Jöfnuð, frelsi og réttlæti til frambúðar! Sema Erla Serdar skrifar 5. maí 2015 14:54 Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun