Stórir miðlar á borð við Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar hafa fjallað um umfjöllun og myndbirtingu Glamour af Alda Women hópnum þar sem því er hampað að vakin sé athygli á fegurð og fjölbreytileika.
Viðtalið við Ingu er tekið af Ólöfu Skaftadóttur, aðstoðarritstjóra Glamour og nær yfir átta síður í blaðinu en myndirnar tók Silja Magg. Þar er fjallað ítarlega um Alda Women-hópinn, hópur fyrirsætna af öllum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að hafa náð langt á ferli sínum.
Þær hvetja konur til að vera ánægðar með líkama sinn og hugsa um hann – þar sem aðaláhersla er lögð á hreysti en ekki fatastærðir. Hópurinn hefur hrist rækilega upp í tískuheiminum og til að mynda bönnuðu nýlega Frakkar með lögum notkun á of grönnum fyrirsætum svo eitthvað sé nefnt.


Myndirnar hennar Silju hafa sérstaklega vakið athygli en þar er meðal annars að finna mynd þar sem fyrirsæturnar sýna bera bossana, dansandi á húsþaki í New York. Neðar í fréttinni má finna myndband sem var tekið baksviðs í tökunum á dögunum.
Hér má lesa sýnishorn úr viðtalinu við Ingu sem má finna í heild sinn ásamt öllum myndunum í nýjasta Glamour, sem komið er í allar helstu verslanir.
Áfram @aldawomen Allt um þessar stórglæsilegu fyrirmyndir og íslensku fyrirsætuna Ingu Eiríks sem leiðir hópinn í nýjasta @glamouriceland ! Dansaðu inn í helgina með okkur @ingaerla @siljamagg @olofskaftadottir
A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 8, 2015 at 9:28am PDT