Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 15:00 Bjarki Diego mætir í héraðsdóm í morgun. Vísir/Ernir Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann er ákærður í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Bjarka er gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum vegna lánanna til Holt og Desulo en hann á að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Bjarki hafnar þessu og segir mestu máli skipta að fjármunir fóru aldrei út úr bankanum. Þeir hafi einfaldlega verið færðir á milli kerfa innan bankans. Ekki lánveiting Spurður út í lánveitinguna til Holt og tölvupóst sem hann sendi til starfsmanns fjárstýringar vegna lánsins sagði Bjarki: „Þetta er ekki lánveiting. Ég er þarna að staðfesta að það megi færa fjármuni inn í Infinity-kerfi bankans. Það fara engir peningar að fara út úr bankanum.” Saksóknari spurði þá hvenær hann vissi bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. „Skuldbindingin verður til þegar viðskiptin eiga sér stað þann 8. febrúar og uppgjörið á að fara fram 15. febrúar. Daginn áður hittumst við lánanefnd samstæðunnar á fundi og samþykkjum að senda lánið til lánanefndar stjórnar til samþykkis,” sagði Bjarki. Peningur ekki greiddur út Hann áréttaði það svo að peningur hafi ekki verið greiddur út úr bankanum og það hafi í raun ekki verið búið að taka ákvörðun um lánveitingu. Saksóknari reyndi þá að fá fram hvernig hann vissi að bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Bjarki sagðist ekki vita það en sagði óumdeilt í málinu að Skúla Þorvaldssyni, eiganda Holt, hefði verið boðin fjármögnun vegna kaupanna. „Það er kannski deilt um það hver nákvæmlega gaf þetta vilyrði um fjármögnunina en það er óumdeilt að það var búið að tala við Skúla um að hann ætti að fá þessa fjármögnun,” sagði Bjarki. Saksóknari sagði þá að enginn kannaðist við að hafa tekið ákvörðun um að veita lánið. „Ég get ekki svarað um það en ég tók þá ákvörðun ekki,” svaraði Bjarki. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann er ákærður í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Bjarka er gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum vegna lánanna til Holt og Desulo en hann á að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Bjarki hafnar þessu og segir mestu máli skipta að fjármunir fóru aldrei út úr bankanum. Þeir hafi einfaldlega verið færðir á milli kerfa innan bankans. Ekki lánveiting Spurður út í lánveitinguna til Holt og tölvupóst sem hann sendi til starfsmanns fjárstýringar vegna lánsins sagði Bjarki: „Þetta er ekki lánveiting. Ég er þarna að staðfesta að það megi færa fjármuni inn í Infinity-kerfi bankans. Það fara engir peningar að fara út úr bankanum.” Saksóknari spurði þá hvenær hann vissi bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. „Skuldbindingin verður til þegar viðskiptin eiga sér stað þann 8. febrúar og uppgjörið á að fara fram 15. febrúar. Daginn áður hittumst við lánanefnd samstæðunnar á fundi og samþykkjum að senda lánið til lánanefndar stjórnar til samþykkis,” sagði Bjarki. Peningur ekki greiddur út Hann áréttaði það svo að peningur hafi ekki verið greiddur út úr bankanum og það hafi í raun ekki verið búið að taka ákvörðun um lánveitingu. Saksóknari reyndi þá að fá fram hvernig hann vissi að bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Bjarki sagðist ekki vita það en sagði óumdeilt í málinu að Skúla Þorvaldssyni, eiganda Holt, hefði verið boðin fjármögnun vegna kaupanna. „Það er kannski deilt um það hver nákvæmlega gaf þetta vilyrði um fjármögnunina en það er óumdeilt að það var búið að tala við Skúla um að hann ætti að fá þessa fjármögnun,” sagði Bjarki. Saksóknari sagði þá að enginn kannaðist við að hafa tekið ákvörðun um að veita lánið. „Ég get ekki svarað um það en ég tók þá ákvörðun ekki,” svaraði Bjarki.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57