Segjast einir ekki fá undanþágu til slátrunar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 16:52 Vísir/Auðunn Forsvarsmenn Síldar og fisks ehf., segjast vera eini svínræktandinn sem ekki fái undanþágu til slátrunar grísa. Undanþáguhópur Dýralæknafélags Íslands hafnaði í dag beiðni Matvælastofnunar um að fyrirtækið fengi að slátra alls 360 grísum á þremur dögum á búunum að Minni-Vatnsleysu og Þórustöðum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að enginn rökstuðningur hafi fylgt svarinu. Þó minnti Matvælastofnun í erindi til Síldar og fisks á að undanþáguhópurinn hafi sett það skilyrði fyrir undanþágu að umsókninni fylgdi skilyrði frá viðkomandi aðilum um að afurðir færu ekki á markað. „Síld og fiskur ehf. sækir um undanþágu á sömu forsendum og aðrir svínaræktendur, þ.e. á grundvelli dýravelferðar með vísan í reglugerðarákvæði um rými í stíum,“ segir í tilkynningunni. „Grísirnir eru komnir í sláturstærð og stækka áfram dag frá degi. Velferð dýranna er stefnt í voða.“ Síld og fiskur hefur ekki skrifað undir samkomulag „sem Dýralæknafélagið og Bandalag háskólamanna neyddu bændur til að undirgangast“. Það fjallar um að þeir fengju að slátra grísum með sama skilyrði og hefur verið nefnt hér að ofan. „Síld og fiskur er eini svínaræktandinn sem ekki fær undanþágu til slátrunar. Fyrirtækið lítur svo á að dýravelferð sé algild og að henni verði ekki vikið til hliðar vegna hagsmuna fólks í kjarabaráttu.“ Fyrirtækið hefur farið fram á við MAST að yfirdýralækni verði falið hlutverk kjötskoðunarlæknis, að aðrir dýralæknar verði fengnir til að gegna hlutverkinu. Annars beiti Matvælastofnun sér fyrir því að fá undanþágu Dýralæknafélagsins til að kalla starfsmenn stofnunarinnar úr verkfalli til að gegna hlutverkinu. „Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun hefur nú staðið í liðlega þrjár vikur og ástandið á kjúklinga- og svínabúum versnar stöðugt. Stjórnvöld landsins hljóta að grípa inn í atburðarásina áður en hreint neyðarástand skapast eða ber svo að skilja að kjarabarátta víki dýravernd til hliðar þegar það hentar?“ Verkfall 2016 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Forsvarsmenn Síldar og fisks ehf., segjast vera eini svínræktandinn sem ekki fái undanþágu til slátrunar grísa. Undanþáguhópur Dýralæknafélags Íslands hafnaði í dag beiðni Matvælastofnunar um að fyrirtækið fengi að slátra alls 360 grísum á þremur dögum á búunum að Minni-Vatnsleysu og Þórustöðum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að enginn rökstuðningur hafi fylgt svarinu. Þó minnti Matvælastofnun í erindi til Síldar og fisks á að undanþáguhópurinn hafi sett það skilyrði fyrir undanþágu að umsókninni fylgdi skilyrði frá viðkomandi aðilum um að afurðir færu ekki á markað. „Síld og fiskur ehf. sækir um undanþágu á sömu forsendum og aðrir svínaræktendur, þ.e. á grundvelli dýravelferðar með vísan í reglugerðarákvæði um rými í stíum,“ segir í tilkynningunni. „Grísirnir eru komnir í sláturstærð og stækka áfram dag frá degi. Velferð dýranna er stefnt í voða.“ Síld og fiskur hefur ekki skrifað undir samkomulag „sem Dýralæknafélagið og Bandalag háskólamanna neyddu bændur til að undirgangast“. Það fjallar um að þeir fengju að slátra grísum með sama skilyrði og hefur verið nefnt hér að ofan. „Síld og fiskur er eini svínaræktandinn sem ekki fær undanþágu til slátrunar. Fyrirtækið lítur svo á að dýravelferð sé algild og að henni verði ekki vikið til hliðar vegna hagsmuna fólks í kjarabaráttu.“ Fyrirtækið hefur farið fram á við MAST að yfirdýralækni verði falið hlutverk kjötskoðunarlæknis, að aðrir dýralæknar verði fengnir til að gegna hlutverkinu. Annars beiti Matvælastofnun sér fyrir því að fá undanþágu Dýralæknafélagsins til að kalla starfsmenn stofnunarinnar úr verkfalli til að gegna hlutverkinu. „Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun hefur nú staðið í liðlega þrjár vikur og ástandið á kjúklinga- og svínabúum versnar stöðugt. Stjórnvöld landsins hljóta að grípa inn í atburðarásina áður en hreint neyðarástand skapast eða ber svo að skilja að kjarabarátta víki dýravernd til hliðar þegar það hentar?“
Verkfall 2016 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira