Treystum norræna módelið Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 4. maí 2015 14:52 Þegar við lítum til okkar helstu samanburðarlanda, innan og utan Evrópu er ástæða til að trúa því að við höfum það gott hér á Norðurlöndum og getum verið stolt. Norræna módelið hefur reynst vera ein besta samfélagsgerð í heimi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og er helst að þakka sterkri hreyfingu launafólks, jafnaðarflokkum og mikilvægu samstarfi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins í gegnum þríhliða samstarf og samninga. Norrænn vinnumarkaður veitir atvinnurekendum mikinn sveigjanleika og á sama tíma veitir hann launafólki mikið starfsöryggi, tekjutryggingu og sanngjörn vinnuskilyrði. Það er einmitt vegna mikils sveigjanleika að atvinnurekendur þora að ráða fleira fólk. Þess vegna er módelið okkar stundum kallað „norræna súpermódelið“.Stórar áskoranir En norræna módelið stendur einnig frammi fyrir stórum áskorunum, m.a. vegna félagslegra undirboða á launum og vinnuskilyrðum. Þess vegna er nauðsynlegt á næstu árum að samræma reglur á vinnumarkaði Evrópu og Norðurlandanna og styrkja norræna módelið til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar félagslegs undirboðs. Á sama tíma hafa Norðurlöndin ekki nýtt alla möguleika sína, sérstaklega þegar kemur að vinnumarkaðnum. Daglega koma upp tilfelli þar sem Norðurlandabúar mæta hindrunum vegna óskýrra og ólíkra regla þegar þeir fara yfir landamærin. Þess vegna er enn mikilvægara en áður að skapa gott samstarf á Norðurlöndum og auka þannig hreyfingu vinnuafls milli landanna okkar. Það er kominn tími til að finna varanlegar lausnir til að Norðurlöndin verði einn vinnumarkaður, minnka svokallaðan kerfisbundna mun og skapa möguleika á kraftmeiri og stærri sameiginlegum vinnumarkaði.Við veljum norræna módelið Það er pólitískt val í hvaða átt við ætlum að færa samfélag okkar og á næstu árum þurfum við að velja hvort norrænu löndin verja og styrkja norræna módelið og halda áfram á þeirri góðu braut sem við höfum verið á síðustu hundrað ár, eða að yfirgefa norræna módelið. Viljum við meiri jöfnuð í samfélaginu, jafnrétti, grænan vöxt og atvinnu fyrir alla eða viljum við ójöfnuð og meira frelsi fyrir fyrirtæki til þess að stunda félagsleg undirboð og nýta ódýrt vinnuafl þvert á landamæri? Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði eru ekki í vafa, við viljum verja og treysta norræna módelið í samstarfi við hreyfingu launafólks. Það höfum við gert með Sørmarkayfirlýsingu norrænna jafnaðarmanna og launþegahreyfingar og í starfi okkar í Norðurlandaráði. Við munum m.a. ræða ofangreind málefni og mörg önnur á ráðstefnu sem Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði ásamt hugmyndasmiðjunni Cevea, þingflokki jafnaðarmanna í Evrópuþinginu og NFS – Norrænu launþegahreyfingunum, halda danska þinginu í Kaupmannahöfn í dag 4. maí.Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði:Marit Nybakk, formaður, NoregiKarin Gaardsted, DanmörkPhia Andersson, SvíþjóðTuula Peltonen, FinnlandGuðbjartur Hannesson, Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar við lítum til okkar helstu samanburðarlanda, innan og utan Evrópu er ástæða til að trúa því að við höfum það gott hér á Norðurlöndum og getum verið stolt. Norræna módelið hefur reynst vera ein besta samfélagsgerð í heimi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og er helst að þakka sterkri hreyfingu launafólks, jafnaðarflokkum og mikilvægu samstarfi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins í gegnum þríhliða samstarf og samninga. Norrænn vinnumarkaður veitir atvinnurekendum mikinn sveigjanleika og á sama tíma veitir hann launafólki mikið starfsöryggi, tekjutryggingu og sanngjörn vinnuskilyrði. Það er einmitt vegna mikils sveigjanleika að atvinnurekendur þora að ráða fleira fólk. Þess vegna er módelið okkar stundum kallað „norræna súpermódelið“.Stórar áskoranir En norræna módelið stendur einnig frammi fyrir stórum áskorunum, m.a. vegna félagslegra undirboða á launum og vinnuskilyrðum. Þess vegna er nauðsynlegt á næstu árum að samræma reglur á vinnumarkaði Evrópu og Norðurlandanna og styrkja norræna módelið til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar félagslegs undirboðs. Á sama tíma hafa Norðurlöndin ekki nýtt alla möguleika sína, sérstaklega þegar kemur að vinnumarkaðnum. Daglega koma upp tilfelli þar sem Norðurlandabúar mæta hindrunum vegna óskýrra og ólíkra regla þegar þeir fara yfir landamærin. Þess vegna er enn mikilvægara en áður að skapa gott samstarf á Norðurlöndum og auka þannig hreyfingu vinnuafls milli landanna okkar. Það er kominn tími til að finna varanlegar lausnir til að Norðurlöndin verði einn vinnumarkaður, minnka svokallaðan kerfisbundna mun og skapa möguleika á kraftmeiri og stærri sameiginlegum vinnumarkaði.Við veljum norræna módelið Það er pólitískt val í hvaða átt við ætlum að færa samfélag okkar og á næstu árum þurfum við að velja hvort norrænu löndin verja og styrkja norræna módelið og halda áfram á þeirri góðu braut sem við höfum verið á síðustu hundrað ár, eða að yfirgefa norræna módelið. Viljum við meiri jöfnuð í samfélaginu, jafnrétti, grænan vöxt og atvinnu fyrir alla eða viljum við ójöfnuð og meira frelsi fyrir fyrirtæki til þess að stunda félagsleg undirboð og nýta ódýrt vinnuafl þvert á landamæri? Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði eru ekki í vafa, við viljum verja og treysta norræna módelið í samstarfi við hreyfingu launafólks. Það höfum við gert með Sørmarkayfirlýsingu norrænna jafnaðarmanna og launþegahreyfingar og í starfi okkar í Norðurlandaráði. Við munum m.a. ræða ofangreind málefni og mörg önnur á ráðstefnu sem Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði ásamt hugmyndasmiðjunni Cevea, þingflokki jafnaðarmanna í Evrópuþinginu og NFS – Norrænu launþegahreyfingunum, halda danska þinginu í Kaupmannahöfn í dag 4. maí.Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði:Marit Nybakk, formaður, NoregiKarin Gaardsted, DanmörkPhia Andersson, SvíþjóðTuula Peltonen, FinnlandGuðbjartur Hannesson, Ísland
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun