James með þrefalda tvennu þegar Cleveland jafnaði metin | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2015 07:27 LeBron James fagnaði vel og innilega eftir að sigur Cleveland var í höfn. vísir/getty LeBron James fór á kostum þegar Cleveland Cavaliers jafnaði metin gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt. James, sem er að spila í lokaúrslitum fimmta árið í röð, bauð upp á þrefalda tvennu; 39 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar, í tveggja stiga sigri Cleveland, 93-95. Þetta var aðeins fjórða tap Golden State á heimavelli í vetur. Líkt og í fyrsta leiknum, sem Golden State vann, þurfti að framlengja leikinn í nótt. Cleveland leiddi nær allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir munaði 11 stigum á liðunum, 72-83. En Golden State gafst ekki upp og náði að knýja fram framlengingu. Stephen Curry, verðmætasti leikmaður tímabilsins, náði sér ekki á strik í nótt en hann hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum utan að velli og skoraði 19 stig. Hann tapaði boltanum auk þess sex sinnum.Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig.vísir/gettyÁstralinn Matthew Dellavedova, sem tók sæti hins meidda Kyrie Irving í byrjunarliði Cleveland, reyndist betri en enginn í nótt. Auk þess að spila góða vörn á Curry setti hann niður tvö vítaskot þegar tíu sekúndur voru eftir af framlengingunni og kom Cleveland einu stigi yfir, 93-94. Í kjölfarið klúðraði Curry enn einu skotinu og Stríðsmennirnir neyddust til að senda James á vítalínuna. Hann setti annað af tveimur vítum niður og kom Cleveland tveimur stigum yfir, 93-95. Golden State hafði tæpar fimm sekúndur til að jafna leikinn en Curry tapaði boltanum. Fyrsti sigur Cleveland í lokaúrslitum því staðreynd. James var stigahæstur í liði Cleveland með 39 stig. Rússneski miðherjinn Timofey Mozgov kom næstur með 17 stig, auk þess sem hann tók 11 fráköst. J.R. Smith gerði 13 stig af bekknum og Dellavedova var með níu stig, fimm fráköst og þrjá stolna bolta. Klay Thompson skoraði mest í liði Golden State, eða 34 stig. Næsti leikur fer fram á heimavelli Cleveland aðfaranótt miðvikudags og hefst klukkan 01:00. NBA Tengdar fréttir LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni í körfubolta byrjaði stórkostlega í nótt. 5. júní 2015 07:15 Irving úr leik | Áfall fyrir Cleveland Kyrie Irving leikur ekki meira með Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta vegna hnémeiðsla. 5. júní 2015 23:31 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
LeBron James fór á kostum þegar Cleveland Cavaliers jafnaði metin gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt. James, sem er að spila í lokaúrslitum fimmta árið í röð, bauð upp á þrefalda tvennu; 39 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar, í tveggja stiga sigri Cleveland, 93-95. Þetta var aðeins fjórða tap Golden State á heimavelli í vetur. Líkt og í fyrsta leiknum, sem Golden State vann, þurfti að framlengja leikinn í nótt. Cleveland leiddi nær allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir munaði 11 stigum á liðunum, 72-83. En Golden State gafst ekki upp og náði að knýja fram framlengingu. Stephen Curry, verðmætasti leikmaður tímabilsins, náði sér ekki á strik í nótt en hann hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum utan að velli og skoraði 19 stig. Hann tapaði boltanum auk þess sex sinnum.Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig.vísir/gettyÁstralinn Matthew Dellavedova, sem tók sæti hins meidda Kyrie Irving í byrjunarliði Cleveland, reyndist betri en enginn í nótt. Auk þess að spila góða vörn á Curry setti hann niður tvö vítaskot þegar tíu sekúndur voru eftir af framlengingunni og kom Cleveland einu stigi yfir, 93-94. Í kjölfarið klúðraði Curry enn einu skotinu og Stríðsmennirnir neyddust til að senda James á vítalínuna. Hann setti annað af tveimur vítum niður og kom Cleveland tveimur stigum yfir, 93-95. Golden State hafði tæpar fimm sekúndur til að jafna leikinn en Curry tapaði boltanum. Fyrsti sigur Cleveland í lokaúrslitum því staðreynd. James var stigahæstur í liði Cleveland með 39 stig. Rússneski miðherjinn Timofey Mozgov kom næstur með 17 stig, auk þess sem hann tók 11 fráköst. J.R. Smith gerði 13 stig af bekknum og Dellavedova var með níu stig, fimm fráköst og þrjá stolna bolta. Klay Thompson skoraði mest í liði Golden State, eða 34 stig. Næsti leikur fer fram á heimavelli Cleveland aðfaranótt miðvikudags og hefst klukkan 01:00.
NBA Tengdar fréttir LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni í körfubolta byrjaði stórkostlega í nótt. 5. júní 2015 07:15 Irving úr leik | Áfall fyrir Cleveland Kyrie Irving leikur ekki meira með Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta vegna hnémeiðsla. 5. júní 2015 23:31 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni í körfubolta byrjaði stórkostlega í nótt. 5. júní 2015 07:15
Irving úr leik | Áfall fyrir Cleveland Kyrie Irving leikur ekki meira með Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta vegna hnémeiðsla. 5. júní 2015 23:31