FH: Íslenskt og uppalið, já takk Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2015 11:00 Kristján Flóki Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, en hann er uppalinn hjá FH. vísir/valli FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30
Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56