"Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 15:11 Ákæruvaldið telur að viðskiptin hafi byggt á sýndarmennsku og blekkingum. Þá hafi fjármunum Kaupþings verið stefnt í verulega hættu þar sem veð fyrir lánunum var tekið í bréfunum sjálfum. Fjórmenningarnir neita allir sök. Vísir/Valli Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hélt áfram að flytja málflutningsræðu sína eftir hádegi í dag. Hann fjallar nú um þann hluta ákærunnar sem snýr að sölu á hlutabréfum Kaupþings til eignarhaldsfélaganna Holt, Desulo og Mata á árinu 2008. Eignarhaldsfélögin keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrveandi stjórnarformaður bankans, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, allir ákærðir fyrir sölu bréfanna og lánin sem félögunum voru veitt. Ákæruvaldið telur að viðskiptin hafi byggt á sýndarmennsku og blekkingum. Þá hafi fjármunum Kaupþings verið stefnt í verulega hættu þar sem veð fyrir lánunum var tekið í bréfunum sjálfum. Fjórmenningarnir neita allir sök.„Þurfti að losa bréf af bókum“ Saksóknari vill meina að Kaupþing hafi selt eignarhaldsfélögunum eigin hlutabréf vegna þess að bankinn þurfti að losa sig við bréfin. Bankinn mátti samkvæmt lögum eiga allt að 10% í sjálfum sér en hefði þurft að flagga í Kauphöllinni ef hlutfallið hefði farið yfir 5%. Ákæruvaldið telur að stjórnendur bankans hafi ekki viljað flagga og því „þurfti að losa bréf af bókum.“ Þar af leiðandi hafi ekki legið viðskiptalegar forsendur að baki sölu hlutabréfanna. Björn sagði liggja fyrir í málinu að Hreiðar Már og Sigurður hefðu lagt mikið kapp á að finna hluthafa fyrir bankann. Þá hafi það verið stefna bankans að selja stöndugum hluthöfum bréf í bankanum gegn því að lánað væri fyrir kaupunum og sagði saksóknari kaup Holt og Desulo endurspegla þessa stefnu. Máli sínu til stuðnings vísaði Björn til framburðar Ingólfs þar sem hann var spurður út í hver hefði átt hugmyndina um stór viðskipti á borð við sölurnar til Holt, Mata, Desulo og Al Thani. Sagði Ingólfur að það hefði ekki verið nein sérstök hugmynd heldur hafi staða bankans verið orðin talsvert mikil í eigin bréfum. „Menn þurfa bara að passa upp á það að ef þeir ætla ekki að eiga of mikið í eigin bréfum þá þarf að selja bréf.“Allir aðilar á markaði blekktir Saksóknari sagði það hafið yfir allan vafa að viðskipti Holt, Mata og Desulo hafi verið framkvæmd vegna stefnu Hreiðars, Sigurðar og Ingólfs og að undirlagi þeirra hafi Magnús borið tilboð undir eigendur félaganna: að þeir keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Að mati ákæruvaldsins voru hlutabréfakaup eignarhaldsfélaganna þriggja til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega til kynna. Þá hafi allir aðilar á markaði verið blekktir vegna þess að fjármögnun kaupanna var ekki þekkt. „Markaðurinn vissi ekki að kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum og þar af leiðandi með engri áhættu fyrir kaupendurna. [...] Viðskiptin báru öllu einkenni blekkinga og sýndarmennsku,“ sagði saksóknari og hafði svo þetta að segja um tilkynningar vegna sölu hlutabréfanna til Kauphallar: „Með [tilkynningunum] er kannski verið að gefa réttar upplýsingar um viðskiptin, en ef aðrar upplýsingar hefðu fylgt með, til dæmis að bankinn væri að lána að fullu fyrir kaupunum og að engir peningar voru að koma inn í bankann, nú þá lá fyrir að fjárfestar hefðu fengið allt aðra og verri mynd af viðskiptunum.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hélt áfram að flytja málflutningsræðu sína eftir hádegi í dag. Hann fjallar nú um þann hluta ákærunnar sem snýr að sölu á hlutabréfum Kaupþings til eignarhaldsfélaganna Holt, Desulo og Mata á árinu 2008. Eignarhaldsfélögin keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrveandi stjórnarformaður bankans, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, allir ákærðir fyrir sölu bréfanna og lánin sem félögunum voru veitt. Ákæruvaldið telur að viðskiptin hafi byggt á sýndarmennsku og blekkingum. Þá hafi fjármunum Kaupþings verið stefnt í verulega hættu þar sem veð fyrir lánunum var tekið í bréfunum sjálfum. Fjórmenningarnir neita allir sök.„Þurfti að losa bréf af bókum“ Saksóknari vill meina að Kaupþing hafi selt eignarhaldsfélögunum eigin hlutabréf vegna þess að bankinn þurfti að losa sig við bréfin. Bankinn mátti samkvæmt lögum eiga allt að 10% í sjálfum sér en hefði þurft að flagga í Kauphöllinni ef hlutfallið hefði farið yfir 5%. Ákæruvaldið telur að stjórnendur bankans hafi ekki viljað flagga og því „þurfti að losa bréf af bókum.“ Þar af leiðandi hafi ekki legið viðskiptalegar forsendur að baki sölu hlutabréfanna. Björn sagði liggja fyrir í málinu að Hreiðar Már og Sigurður hefðu lagt mikið kapp á að finna hluthafa fyrir bankann. Þá hafi það verið stefna bankans að selja stöndugum hluthöfum bréf í bankanum gegn því að lánað væri fyrir kaupunum og sagði saksóknari kaup Holt og Desulo endurspegla þessa stefnu. Máli sínu til stuðnings vísaði Björn til framburðar Ingólfs þar sem hann var spurður út í hver hefði átt hugmyndina um stór viðskipti á borð við sölurnar til Holt, Mata, Desulo og Al Thani. Sagði Ingólfur að það hefði ekki verið nein sérstök hugmynd heldur hafi staða bankans verið orðin talsvert mikil í eigin bréfum. „Menn þurfa bara að passa upp á það að ef þeir ætla ekki að eiga of mikið í eigin bréfum þá þarf að selja bréf.“Allir aðilar á markaði blekktir Saksóknari sagði það hafið yfir allan vafa að viðskipti Holt, Mata og Desulo hafi verið framkvæmd vegna stefnu Hreiðars, Sigurðar og Ingólfs og að undirlagi þeirra hafi Magnús borið tilboð undir eigendur félaganna: að þeir keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Að mati ákæruvaldsins voru hlutabréfakaup eignarhaldsfélaganna þriggja til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega til kynna. Þá hafi allir aðilar á markaði verið blekktir vegna þess að fjármögnun kaupanna var ekki þekkt. „Markaðurinn vissi ekki að kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum og þar af leiðandi með engri áhættu fyrir kaupendurna. [...] Viðskiptin báru öllu einkenni blekkinga og sýndarmennsku,“ sagði saksóknari og hafði svo þetta að segja um tilkynningar vegna sölu hlutabréfanna til Kauphallar: „Með [tilkynningunum] er kannski verið að gefa réttar upplýsingar um viðskiptin, en ef aðrar upplýsingar hefðu fylgt með, til dæmis að bankinn væri að lána að fullu fyrir kaupunum og að engir peningar voru að koma inn í bankann, nú þá lá fyrir að fjárfestar hefðu fengið allt aðra og verri mynd af viðskiptunum.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19