Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. júní 2015 19:00 Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“ Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19
Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27