Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 75-74 | Hildur var hetjan í lokin Óskar Ófeigur Jónsson í Stykkishólmi skrifar 22. apríl 2015 13:34 Gunnhildur Gunnarsdóttir fagnar hér Hildi Sigurðardóttur í lok leiksins. vísir/óój Snæfell er komið í 1-0 eftir dramatískan 75-74 sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Hildur Sigurðardóttir tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni þegar 5,9 sekúndur voru eftir en Snæfellsliðið var þá búið að missa niður tíu stiga forskot á þriggja mínútna kafla í lok leiksins. Birna Valgarðsdóttir sem átti frábæra innkomu af bekknum hjá Keflavík hafði áður skorað úr tveimur vítum og komið Keflavík yfir en Hildur kom sér á línuna og tryggði sínu liði sigurinn. Snæfellsliðið komst tíu stigum yfir í fyrri hálfleik og tólf stigum yfir í þeim síðari en gestirnir úr Keflavík hættu aldrei og náðu meðal annars fimm stiga forskoti í hálfleik, 45-40, með frábærum lokakafla. Það var eins og Keflavík ætlaði að endurtaka leikinn í lok leiksins en Snæfellsliðið átti lokaorðið og tryggði sér sinn fjórða sigur í röð í lokaúrslitunum en liðið vann alla þrjá leiki sína í úrslitaeinvíginu í fyrra. Leikurinn var æsispennandi og lofar heldur betur góðu fyrir restina af úrslitaeinvíginu. Keflavíkurkonur sýndu styrk með því að gefast ekki upp og vinna sig inn í leikinn en Snæfellsliðið tókst að landa sigrinum þrátt fyrir að missa hina bandarísku Kristen McCarthy af velli með fimm villur fyrir lokasóknina. Hildur Sigurðardóttir kórónaði frábæran leik sinn með því að setja niður sigurstigin en hún var með 21 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Kristen McCarthy skroaði 32 stig og tók 12 fráköst og Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði mikilvæar körfu í seinni hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir átti mjög góðan leik, kom með 15 stig inn af bekknum og nýtti öll tíu vítin sín. Carmen Tyson-Thomas var mjög öflug með 28 stig og 13 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir skoraði fimmtán stig. Bæði lið gerðu mikið af mistökum í upphafi leiks en Keflavíkurkonur komust í 11-7 um miðjan fyrsta leikhlutann. Snæfellsliðið átti hinsvegar flottan lokasprett í leikhlutanum sem skilaði liðinu 22-18 forystu. Kristen McCarthy var öflug á þessum kafla fyrir Snæfell. Hildur Sigurðadóttir skoraði síðan níu stig á fyrstu fjórum mínútum annars leikhlutans og hjálpaði Snæfellsliðinu að komast tíu stigum yfir, 33-23. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, tók þá vel heppnað leikhlé og kveikti í sínum stelpum. Keflavík vann síðustu sex mínútur hálfleiksins 22-7 þar sem Snæfellsliðið réð illa við það þegar Birna Valgarðsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir keyrðu á körfuna. Birna, sem átti frábæra innkomu í leiknum, er búin að setja niður öll átta vítin sín í leiknum en allt Snæfellsliðið hefur hitt úr 5 af 8 vítum sínum. Snæfell skoraði fimmtán fyrstu stig seinni hálfleiksins og komst í 55-45. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði fyrstu stig Keflavíkur í seinni hálfleik þegar sjö mínútur og 45 sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Snæfell hélt góðu forskoti allt þar til að tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Gunnhildur Gunnarsdóttir kom þá liðinu ellefu stigum yfir eftir glæsilegt hraðaupphlaup. Keflavíkurkonur unnu muninn hinsvegar hratt upp á lokakaflanum með Carmen Tyson-Thomas í fararbroddi. Carmen Tyson-Thomas skoraði átta stig á stuttum tíma og minnkaði muninn síðan í eitt stig, 73-72, með þriggja stiga körfu þegar hálf mínúta var eftir. Kristen McCarthy tók þá óskynsamlegt skot og fékk síðan fimmtu villuna í baráttunni um frákastið. Birna Valgarðsdóttir setti bæði vítin niður og kom Keflavík í 74-73. Hildur Sigurðardóttir kom sér hinsvegar á vítalínuna eins og áður sagði og tryggði sínu liði sigurinn.Hildur: Ég ætlaði að vinna þennan leik Hildur Sigurðardóttir sýndi að hún er með stáltaugar þegar hún tryggði Snæfelli 75-74 sigur í leik eitt á móti Keflavík með því að setja niður tvö vítaskot þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum. „Já ég var með taugar í þetta. Ég var aldrei að fara að tapa þessum leik," sagði Hildur skælbrosandi eftir leikinn en hún var með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst í kvöld. „Við vorum komnar með gott forskot framan af leiknum en svo misstum við það niður undir lokin. Það var sætt að klára þetta," sagði Hildur sem vildi þó ekki gera of mikið úr vítaskotunum sínum. „Ég veit að ég get hitt úr vítum og ég ætlaði að vinna þennan leik. Ég var bara að hugsa um það á vítalínunni," sagði Hildur. „Þetta er hörku rimma á móti þeim. Við megum ekkert slaka á eða missa einbeitinguna því þá eru þær komnar framúr okkur. Það sást í leiknum í kvöld því um leið og við fórum út úr okkar leik þá voru þær komnar að okkur eða framúr okkur," sagði Hildur. Snæfell var ekki með hina bandarísku Kristen McCarthy í lokin því hún var komin með fimm villur. "Auðvitað svitnaði maður aðeins meira. Við eigum góðar minningar frá því að spila kanalausar í úrslitunum í fyrra og ég hafði því ekki áhyggjur af einni mínútu í dag," sagði Hildur. „Ég fann það strax í morgun að ég var létt á mér í dag. Ég sagði Inga að ég væri búin að vera pínu löt síðustu tvo daga en í dag var ég komin með þörfina fyrir því að taka vel á því. Ég kann ágætlega orðið á líkamann minn," sagði Hildur sem var öðrum fremur besti maður vallarsins í leiknum í kvöld.Gunnhildur: Það var gott að þær brutu á Hildi Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 7 af 10 stigum sínum í seinni hálfleik og körfur hennar á lokakafla leiksins komu á mikilvægum tímum fyrir Snæfellisliðið. „Þetta var mikil dramatík. Það er best að vinna svona leiki og ég hefði bara ekki komist yfir það að tapa þessu," sagði Gunnhildur kát í leikslok. „Mér fannst við vera með þetta en þú stoppar aldrei á móti Keflavík. Þú verður bara að spila í 40 mínútur á móti þeim og það sýndi sig í fyrri hálfleiknum. Ég veit ekki hvort að við fórum að slaka á en þær breyttu um vörn og við fórum að vera ragar," sagði Gunnhildur en Keflavíkurliðið vann síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiksins 22-7 og komst fimm stigum yfir fyrir hálfleik. „Við þorðum ekki að taka skotin okkar og þorðum ekki að keyra á körfuna. Þær komust því yfir í hálfleik en við ætluðum að sýna þeim að við erum hérna til þess að sækja sigur og ekker annað," sagði Gunnhildur. Hildur Sigurðardóttir tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni þegar 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég treysti henni langbest fyrir þessu. Það var gott að þær brutu á Hildi. Hún var búin að spila vel og þetta var kannski besti leikurinn hennar í allan vetur að mínu mati," sagði Gunnhildur. „Vonandi náum við að halda þessu "efforti" hjá liðinu í næstu leikjum. Þetta verður rosalega sería og við vissum það fyrir fram því þessi lið eru bestu liðin á Íslandi í dag. Þetta er bara hörku sería fyrir körfuboltann," sagði Gunnhildur að lokum.Birna: Það má ekki gleyma Hillí Birna Valgarðsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Keflavík í kvöld en það vakti athygli að Sigurður Ingimundarson sendi hana seint inn á völlinn. Það munaði ekki miklu að Birna tryggði Keflavík sigurinn því hún kom liðinu einu stigi yfir þegar sautján sekúndur voru eftir. „Það var ekki alveg á planinu hjá okkur að missa þær svona langt frá okkur en svona eru þessir leikir bara. Annað liðið tekur sprettinn og við vorum bara heppnar að koma til baka en því miður töpuðum við þessu," sagði Birna. „Ég var að vona að ég hefði tryggt sigurinn með því að setja niður vítin en það má ekki gleyma Hillí (Hildi Sigurðardóttur). Hún er alveg ótrúleg og setur þessi bæði víti niður. Þetta var svekkjandi," sagði Birna en hún kom seint inn á völlinn og spilaði bara í 21 mínútu. „Það þarf að hvíla lúin bein í svona keppnum. Ég kom inn og skilaði því sem ég gat. Vonandi verður næsti leikur jafnskemmtilegur og þessi. Staðan er bara 1-0 og það er nóg eftir. Þetta er bara að byrja," sagði Birna sem skoraði fimmtán stig og hitti úr 10 af 10 vítum sínum.Snæfell - Keflavík: Leikur eitt [Textalýsing]Leikurinn búinn, 75-74: Hildur Sigurðardóttir fær tvö víti þegar 5,9 sekúndur eru eftir. Hún skorar úr báðum og tryggir Snæfelli sigurinn. Carmen Tyson-Thomas nær ekki að skora úr síðastra skoti leiksins.4. leikhluti: 40. mín., 73-74: Carmen Tyson-Thomas minnkar muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og Birna fiskar síðan fimmtu villuna á Kristen McCarthy. Birna fær tvö víti þegar 17 sekúndur eru eftir og kemur Keflavík yfir. Ingi Þór tekur leikhlé. Snæfell hefur 17,4 sekúndur til að skora sigurkörfuna í leiknum.4. leikhluti: 40. mín., 73-69: Sara Rún Hinriksdóttir minnka muninn í þrjú stig. Kristen McCarthy nær bara að skora úr öðru víti sínu. 40 sekúndur eftir.4. leikhluti: 39. mín., 72-67: María Björnsdóttir nær sóknarfrákasti og kemst á vítallínuna. Skorar úr öðru en Kristen McCarthy nær sóknarfrákastinu.4. leikhluti: 39. mín., 71-67: Carmen Tyson-Thomas tekur enn eitt sóknafrákastið, skorar og fær víti að auki. Tyson-Thomas er komin með 25 stig og 13 fráköst og er öðrum fremur að koma Keflavíkurliðinu inn í leikinn. Tyson-Thomas skorar ekki úr vítinu og munurinn er fjögur stig.4. leikhluti: 38. mín., 69-63: Carmen Tyson-Thomas skorar fjögur stig í sömu sókninni eftir að hún tók sóknafrákast af víti sínu. Munurinn sex stig og mikil spenna komin í leikinn.4. leikhluti: 37. mín., 69-59: Bryndís Guðmundsdóttir skorar körfu og setur niður víti að auki. Kristen McCarthy svarar.4. leikhluti: 37. mín., 67-56: Gunnhildur með frábæra hraðaupphlaupskörfu eftir sjöundu stoðsendingu Hildar í leiknum.4. leikhluti: 36. mín., 65-56: Snæfellsliðið er enn að spila hörku vörn þótt að sóknarleikurinn gangi illa. Keflavíkurkonum gengur því illa að vinna upp muninn.4. leikhluti: 35. mín., 65-54: Kristen McCarthy skorar frábæra körfu eftir stoðsendingu frá Hildi. Hún er komin með 27 stig í leiknum.4. leikhluti: 35. mín., 62-54: Carmen Tyson-Thomas setur niður erfitt skot og minnkar muninn í átta stig. Sóknarleikur Snæfellsliðsins er í tómu tjóni þessa stundina og Keflavíkurkonur ættu að geta nýtt sér það.4. leikhluti: 33. mín., 62-52: Kristen McCarthy tapar tveimur boltum með stuttu millibili og virkar þreytt. Ingi Þór tekur leikhlé þegar 7:09 eru eftir af leiknum. Carmen Tyson-Thomas skorar fyrstu körfu Keflavíkur í leikhlutanum en það munar enn tíu stigum á liðunum.4. leikhluti: 32. mín., 62-50: Kristen McCarthy fær sína fjórðu villu þegar átta mínútur eru eftir þegar hún reyndi að stela boltanum langt út á velli. Þetta gæti reynst skeinuhætt fyrir Snæfellsliðið.4. leikhluti: 32. mín., 62-50: Gunnhildur kemur Snæfelli tólf stigum yfir með skemmtilegri körfu eftir að hafa keyrt á vörn Keflavíkurliðsins.4. leikhluti hafinn, 60-50: Keflavíkurkonur byrja með boltann en tapa honum í fyrstu sókn. Kristen McCarthy skorar fyrstu tvær körfur lokaleikhlutans en fékk líka sína þriðju villu.3. leikhluta lokið, 56-50: Birna Valgarðsdóttir skorar lokakörfu leikhlutans en það var nóg af sóknum eftir það. Hvorugt liðið náð að nýta þær og því munar sex stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-5.3. leikhluti: 29. mín., 56-48: Hildur Sigurðardóttir kemur sér á vítalínuna en setur bara annað. Snæfell er með átta stiga forystu.3. leikhluti: 29. mín., 55-48: Sara Rún Hinriksdóttir skorar langþráða körfu eftir 7 mínútna og 45 sekúndna bið. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, tekur samt leikhlé en staðan í leikhlutanum er 15-3 fyrir Snæfell þegar 1;51 mínúta er eftir.3. leikhluti: 27. mín., 55-45: Kristen McCarthy setur niður þrist og Keflavík er ekki enn búið að skora í leikhlutanum.3. leikhluti: 26. mín., 52-45: Hildur kemst á vítalínuna eftir þvílíka baráttu um frákast við Söndru Lind. Hildur skorar úr öðru vítinu en Snæfell nær sóknarfrákastinu og Gunnhildur skorar síðan stemningskörfu rétt áður en skotklukkan rennur út. Keflavík er enn ekki búið að skora í hálfleiknum eftir 5:42 mín.3. leikhluti: 24. mín., 49-45: 9-0 fyrir Snæfell eftir 3:58 mínútur og Sigurður sendir Birnu aftur inn á völlinn. Hún byrjar á því að stela boltanum og taka sóknafrákast.3. leikhluti: 24. mín., 49-45: Snæfellsliðið er komið fjórum stigum yfir eftir góða körfu frá Kristen McCarthy. Keflavík enn án stiga eftir rúmar þrjár mínútur í seinni hálfleiknum.3. leikhluti: 23. mín., 47-45: Snæfellsliðið hefur byrjað seinni hálfleikinn 7-0 og Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé. Kannski væri ráð að henda Birnu aftur inn á völlinn.3. leikhluti: 22. mín., 47-45: Hildur Sigurðardóttir, hjá Snæfelli, skorar fyrstu körfu seinni hálfleiksins fyrir utan þriggja stiga línuna. Hugrún Eva Valdimarsdóttir jafnar metin í næstu sókn og Hildur skorar síðan sirkuskörfu og kemur Snæfelli aftur yfir. Hildur er komin með 17 stig í leiknum.Seinni hálfleikur hafinn, 40-45: Keflavíkurkonur byrja með boltann í seinni hálfleiknum og geta bætt við forystu sína.Hálfleikur, 40-45: Keflavíkurkonur voru lentar tíu stigum undir eftir fjórar mínútur í öðrum leikhluta en þá tók Sigurður Ingimundarson vel heppnað leikhlé og kveikti í sínum stelpum. Keflavík vann síðustu sex mínútur hálfleiksins 22-7 þar sem Snæfellsliðið réð illa við það þegar Birna Valgarðsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir keyrðu á körfuna. Birna, sem átti frábæra innkomu í leiknum, er búin að setja niður öll átta vítin sín í leiknum en allt Snæfellsliðið hefur hitt úr 5 af 8 vítum sínum.Hálfleikur, 40-45: Carmen Tyson-Thomas fær tækifæri til að koma Keflavík sex stigum yfir, þremur sekúndum fyrir leikslok en setur bara niður annað af vítum sínum. Keflavíkurkonur eru með fimm stiga forskot í hálfleik. Tyson-Thomas er stigahæst hjá Keflavík með 13 stig en Birna hefur skorað 11 stig þar af komu átta þeirra af vítalínunni. Kristen McCarthy er með 16 stig hjá Snæfelli og Hildur hefur skorað 12 stig.2. leikhluti: 10. mín., 40-44: Berglind Gunnarsdóttir lendir í samstuði og fer greinilega aftur úr axlarlið. Hún finnur mikið til og spilar líklega ekki meira með í kvöld. Áfall fyrir Snæfell og Ingi Þór tekur leikhlé þegar 14 sekúndur eru eftir. Keflavík á boltann.2. leikhluti: 10. mín., 40-44: Sara Rún Hinriksdóttir kemur Keflavík fjórum stigum yfir og er nú komin með tíu stig í leiknum.2. leikhluti: 10. mín., 40-42: Birna Valgarðsdóttir smellir niður tveimur vítum til viðbótar og Keflavík er tveimur stigum yfir.2. leikhluti: 9. mín., 40-40: Carmen Tyson-Thomas skorar eftir fllotta stoðsendingu hjá Ingunni Emblu og Sara Rún kemur sér á vítalínuna og jafnar metin með því að setja annað vítið sitt niður.2. leikhluti: 8. mín., 39-37: Birna Valgarðsdóttir er öflug að keyra á körfuna og koma sér á vítalínuna. Setur síðan niður fjögur víti á stuttum tíma og minnkar muninn í tvö stig á ný.2. leikhluti: 7. mín., 39-33: Kristen McCarthy tekur til sinna ráða, skorar fjögur stig á smátíma og kemur muninum aftur upp í sex stig.2. leikhluti: 6. mín., 35-33: Sara Rún Hinriksdóttir skorar úr hraðaupphlaupi og minnkar muninn niður í tvö stig. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé. 10-2 sprettur hjá Keflavík á stuttum tíma.2. leikhluti: 5. mín., 35-31: Keflavíkurkonur setja niður þrista í tveimur sóknum í röð, Ingunn Embla og Birna. Bryndís skorar síðan inn í teig og munurinn er kominn niður í fjögur stig.2. leikhluti: 4. mín., 33-23: Hildur Sigurðardóttir er í miklum ham og Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, verður að taka leikhlé enda Hildur búin að skora fjórum stigum meira en allt Keflavíkurliðið í leikhlutanum (9-5). Snæfellskonur eru tíu stigum yfir.2. leikhluti: 3. mín., 31-23: Hildur Sigurðardóttir skorar með gegnumbroti og er komin með sjö stig í leikhlutanum og tíu stig alls.2. leikhluti hafinn, 27-18: Hildur Sigurðardóttir byrjar leikhlutann á því að smella niður þristi og Keflavíkurliðið tapar síðan boltanum í næstu sókn. Hildur skorar aftur og nú munar níu stigum á liðunum.1. leikhluta lokið, 22-18: Helga Hjördís Björgvinsdóttir hjá Snæfelli og Sara Rún Hinriksdóttir setti báðar niður þrista en lokastig leikhlutans skorar Helga Hjördís eftir frábært hlaup án bolta. Snæfell er fjórum stigum yfir. Kristen McCarthy með 9 stig hjá Snæfelli og Helga Hjördís 5. Carmen Tyson-Thomas með sjö stig hjá Keflavík og Sara Rún er með fimm stig.1. leikhluti: 9. mín., 17-13: Kristen McCarthy er óstövandi þessa stundina og kemur Snæfelli fjórum stigum yfir. Hún er komin með níu stig.1. leikhluti: 7. mín., 10-11: Ingunn Embla Kristínardóttir kemur Keflavík fjórum stigum yfir á vítalínunni en Gunnhildur Gunnarsdóttir smellir niður þrist í næstu sókn og munurinn er eitt stig.1. leikhluti: 6. mín., 7-9: Það er mikil spenna í leikmönnum og bæði lið eru að gera talsvert af mistökum í upphafi leiks.1. leikhluti: 5. mín., 7-9: Sandra Lind Þrastardóttir skorar eftir sóknarfrákast og Carmen Tyson-Thomas skorar síðan fyrstu þriggja stiga körfu lokaúrslitanna. Keflavíkurkonur eru komnar yfir.1. leikhluti: 3. mín., 6-2: Hildur Sigurðardóttir kemur Snæfelli fjórum stigum yfir með því að setja niður tvö vítaskot.1. leikhluti: 2. mín., 4-2: Keflavíkurliðið tapar boltanum hvað eftir annað á upphafsmínútunum en Snæfellskonur hitta illa úr skotunum í upphafi leiks. 1. leikhluti hafinn, 2-0: Kristen Denise McCarthy skorar fyrstu körfu lokaúrslitanna í ár. Carmen Tyson-Thomas tapaði boltanum í fyrstu tveimur sóknum Keflavíkur.Fyrir leik: Símon skellir síðan Þorparanum með Pálma Gunnars á fóninn og þá vita allir að fjörið er að byrja í Fjárhúsinu.Fyrir leik: McCarthy, Gunnhildur, Hildur, Berglind og Hugrún byrja hjá Snæfelli í kvöld.Fyrir leik: Bryndís, Tyson-Thomas, Ingunn Embla, Sandra Lind og Sara Rún byrja hjá Keflavík í kvöld.Fyrir leik: Leikmannakynning er í gangi hjá Símoni Hjaltalín. Fyrsti leikur lokaúrslitanna 2015 er að fara að byrja eftir örfáar mínútur.Fyrir leik: Það er róleg stemmning í stúkunni en það er samt að fjölga og vonandi fá bæði liðin góðan stuðning í þessum mikilvæga leik.Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru þeir Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Gunnar Freyr Steinsson er eftirlitsdómari leiksins.Fyrir leik: Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, er með í kvöld en hún varð fyrir því óláni að fara úr axlarlið í leik eitt í undanúrslitunum. Berglind er mikið hörkutól, en hún missti bara úr einn leik og var með í leik þrjú og leik fjögur. Snæfell tapaði eina leiknum án hennar í undanúrslitaeinvíginu á móti Grindavík.Fyrir leik: Stuðningsmannarúta Keflvíkinga bilaði á leiðinni og hefur enn ekki skilað sér í Fjárhúsið í Hólminum nú þegar tuttugu mínútur eru í leikinn. Rútan nær þó vonandi í hús fyrir fyrsta flaut.Fyrir leik: Það var nóg að gera hjá Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, að teipa sína leikmenn fyrir leikinn. Hann er allt í öllu hjá liðinu eins og allir vita.Fyrir leik: Það eru liðin átta ár síðan að Keflavíkurliðið byrjaði úrslitaeinvígið á útivelli en það gerðist síðast hjá liðinu í lokaúrslitunum vorið 2007. Keflavík var með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu 2008, 2011 og 2013.Fyrir leik: Keflavíkurliðið kom frekar seint í hús í Hólminum og upphitun liðsins er ekki enn hafin 35 mínútum fyrir leik. Keflavíkurstelpurnar byrja loksins að hita upp 31 mínútu fyrir leikinn og hafa því svo sem fínan tíma til að koma sér í rétta gírinn.Fyrir leik: Snæfell er komið í lokaúrslitin annað árið í röð og í annað skiptið í sögu félagsins. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrra eftir 3-0 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik: Kvennalið Keflavíkur er að spila til úrslita um titilinn í sautjánda sinn. Liðið hefur unnið ellefu sinnum en fimm sinnum þurft að sætta sig við silfur.Fyrir leik: Keflavík hefur unnið þrjú síðustu úrslitaeinvígi sín um Íslandsmeistaratitilinn (2008, 2011 og 2013) og alls 9 af síðustu 10 leikjum sínum í lokaúrslitum kvenna.Fyrir leik: Snæfell og Keflavík mættust fjórum sinnum í deildarkeppninni á tímabilinu og unnu einn sigur á hverjum stað. Keflavík vann fyrri leikinn í Stykkishólmi (83-68) og seinni leikinn í Keflavík (85-72). Snæfell vann aftur á móti fyrri leikinn í Keflavík (76-71) og seinni leikinn í Hólminum (86-66).Fyrir leik: Keflavík sló Snæfellsliðið út í undanúrslitum bikarkeppninnar með 81-64 sigri í Keflavík í lok janúar þar sem Keflavíkurkonur unnu alla fjóra leikhlutana (16-15, 17-14, 21-15 og 27-20).Fyrir leik: Liðið með heimavallarrétt í lokaúrslitunum hefur unnið titillinn í tólf síðustu skipti eða allt frá því að KR vann ÍS vorið 2002. Síðan þá hefur liðið sem endaði ofar í töflunni fagnað sigri í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik: Birna Valgarðsdóttir hjá Keflavík er að bæta sitt eigið með því að taka þátt í sínum tólftu lokaúrslitum á ferlinum en fyrstu lokaúrslit hennar voru vorið 1999.Fyrir leik: Gunnhildur Gunnarsdóttir, bakvörður Snæfells, er eini leikmaður lokaúrslitanna í ár sem hefur verið með í þremur af síðustu fjórum úrslitaeinvígum um titilinn en hún spilað með Haukum 2012 og 2014.Fyrir leik: Gunnhildur Gunnarsdóttir er að spila sinn þriðja leik í lokaúrslitum í Fjárhúsinu í Stykkishólmi en jafnframt þann fyrsta í búningi Snæfells sem er hennar uppeldisfélag.Fyrir leik: Sara Rún Hinriksdóttir úr Keflavík skoraði 17,0 stig að meðaltali í seríunni á móti Haukum og var bæði stigahæsti og framlagshæsti íslenski leikmaðurinn í undanúrslitunum.Fyrir leik: Kristen McCarthy hjá Snæfelli skoraði 32,3 stig að meðaltali í fjórum leikjum Snæfell í undanúrslitunum og varð stigahæsti leikmaðurinn í undanúrslitunum. Fyrir leik: Snæfellsliðið getur orðið fyrsta kvennaliðið í átta ár til að verja titilinn eða síðan að Haukarnir unnu Íslandsmeistaratitilinn tvo ár í röð frá 2006 til 2007.Fyrir leik: Þetta verður tíundi leikurinn í úrslitaeinvígi í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Karlaliðið spilaði sjö heimaleiki í lokaúrslitum á árunum 2004 til 2010 og kvennaliðið er að spila sinn þriðja heimaleik í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Fjárhúsið í Stykkishólmi. Hér verður fylgst með fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 eftir dramatískan 75-74 sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Hildur Sigurðardóttir tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni þegar 5,9 sekúndur voru eftir en Snæfellsliðið var þá búið að missa niður tíu stiga forskot á þriggja mínútna kafla í lok leiksins. Birna Valgarðsdóttir sem átti frábæra innkomu af bekknum hjá Keflavík hafði áður skorað úr tveimur vítum og komið Keflavík yfir en Hildur kom sér á línuna og tryggði sínu liði sigurinn. Snæfellsliðið komst tíu stigum yfir í fyrri hálfleik og tólf stigum yfir í þeim síðari en gestirnir úr Keflavík hættu aldrei og náðu meðal annars fimm stiga forskoti í hálfleik, 45-40, með frábærum lokakafla. Það var eins og Keflavík ætlaði að endurtaka leikinn í lok leiksins en Snæfellsliðið átti lokaorðið og tryggði sér sinn fjórða sigur í röð í lokaúrslitunum en liðið vann alla þrjá leiki sína í úrslitaeinvíginu í fyrra. Leikurinn var æsispennandi og lofar heldur betur góðu fyrir restina af úrslitaeinvíginu. Keflavíkurkonur sýndu styrk með því að gefast ekki upp og vinna sig inn í leikinn en Snæfellsliðið tókst að landa sigrinum þrátt fyrir að missa hina bandarísku Kristen McCarthy af velli með fimm villur fyrir lokasóknina. Hildur Sigurðardóttir kórónaði frábæran leik sinn með því að setja niður sigurstigin en hún var með 21 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Kristen McCarthy skroaði 32 stig og tók 12 fráköst og Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði mikilvæar körfu í seinni hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir átti mjög góðan leik, kom með 15 stig inn af bekknum og nýtti öll tíu vítin sín. Carmen Tyson-Thomas var mjög öflug með 28 stig og 13 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir skoraði fimmtán stig. Bæði lið gerðu mikið af mistökum í upphafi leiks en Keflavíkurkonur komust í 11-7 um miðjan fyrsta leikhlutann. Snæfellsliðið átti hinsvegar flottan lokasprett í leikhlutanum sem skilaði liðinu 22-18 forystu. Kristen McCarthy var öflug á þessum kafla fyrir Snæfell. Hildur Sigurðadóttir skoraði síðan níu stig á fyrstu fjórum mínútum annars leikhlutans og hjálpaði Snæfellsliðinu að komast tíu stigum yfir, 33-23. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, tók þá vel heppnað leikhlé og kveikti í sínum stelpum. Keflavík vann síðustu sex mínútur hálfleiksins 22-7 þar sem Snæfellsliðið réð illa við það þegar Birna Valgarðsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir keyrðu á körfuna. Birna, sem átti frábæra innkomu í leiknum, er búin að setja niður öll átta vítin sín í leiknum en allt Snæfellsliðið hefur hitt úr 5 af 8 vítum sínum. Snæfell skoraði fimmtán fyrstu stig seinni hálfleiksins og komst í 55-45. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði fyrstu stig Keflavíkur í seinni hálfleik þegar sjö mínútur og 45 sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Snæfell hélt góðu forskoti allt þar til að tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Gunnhildur Gunnarsdóttir kom þá liðinu ellefu stigum yfir eftir glæsilegt hraðaupphlaup. Keflavíkurkonur unnu muninn hinsvegar hratt upp á lokakaflanum með Carmen Tyson-Thomas í fararbroddi. Carmen Tyson-Thomas skoraði átta stig á stuttum tíma og minnkaði muninn síðan í eitt stig, 73-72, með þriggja stiga körfu þegar hálf mínúta var eftir. Kristen McCarthy tók þá óskynsamlegt skot og fékk síðan fimmtu villuna í baráttunni um frákastið. Birna Valgarðsdóttir setti bæði vítin niður og kom Keflavík í 74-73. Hildur Sigurðardóttir kom sér hinsvegar á vítalínuna eins og áður sagði og tryggði sínu liði sigurinn.Hildur: Ég ætlaði að vinna þennan leik Hildur Sigurðardóttir sýndi að hún er með stáltaugar þegar hún tryggði Snæfelli 75-74 sigur í leik eitt á móti Keflavík með því að setja niður tvö vítaskot þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum. „Já ég var með taugar í þetta. Ég var aldrei að fara að tapa þessum leik," sagði Hildur skælbrosandi eftir leikinn en hún var með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst í kvöld. „Við vorum komnar með gott forskot framan af leiknum en svo misstum við það niður undir lokin. Það var sætt að klára þetta," sagði Hildur sem vildi þó ekki gera of mikið úr vítaskotunum sínum. „Ég veit að ég get hitt úr vítum og ég ætlaði að vinna þennan leik. Ég var bara að hugsa um það á vítalínunni," sagði Hildur. „Þetta er hörku rimma á móti þeim. Við megum ekkert slaka á eða missa einbeitinguna því þá eru þær komnar framúr okkur. Það sást í leiknum í kvöld því um leið og við fórum út úr okkar leik þá voru þær komnar að okkur eða framúr okkur," sagði Hildur. Snæfell var ekki með hina bandarísku Kristen McCarthy í lokin því hún var komin með fimm villur. "Auðvitað svitnaði maður aðeins meira. Við eigum góðar minningar frá því að spila kanalausar í úrslitunum í fyrra og ég hafði því ekki áhyggjur af einni mínútu í dag," sagði Hildur. „Ég fann það strax í morgun að ég var létt á mér í dag. Ég sagði Inga að ég væri búin að vera pínu löt síðustu tvo daga en í dag var ég komin með þörfina fyrir því að taka vel á því. Ég kann ágætlega orðið á líkamann minn," sagði Hildur sem var öðrum fremur besti maður vallarsins í leiknum í kvöld.Gunnhildur: Það var gott að þær brutu á Hildi Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 7 af 10 stigum sínum í seinni hálfleik og körfur hennar á lokakafla leiksins komu á mikilvægum tímum fyrir Snæfellisliðið. „Þetta var mikil dramatík. Það er best að vinna svona leiki og ég hefði bara ekki komist yfir það að tapa þessu," sagði Gunnhildur kát í leikslok. „Mér fannst við vera með þetta en þú stoppar aldrei á móti Keflavík. Þú verður bara að spila í 40 mínútur á móti þeim og það sýndi sig í fyrri hálfleiknum. Ég veit ekki hvort að við fórum að slaka á en þær breyttu um vörn og við fórum að vera ragar," sagði Gunnhildur en Keflavíkurliðið vann síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiksins 22-7 og komst fimm stigum yfir fyrir hálfleik. „Við þorðum ekki að taka skotin okkar og þorðum ekki að keyra á körfuna. Þær komust því yfir í hálfleik en við ætluðum að sýna þeim að við erum hérna til þess að sækja sigur og ekker annað," sagði Gunnhildur. Hildur Sigurðardóttir tryggði Snæfelli sigurinn á vítalínunni þegar 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég treysti henni langbest fyrir þessu. Það var gott að þær brutu á Hildi. Hún var búin að spila vel og þetta var kannski besti leikurinn hennar í allan vetur að mínu mati," sagði Gunnhildur. „Vonandi náum við að halda þessu "efforti" hjá liðinu í næstu leikjum. Þetta verður rosalega sería og við vissum það fyrir fram því þessi lið eru bestu liðin á Íslandi í dag. Þetta er bara hörku sería fyrir körfuboltann," sagði Gunnhildur að lokum.Birna: Það má ekki gleyma Hillí Birna Valgarðsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Keflavík í kvöld en það vakti athygli að Sigurður Ingimundarson sendi hana seint inn á völlinn. Það munaði ekki miklu að Birna tryggði Keflavík sigurinn því hún kom liðinu einu stigi yfir þegar sautján sekúndur voru eftir. „Það var ekki alveg á planinu hjá okkur að missa þær svona langt frá okkur en svona eru þessir leikir bara. Annað liðið tekur sprettinn og við vorum bara heppnar að koma til baka en því miður töpuðum við þessu," sagði Birna. „Ég var að vona að ég hefði tryggt sigurinn með því að setja niður vítin en það má ekki gleyma Hillí (Hildi Sigurðardóttur). Hún er alveg ótrúleg og setur þessi bæði víti niður. Þetta var svekkjandi," sagði Birna en hún kom seint inn á völlinn og spilaði bara í 21 mínútu. „Það þarf að hvíla lúin bein í svona keppnum. Ég kom inn og skilaði því sem ég gat. Vonandi verður næsti leikur jafnskemmtilegur og þessi. Staðan er bara 1-0 og það er nóg eftir. Þetta er bara að byrja," sagði Birna sem skoraði fimmtán stig og hitti úr 10 af 10 vítum sínum.Snæfell - Keflavík: Leikur eitt [Textalýsing]Leikurinn búinn, 75-74: Hildur Sigurðardóttir fær tvö víti þegar 5,9 sekúndur eru eftir. Hún skorar úr báðum og tryggir Snæfelli sigurinn. Carmen Tyson-Thomas nær ekki að skora úr síðastra skoti leiksins.4. leikhluti: 40. mín., 73-74: Carmen Tyson-Thomas minnkar muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og Birna fiskar síðan fimmtu villuna á Kristen McCarthy. Birna fær tvö víti þegar 17 sekúndur eru eftir og kemur Keflavík yfir. Ingi Þór tekur leikhlé. Snæfell hefur 17,4 sekúndur til að skora sigurkörfuna í leiknum.4. leikhluti: 40. mín., 73-69: Sara Rún Hinriksdóttir minnka muninn í þrjú stig. Kristen McCarthy nær bara að skora úr öðru víti sínu. 40 sekúndur eftir.4. leikhluti: 39. mín., 72-67: María Björnsdóttir nær sóknarfrákasti og kemst á vítallínuna. Skorar úr öðru en Kristen McCarthy nær sóknarfrákastinu.4. leikhluti: 39. mín., 71-67: Carmen Tyson-Thomas tekur enn eitt sóknafrákastið, skorar og fær víti að auki. Tyson-Thomas er komin með 25 stig og 13 fráköst og er öðrum fremur að koma Keflavíkurliðinu inn í leikinn. Tyson-Thomas skorar ekki úr vítinu og munurinn er fjögur stig.4. leikhluti: 38. mín., 69-63: Carmen Tyson-Thomas skorar fjögur stig í sömu sókninni eftir að hún tók sóknafrákast af víti sínu. Munurinn sex stig og mikil spenna komin í leikinn.4. leikhluti: 37. mín., 69-59: Bryndís Guðmundsdóttir skorar körfu og setur niður víti að auki. Kristen McCarthy svarar.4. leikhluti: 37. mín., 67-56: Gunnhildur með frábæra hraðaupphlaupskörfu eftir sjöundu stoðsendingu Hildar í leiknum.4. leikhluti: 36. mín., 65-56: Snæfellsliðið er enn að spila hörku vörn þótt að sóknarleikurinn gangi illa. Keflavíkurkonum gengur því illa að vinna upp muninn.4. leikhluti: 35. mín., 65-54: Kristen McCarthy skorar frábæra körfu eftir stoðsendingu frá Hildi. Hún er komin með 27 stig í leiknum.4. leikhluti: 35. mín., 62-54: Carmen Tyson-Thomas setur niður erfitt skot og minnkar muninn í átta stig. Sóknarleikur Snæfellsliðsins er í tómu tjóni þessa stundina og Keflavíkurkonur ættu að geta nýtt sér það.4. leikhluti: 33. mín., 62-52: Kristen McCarthy tapar tveimur boltum með stuttu millibili og virkar þreytt. Ingi Þór tekur leikhlé þegar 7:09 eru eftir af leiknum. Carmen Tyson-Thomas skorar fyrstu körfu Keflavíkur í leikhlutanum en það munar enn tíu stigum á liðunum.4. leikhluti: 32. mín., 62-50: Kristen McCarthy fær sína fjórðu villu þegar átta mínútur eru eftir þegar hún reyndi að stela boltanum langt út á velli. Þetta gæti reynst skeinuhætt fyrir Snæfellsliðið.4. leikhluti: 32. mín., 62-50: Gunnhildur kemur Snæfelli tólf stigum yfir með skemmtilegri körfu eftir að hafa keyrt á vörn Keflavíkurliðsins.4. leikhluti hafinn, 60-50: Keflavíkurkonur byrja með boltann en tapa honum í fyrstu sókn. Kristen McCarthy skorar fyrstu tvær körfur lokaleikhlutans en fékk líka sína þriðju villu.3. leikhluta lokið, 56-50: Birna Valgarðsdóttir skorar lokakörfu leikhlutans en það var nóg af sóknum eftir það. Hvorugt liðið náð að nýta þær og því munar sex stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-5.3. leikhluti: 29. mín., 56-48: Hildur Sigurðardóttir kemur sér á vítalínuna en setur bara annað. Snæfell er með átta stiga forystu.3. leikhluti: 29. mín., 55-48: Sara Rún Hinriksdóttir skorar langþráða körfu eftir 7 mínútna og 45 sekúndna bið. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, tekur samt leikhlé en staðan í leikhlutanum er 15-3 fyrir Snæfell þegar 1;51 mínúta er eftir.3. leikhluti: 27. mín., 55-45: Kristen McCarthy setur niður þrist og Keflavík er ekki enn búið að skora í leikhlutanum.3. leikhluti: 26. mín., 52-45: Hildur kemst á vítalínuna eftir þvílíka baráttu um frákast við Söndru Lind. Hildur skorar úr öðru vítinu en Snæfell nær sóknarfrákastinu og Gunnhildur skorar síðan stemningskörfu rétt áður en skotklukkan rennur út. Keflavík er enn ekki búið að skora í hálfleiknum eftir 5:42 mín.3. leikhluti: 24. mín., 49-45: 9-0 fyrir Snæfell eftir 3:58 mínútur og Sigurður sendir Birnu aftur inn á völlinn. Hún byrjar á því að stela boltanum og taka sóknafrákast.3. leikhluti: 24. mín., 49-45: Snæfellsliðið er komið fjórum stigum yfir eftir góða körfu frá Kristen McCarthy. Keflavík enn án stiga eftir rúmar þrjár mínútur í seinni hálfleiknum.3. leikhluti: 23. mín., 47-45: Snæfellsliðið hefur byrjað seinni hálfleikinn 7-0 og Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé. Kannski væri ráð að henda Birnu aftur inn á völlinn.3. leikhluti: 22. mín., 47-45: Hildur Sigurðardóttir, hjá Snæfelli, skorar fyrstu körfu seinni hálfleiksins fyrir utan þriggja stiga línuna. Hugrún Eva Valdimarsdóttir jafnar metin í næstu sókn og Hildur skorar síðan sirkuskörfu og kemur Snæfelli aftur yfir. Hildur er komin með 17 stig í leiknum.Seinni hálfleikur hafinn, 40-45: Keflavíkurkonur byrja með boltann í seinni hálfleiknum og geta bætt við forystu sína.Hálfleikur, 40-45: Keflavíkurkonur voru lentar tíu stigum undir eftir fjórar mínútur í öðrum leikhluta en þá tók Sigurður Ingimundarson vel heppnað leikhlé og kveikti í sínum stelpum. Keflavík vann síðustu sex mínútur hálfleiksins 22-7 þar sem Snæfellsliðið réð illa við það þegar Birna Valgarðsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir keyrðu á körfuna. Birna, sem átti frábæra innkomu í leiknum, er búin að setja niður öll átta vítin sín í leiknum en allt Snæfellsliðið hefur hitt úr 5 af 8 vítum sínum.Hálfleikur, 40-45: Carmen Tyson-Thomas fær tækifæri til að koma Keflavík sex stigum yfir, þremur sekúndum fyrir leikslok en setur bara niður annað af vítum sínum. Keflavíkurkonur eru með fimm stiga forskot í hálfleik. Tyson-Thomas er stigahæst hjá Keflavík með 13 stig en Birna hefur skorað 11 stig þar af komu átta þeirra af vítalínunni. Kristen McCarthy er með 16 stig hjá Snæfelli og Hildur hefur skorað 12 stig.2. leikhluti: 10. mín., 40-44: Berglind Gunnarsdóttir lendir í samstuði og fer greinilega aftur úr axlarlið. Hún finnur mikið til og spilar líklega ekki meira með í kvöld. Áfall fyrir Snæfell og Ingi Þór tekur leikhlé þegar 14 sekúndur eru eftir. Keflavík á boltann.2. leikhluti: 10. mín., 40-44: Sara Rún Hinriksdóttir kemur Keflavík fjórum stigum yfir og er nú komin með tíu stig í leiknum.2. leikhluti: 10. mín., 40-42: Birna Valgarðsdóttir smellir niður tveimur vítum til viðbótar og Keflavík er tveimur stigum yfir.2. leikhluti: 9. mín., 40-40: Carmen Tyson-Thomas skorar eftir fllotta stoðsendingu hjá Ingunni Emblu og Sara Rún kemur sér á vítalínuna og jafnar metin með því að setja annað vítið sitt niður.2. leikhluti: 8. mín., 39-37: Birna Valgarðsdóttir er öflug að keyra á körfuna og koma sér á vítalínuna. Setur síðan niður fjögur víti á stuttum tíma og minnkar muninn í tvö stig á ný.2. leikhluti: 7. mín., 39-33: Kristen McCarthy tekur til sinna ráða, skorar fjögur stig á smátíma og kemur muninum aftur upp í sex stig.2. leikhluti: 6. mín., 35-33: Sara Rún Hinriksdóttir skorar úr hraðaupphlaupi og minnkar muninn niður í tvö stig. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé. 10-2 sprettur hjá Keflavík á stuttum tíma.2. leikhluti: 5. mín., 35-31: Keflavíkurkonur setja niður þrista í tveimur sóknum í röð, Ingunn Embla og Birna. Bryndís skorar síðan inn í teig og munurinn er kominn niður í fjögur stig.2. leikhluti: 4. mín., 33-23: Hildur Sigurðardóttir er í miklum ham og Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, verður að taka leikhlé enda Hildur búin að skora fjórum stigum meira en allt Keflavíkurliðið í leikhlutanum (9-5). Snæfellskonur eru tíu stigum yfir.2. leikhluti: 3. mín., 31-23: Hildur Sigurðardóttir skorar með gegnumbroti og er komin með sjö stig í leikhlutanum og tíu stig alls.2. leikhluti hafinn, 27-18: Hildur Sigurðardóttir byrjar leikhlutann á því að smella niður þristi og Keflavíkurliðið tapar síðan boltanum í næstu sókn. Hildur skorar aftur og nú munar níu stigum á liðunum.1. leikhluta lokið, 22-18: Helga Hjördís Björgvinsdóttir hjá Snæfelli og Sara Rún Hinriksdóttir setti báðar niður þrista en lokastig leikhlutans skorar Helga Hjördís eftir frábært hlaup án bolta. Snæfell er fjórum stigum yfir. Kristen McCarthy með 9 stig hjá Snæfelli og Helga Hjördís 5. Carmen Tyson-Thomas með sjö stig hjá Keflavík og Sara Rún er með fimm stig.1. leikhluti: 9. mín., 17-13: Kristen McCarthy er óstövandi þessa stundina og kemur Snæfelli fjórum stigum yfir. Hún er komin með níu stig.1. leikhluti: 7. mín., 10-11: Ingunn Embla Kristínardóttir kemur Keflavík fjórum stigum yfir á vítalínunni en Gunnhildur Gunnarsdóttir smellir niður þrist í næstu sókn og munurinn er eitt stig.1. leikhluti: 6. mín., 7-9: Það er mikil spenna í leikmönnum og bæði lið eru að gera talsvert af mistökum í upphafi leiks.1. leikhluti: 5. mín., 7-9: Sandra Lind Þrastardóttir skorar eftir sóknarfrákast og Carmen Tyson-Thomas skorar síðan fyrstu þriggja stiga körfu lokaúrslitanna. Keflavíkurkonur eru komnar yfir.1. leikhluti: 3. mín., 6-2: Hildur Sigurðardóttir kemur Snæfelli fjórum stigum yfir með því að setja niður tvö vítaskot.1. leikhluti: 2. mín., 4-2: Keflavíkurliðið tapar boltanum hvað eftir annað á upphafsmínútunum en Snæfellskonur hitta illa úr skotunum í upphafi leiks. 1. leikhluti hafinn, 2-0: Kristen Denise McCarthy skorar fyrstu körfu lokaúrslitanna í ár. Carmen Tyson-Thomas tapaði boltanum í fyrstu tveimur sóknum Keflavíkur.Fyrir leik: Símon skellir síðan Þorparanum með Pálma Gunnars á fóninn og þá vita allir að fjörið er að byrja í Fjárhúsinu.Fyrir leik: McCarthy, Gunnhildur, Hildur, Berglind og Hugrún byrja hjá Snæfelli í kvöld.Fyrir leik: Bryndís, Tyson-Thomas, Ingunn Embla, Sandra Lind og Sara Rún byrja hjá Keflavík í kvöld.Fyrir leik: Leikmannakynning er í gangi hjá Símoni Hjaltalín. Fyrsti leikur lokaúrslitanna 2015 er að fara að byrja eftir örfáar mínútur.Fyrir leik: Það er róleg stemmning í stúkunni en það er samt að fjölga og vonandi fá bæði liðin góðan stuðning í þessum mikilvæga leik.Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru þeir Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Gunnar Freyr Steinsson er eftirlitsdómari leiksins.Fyrir leik: Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, er með í kvöld en hún varð fyrir því óláni að fara úr axlarlið í leik eitt í undanúrslitunum. Berglind er mikið hörkutól, en hún missti bara úr einn leik og var með í leik þrjú og leik fjögur. Snæfell tapaði eina leiknum án hennar í undanúrslitaeinvíginu á móti Grindavík.Fyrir leik: Stuðningsmannarúta Keflvíkinga bilaði á leiðinni og hefur enn ekki skilað sér í Fjárhúsið í Hólminum nú þegar tuttugu mínútur eru í leikinn. Rútan nær þó vonandi í hús fyrir fyrsta flaut.Fyrir leik: Það var nóg að gera hjá Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, að teipa sína leikmenn fyrir leikinn. Hann er allt í öllu hjá liðinu eins og allir vita.Fyrir leik: Það eru liðin átta ár síðan að Keflavíkurliðið byrjaði úrslitaeinvígið á útivelli en það gerðist síðast hjá liðinu í lokaúrslitunum vorið 2007. Keflavík var með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu 2008, 2011 og 2013.Fyrir leik: Keflavíkurliðið kom frekar seint í hús í Hólminum og upphitun liðsins er ekki enn hafin 35 mínútum fyrir leik. Keflavíkurstelpurnar byrja loksins að hita upp 31 mínútu fyrir leikinn og hafa því svo sem fínan tíma til að koma sér í rétta gírinn.Fyrir leik: Snæfell er komið í lokaúrslitin annað árið í röð og í annað skiptið í sögu félagsins. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrra eftir 3-0 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik: Kvennalið Keflavíkur er að spila til úrslita um titilinn í sautjánda sinn. Liðið hefur unnið ellefu sinnum en fimm sinnum þurft að sætta sig við silfur.Fyrir leik: Keflavík hefur unnið þrjú síðustu úrslitaeinvígi sín um Íslandsmeistaratitilinn (2008, 2011 og 2013) og alls 9 af síðustu 10 leikjum sínum í lokaúrslitum kvenna.Fyrir leik: Snæfell og Keflavík mættust fjórum sinnum í deildarkeppninni á tímabilinu og unnu einn sigur á hverjum stað. Keflavík vann fyrri leikinn í Stykkishólmi (83-68) og seinni leikinn í Keflavík (85-72). Snæfell vann aftur á móti fyrri leikinn í Keflavík (76-71) og seinni leikinn í Hólminum (86-66).Fyrir leik: Keflavík sló Snæfellsliðið út í undanúrslitum bikarkeppninnar með 81-64 sigri í Keflavík í lok janúar þar sem Keflavíkurkonur unnu alla fjóra leikhlutana (16-15, 17-14, 21-15 og 27-20).Fyrir leik: Liðið með heimavallarrétt í lokaúrslitunum hefur unnið titillinn í tólf síðustu skipti eða allt frá því að KR vann ÍS vorið 2002. Síðan þá hefur liðið sem endaði ofar í töflunni fagnað sigri í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik: Birna Valgarðsdóttir hjá Keflavík er að bæta sitt eigið með því að taka þátt í sínum tólftu lokaúrslitum á ferlinum en fyrstu lokaúrslit hennar voru vorið 1999.Fyrir leik: Gunnhildur Gunnarsdóttir, bakvörður Snæfells, er eini leikmaður lokaúrslitanna í ár sem hefur verið með í þremur af síðustu fjórum úrslitaeinvígum um titilinn en hún spilað með Haukum 2012 og 2014.Fyrir leik: Gunnhildur Gunnarsdóttir er að spila sinn þriðja leik í lokaúrslitum í Fjárhúsinu í Stykkishólmi en jafnframt þann fyrsta í búningi Snæfells sem er hennar uppeldisfélag.Fyrir leik: Sara Rún Hinriksdóttir úr Keflavík skoraði 17,0 stig að meðaltali í seríunni á móti Haukum og var bæði stigahæsti og framlagshæsti íslenski leikmaðurinn í undanúrslitunum.Fyrir leik: Kristen McCarthy hjá Snæfelli skoraði 32,3 stig að meðaltali í fjórum leikjum Snæfell í undanúrslitunum og varð stigahæsti leikmaðurinn í undanúrslitunum. Fyrir leik: Snæfellsliðið getur orðið fyrsta kvennaliðið í átta ár til að verja titilinn eða síðan að Haukarnir unnu Íslandsmeistaratitilinn tvo ár í röð frá 2006 til 2007.Fyrir leik: Þetta verður tíundi leikurinn í úrslitaeinvígi í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Karlaliðið spilaði sjö heimaleiki í lokaúrslitum á árunum 2004 til 2010 og kvennaliðið er að spila sinn þriðja heimaleik í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Fjárhúsið í Stykkishólmi. Hér verður fylgst með fyrsta leik Snæfells og Keflavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira