LeBron setti hárbandið aftur á sig og pakkaði Bulls saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 07:10 Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls, 108-91, á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jafnaði með því einvígið, 1-1. LeBron James, sem hefur spilað stóran hluta tímabilsins án hárbandsins fræga, setti það aftur á sig í nótt og þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. LeBron átti stórleik og skoraði 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann tróð eins og enginn væri morgundagurinn og lét gestina frá Chicago vita að þessi sería yrði engin gönguferð í garðinum fyrir Bulls þó Cleveland vanti Kevin Love og J.R. Smith. Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland, bætti við 21 stigi og þá kom James Jones inn af bekknum og skilaði 17 stigum fyrir heimamenn, en serían heldur nú til Chicago þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir. Hjá Chicago náði sér enginn almennilega á strik. Derrick Rose gældi við þrennu með 14 stigum, 10 stoðsendingum og 7 stoðsendignum. Hann hitti þó aðeins úr sex af 20 skotum sínum. LeBron James fer illa með Jimmy Butler: Houston Rockets jafnaði einnig einvígi sitt gegn Los Angeles Clippers, 1-1, með sigri á heimavelli, 115-09, í nótt. Eins og vanalega var James Harden stigahæstur hjá Houston, en hann lenti þó snemma í villuvandræðum og þurfti að sitja á bekknum stóran hluta þriðja leikhluta. Hann hafði þá skoraði 16 stig. Harden brást ekki samherjum sínum og skoraði 16 stig bara í fjórða leikhluta. Hann endaði með 32 stig og 7 stoðsendingar auk þess sem hann hitti úr öllum 15 vítaskotum sínum. Dwight Howard átti einnig stórleik og skoraði 24 stig og tók 16 fráköst, en allt byrjunarlið Houston skoraði yfir 10 stig. Blake Griffin var stigahæstur á vellinum, en hann skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir CLippers-liðið. Jamal Craword kom eins og alltaf öflugur inn af bekknum og skoraði 19 stig. Rimman færir sig nú um set til Los Angeles þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir.Stórleikur James Hardens: Dwight Howard óstöðvandi: NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls, 108-91, á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jafnaði með því einvígið, 1-1. LeBron James, sem hefur spilað stóran hluta tímabilsins án hárbandsins fræga, setti það aftur á sig í nótt og þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. LeBron átti stórleik og skoraði 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann tróð eins og enginn væri morgundagurinn og lét gestina frá Chicago vita að þessi sería yrði engin gönguferð í garðinum fyrir Bulls þó Cleveland vanti Kevin Love og J.R. Smith. Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland, bætti við 21 stigi og þá kom James Jones inn af bekknum og skilaði 17 stigum fyrir heimamenn, en serían heldur nú til Chicago þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir. Hjá Chicago náði sér enginn almennilega á strik. Derrick Rose gældi við þrennu með 14 stigum, 10 stoðsendingum og 7 stoðsendignum. Hann hitti þó aðeins úr sex af 20 skotum sínum. LeBron James fer illa með Jimmy Butler: Houston Rockets jafnaði einnig einvígi sitt gegn Los Angeles Clippers, 1-1, með sigri á heimavelli, 115-09, í nótt. Eins og vanalega var James Harden stigahæstur hjá Houston, en hann lenti þó snemma í villuvandræðum og þurfti að sitja á bekknum stóran hluta þriðja leikhluta. Hann hafði þá skoraði 16 stig. Harden brást ekki samherjum sínum og skoraði 16 stig bara í fjórða leikhluta. Hann endaði með 32 stig og 7 stoðsendingar auk þess sem hann hitti úr öllum 15 vítaskotum sínum. Dwight Howard átti einnig stórleik og skoraði 24 stig og tók 16 fráköst, en allt byrjunarlið Houston skoraði yfir 10 stig. Blake Griffin var stigahæstur á vellinum, en hann skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir CLippers-liðið. Jamal Craword kom eins og alltaf öflugur inn af bekknum og skoraði 19 stig. Rimman færir sig nú um set til Los Angeles þar sem næstu tveir leikir verða spilaðir.Stórleikur James Hardens: Dwight Howard óstöðvandi:
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira