Volcker vill umbylta fjármálaeftirliti ingvar haraldsson skrifar 20. apríl 2015 16:45 Paul Volcker, hinn 87 ára gamli fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill breyta eftirliti með fjármálastofnunum. vísir/afp Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vill umbylta og einfalda eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum. Market Watch greinir frá.Volcker sem nú er formaður the Volcker Alliance, samtaka sem hann stofnaði til að vinna að auknu trausti til stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í dag að þörf væri á fjármálaeftirliti fyrir 21. öldina. Í nýrri skýrslu frá Volcker Alliance er núverandi fjármálaeftirlit sagt „mjög brotakennt, úrelt og óskilvirkt.“ Í skýrslunni er m.a. lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna muni vera yfir eftirlit með fjármálastarfsemi. Nú er eftirlitið rekið í mörgum stofnunum sem fylgjast með mismunandi þáttum fjármálastarfsemi og því skortir á heildar yfirsýn. „Það bendir allt til þess að tími sé kominn að grípa til aðgerða,“ sagði hinn 87 ára gamli Volcker. Volcker hefur lengi talað fyrir breytingum í fjármálakerfinu. Frá 2009 til 2011 var hann yfir nefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði til að leggja fram tillögur um breytingar á fjármálakerfinu. Þar var Volcker reglan meðal tillagna sem kveður á um að bankar megi ekki eiga viðskipti í eigin reikning. Bandaríski seðlabankinn ákvað í desember síðastliðnum að bankar fengju tvö ár til viðbótar áður en þeir þyrftu að uppfylla skilyrði Volcker reglunnar.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira