Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 12:37 Pétur Kristinn Guðmarsson er hér lengst til vinstri ásamt nokkrum verjendum í málinu. vísir/gva „Markmiðið var að græða pening,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir dómi í morgun. Hann var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum bankans á því tímabili sem ákæran tekur til. Pétur er ákærður, ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Ingólfs Helgasonar og Einars Pálma Sigmundssonar.Bónusar starfsmanna tengdir því að græða sem mest Saksóknari, Björn Þorvaldsson, eyddi dágóðum tíma í morgun í að fara yfir hvaða hlutverk Pétur hafði hjá eigin viðskiptum, hvaða tilgang sú deild hafði og hvaða markmið. „Tilgangurinn var að skapa seljanleika, vera viðskiptavaki og stöðutaka,” sagði Pétur. Þegar lá fyrir að markmiðið deildarinnar hafi verið að græða pening spurði saksóknari hvort að bónusar starfsmanna hafi ekki verið tengdir því að græða pening? „Jú, mikið rétt,” svaraði Pétur.Björn Þorvaldsson er hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/gvaLítil sem engin samskipti við Hreiðar Má Þá var Pétur spurður út í hvaða yfirmenn sína hann hafði samskipti við. Hann nefndi ítrekað Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta. „Hann [Ingólfur] hafði samband við okkur og gaf okkur fyrirmæli.” Aðspurður hvort að algengt hafi verið að Ingólfur hafi haft beint samband við hann sagðist Pétur telja að svo hafi verið. Hann sagðist hins vegar haft lítil sem engin samskipti við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings-samstæðunnar. Hreiðar og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, hafi þó fengið upplýsingapósta, væntanlega um félög sem þeir vildu fylgjast með, að sögn Péturs, sem tók þó einnig fram að hann hafi ekki alveg vitað hvers vegna þeir hafi fengið póstana. Saksóknari spurði hann þá hvort að einhver breyting hafi orðið á samskiptum hans við sína yfirmenn á ákærutímabilinu. „Ég man ekki eftir því að samskiptin hafi eitthvað breyst en þau virðast hafa gert það miðað við gögnin sem þið hafið tekið saman.” Hann var þá spurður hvort hann muni eftir því að samskiptin hafi færst meira yfir í farsíma: „Nei, ég man það ekki en væntanlega hafa þau gert það út frá ykkar gögnum.”Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más, og Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar Einarssonar í réttarsal í morgun. Skjólstæðingar þeirra mættu ekki en þeir afplána nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins.vísir/gvaHlutabréfaverð í Kaupþingi ekkert óeðlilegt Pétur lagði á það mikla áherslu að það hafi ekki verið neitt óeðlilegt við það að starfsmenn eigin viðskipta hafi sett fram mikil kauptilboð í hlutabréf bankans. Þeir hafi einnig selt mikið. Að sama skapi hafi verðið á hlutabréfunum aldrei verið misvísandi eða óeðlilegt. Saksóknari spurði þá Pétur ítrekað hvort markmiðið hafi ekki verið að styðja við gengi hlutabréfanna. Svaraði hann því til að markmiðið hafi verið að fjárfesta í bankanum, enda hafi Kaupþing verið „einn besti banki í heiminum”, og vísaði Pétur þar í greiningar matsfyrirtækja á þessum tíma. „Ég er enn sannfærður um það að Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum. [...] Það er mín trú að ef hann hefði ekki fallið á þann máta sem var þá væri ég enn að vinna fyrir Kaupþing,” sagði Pétur. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Markmiðið var að græða pening,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir dómi í morgun. Hann var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum bankans á því tímabili sem ákæran tekur til. Pétur er ákærður, ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Ingólfs Helgasonar og Einars Pálma Sigmundssonar.Bónusar starfsmanna tengdir því að græða sem mest Saksóknari, Björn Þorvaldsson, eyddi dágóðum tíma í morgun í að fara yfir hvaða hlutverk Pétur hafði hjá eigin viðskiptum, hvaða tilgang sú deild hafði og hvaða markmið. „Tilgangurinn var að skapa seljanleika, vera viðskiptavaki og stöðutaka,” sagði Pétur. Þegar lá fyrir að markmiðið deildarinnar hafi verið að græða pening spurði saksóknari hvort að bónusar starfsmanna hafi ekki verið tengdir því að græða pening? „Jú, mikið rétt,” svaraði Pétur.Björn Þorvaldsson er hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/gvaLítil sem engin samskipti við Hreiðar Má Þá var Pétur spurður út í hvaða yfirmenn sína hann hafði samskipti við. Hann nefndi ítrekað Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta. „Hann [Ingólfur] hafði samband við okkur og gaf okkur fyrirmæli.” Aðspurður hvort að algengt hafi verið að Ingólfur hafi haft beint samband við hann sagðist Pétur telja að svo hafi verið. Hann sagðist hins vegar haft lítil sem engin samskipti við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings-samstæðunnar. Hreiðar og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, hafi þó fengið upplýsingapósta, væntanlega um félög sem þeir vildu fylgjast með, að sögn Péturs, sem tók þó einnig fram að hann hafi ekki alveg vitað hvers vegna þeir hafi fengið póstana. Saksóknari spurði hann þá hvort að einhver breyting hafi orðið á samskiptum hans við sína yfirmenn á ákærutímabilinu. „Ég man ekki eftir því að samskiptin hafi eitthvað breyst en þau virðast hafa gert það miðað við gögnin sem þið hafið tekið saman.” Hann var þá spurður hvort hann muni eftir því að samskiptin hafi færst meira yfir í farsíma: „Nei, ég man það ekki en væntanlega hafa þau gert það út frá ykkar gögnum.”Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más, og Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar Einarssonar í réttarsal í morgun. Skjólstæðingar þeirra mættu ekki en þeir afplána nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins.vísir/gvaHlutabréfaverð í Kaupþingi ekkert óeðlilegt Pétur lagði á það mikla áherslu að það hafi ekki verið neitt óeðlilegt við það að starfsmenn eigin viðskipta hafi sett fram mikil kauptilboð í hlutabréf bankans. Þeir hafi einnig selt mikið. Að sama skapi hafi verðið á hlutabréfunum aldrei verið misvísandi eða óeðlilegt. Saksóknari spurði þá Pétur ítrekað hvort markmiðið hafi ekki verið að styðja við gengi hlutabréfanna. Svaraði hann því til að markmiðið hafi verið að fjárfesta í bankanum, enda hafi Kaupþing verið „einn besti banki í heiminum”, og vísaði Pétur þar í greiningar matsfyrirtækja á þessum tíma. „Ég er enn sannfærður um það að Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum. [...] Það er mín trú að ef hann hefði ekki fallið á þann máta sem var þá væri ég enn að vinna fyrir Kaupþing,” sagði Pétur.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00