sem er meiddur núna, og Guðjón Árna sem hefur aðeins spilað ellefu leiki síðustu tvö ár og nokkra þeirra sem varamaður. Markvörðurinn er spurningamerki og svo hefur heimavöllurinn verið að klikka. Við unnum aðeins þrjá heimaleiki í fyrra og skoruðum þar tólf mörk í ellefu leikjum. Á meðan við verðum þægilega fyrir ofan fallsvæðið er ég góður. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Keflavík áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en það er sama sæti og það hafnaði í síðasta sumar. Keflavík hefur verið samfleytt í efstu deild frá 2004 eftir að það vann 1. deildina 2003. Liðið á að baki fjóra Íslandsmeistaratitla, síðast 1973, og fjóra bikarmeistaratitla, síðast árið 2006. Kristján Guðmundsson er áfram þjálfari Keflavíkur, en undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari 2006 og var hársbreidd frá Íslandsmeistaratitlinum 2008. Hann stýrði Keflavík frá 2005-2009 og tók svo aftur við snemma sumars 2013. Hann er mikils metinn í Keflavík enda unnið mjög gott starf fyrir liðið og oft náð miklu út úr litlu. Kristján kom Keflavík í bikarúrslitin í fyrra. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐGRAF/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 2 stjörnur (af 5) Sóknin: 2 stjarna Þjálfarinn: 4 stjörnur Breiddin: 1 stjarna Liðsstyrkurinn: 3 stjörnur Hefðin: 3 stjörnurGuðjón Árni, Hörður Sveinsson og Hólmar Örn.vísir/daníel/hag/ómarÞRÍR SEM KEFLAVÍK TREYSTIR ÁGuðjón Árni Antoníusson: Annar af týndu sonunum sem er kominn heim. Guðjóni var stórkostlegur með FH 2012 þegar liðið varð Íslandsmeistari, en undanfarin misseri hefur hann lítið spilað vegna höfuðmeiðsla. Guðjón hefur verið að spila á miðjunni á undirbúningstímabilinu, en þar sem Keflavíkurliðið er hvað best sett á miðsvæðinu er erfitt að sjá Kristján ekki spila honum í hægri bakverðinum. Mjög öflugur varnarmaður og einn besti sóknarbakvörður landsins.Hörður Sveinsson: Búið er að margsanna að Hörður á að spila fyrir Keflavík. Á síðustu þremur heilu tímabilum sínum með Keflavík (2010, 2013 og 2014) skoraði hann 26 mörk í 59 leikjum, en aðeins tvö mörk í 29 leikjum á einni og hálfri leiktíð fyrir Val. Hörður er fljótur og virðist alltaf geta skorað um tíu mörk á tímabili sem Keflavík þarf á að halda á ný.Hólmar Örn Rúnarsson: Miðjumaðurinn sterki skapaði sér nafn í heimabænum áður en hann hélt í stutta stund í atvinnumennsku og síðar til FH þar sem hann varð Íslandsmeistari árið 2012. Þrátt fyrir mikla samkeppni hjá FH sýndi Hólmar jafnan gæði sín og kom sér í byrjunarliðið sama hversu mikil samkeppnin var. Hólmar er fæddur 1981 og er því á seinni stigum ferilsins, en hann á klárlega nóg eftir til að gefa Keflavík nokkur góð ár. Einn af betri miðjumönnum deildarinnar þegar hann er upp á sitt besta.Kiko Insa er öflugur miðvörður.vísir/vilhelmNýstirnið: Kiko Insa Spænski miðvörðurinn spilaði með Ólsurum sumarið 2013 og heillaði marga með krafti sínum og gæðum. Öflugur miðvörður sem lætur vel finna fyrir sér og getur auðveldlega farið í taugarnar á mótherjanum. Á það til að taka skrautleg hlaup með boltann fram á við, en nái Kristján því besta út úr Kiko er Keflavík klárlega komið með miðvörðinn sem það vantaði við hliðina á Haraldi Frey.Elías Már Ómarsson fór í atvinnumennsku.vísir/daníelMARKAÐURINNKomnir: Alexander Magnússon frá Grindavík Bergsteinn Magnússon í Leikni F. Guðjón Árni Antoníusson frá FH Hólmar Örn Rúnarsson frá FH Indriði Áki Þorláksson frá FH (Lán) Kiko Insa frá Lettlandi Richard Arends frá Hollandi Stefán Guðberg Sigurjónsson frá NjarðvíkFarnir: Andri Fannar Freysson í Njarðvík Aron Rúnarsson Heiðdal í Stjörnuna (Var á láni) Árni Freyr Ásgeirsson í Gróttu Elías Már Ómarsson í Valerenga Halldór Kristinn Halldórsson í Leikni Paul McShane í Reyni Sandgerði Ray Anthony Jónsson til Global Theodór Guðni Halldórsson í Njarðvík Jonas Sandqvist Endre Ove Brenne Keflvíkingar þurftu að sækja sér nýjan markvörð, en liðið saknar þess mikið að hafa traustan mann á borð við Ómar Jóhannsson á milli stanganna. Hollendingurinn Richard Arends er mættur sem fara tvennar sögur af, en hann þarf augljóslega að standa sig. Fái Keflavík að sjá sparihliðarnar á Kiko Insa er þar á ferð mjög öflugur miðvörður og svo eru auðvitað komnir heim Hólmar Örn og Guðjón Árni. Spili þeir alla leiki er Keflavík í fínum málum en Hólmar hefur verið meiddur í aðdraganda mótsins og Guðjón Árni alltaf tæpur vegna höfuðmeiðslanna. Liðið missti einn sinn helsta sóknarmann og efnilegasta leikmann Íslandsmótsins í fyrra, Elías Már Ómarsson, í atvinnumennsku, en hefur fengið Indriða Áka Þorláksson frá FH. Indriði fær væntanlega tækifæri til að sýna hvað í honum býr, en hann gæti spilað fyrir aftan Hörð í hinni vinsælu holu. Haldist Kiko Insa, Guðjón og Hólmar Örn heilir er þetta mikill liðsstyrkur fyrir Keflavíkurliðið, en væntangar liðsins til að gera betur en áttunda sæti velta svolítið á þessum þremur.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Hjörvar Hafliðason hefur í sex ár verið einn helsti sparkspekingur landsins þegar kemur að Pepsi-deildinni. Hann spilaði með HK, Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins á tíu ára ferli. Hjörvar verður einn af þremur sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar, en þetta er fimmta árið hans í þættinumKeflvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni á útivelli í fyrra.vísir/ernirSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Með frábæran þjálfara sem nær alltaf að gera góða hluti í Keflavík. Þá hefur liðið fengið Mána Pétursson aftur sem aðstoðarmann, en hann virðist ná ótrúlega vel til leikmanna Keflavíkur eins og sýndi sig 2013 og í mikilvægum leik gegn ÍBV í fyrra. Eru með mikla vinnslu inn á miðjunni og ættu ekki að gefa eftir miðsvæðið of auðveldlega í sínum leikjum.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Varnarleikurinn hefur verið vandamál á undirbúningstímabilinu, en liðið fékk á sig 16 mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum. Fyrir utan miðjuna er breiddin ekki mikil í öðrum stöðum og þá er markmannstaðan alltaf spurningamerki með nýjum manni.Keflavík tapaði bikarúrslitunum á lokasekúndunum með þessu marki Kjartans Henry Finnbogasonar.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Með Kristján í brúnni og Mána kominn aftur ofan á liðsstyrkinn í týndu sonunum er engin ástæða til að stefna ekki á Evrópubaráttu þó spárnar séu ekki sammála því. Höddi Sveins skorar alltaf sín tíu mörk og varnarleikurinn lagast með Kiko Insa. Erum með sterka miðju og stemningslið sem verður fyrir ofan miðja deild. Má ekki gleyma að við fórum í bikarúrslit í fyrra og erum búnir að styrkja liðið.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Það er of mikið að treysta á Hólmar Örn, sem er meiddur núna, og Guðjón Árna sem hefur aðeins spilað ellefu leiki síðustu tvö ár og nokkra þeirra sem varamaður. Markvörðurinn er spurningamerki og svo hefur heimavöllurinn verið að klikka. Við unnum aðeins þrjá heimaleiki í fyrra og skoruðum þar tólf mörk í ellefu leikjum. Á meðan við verðum þægilega fyrir ofan fallsvæðið er ég góður.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00