Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson stýra Keflavík í fyrsta skipti á morgun, en þeir voru ráðnir þjálfarar Keflavík í vikunni eftir að Kristjáni Guðmundssyni var sagt upp störfum.
„Það er mikið eftir enn af mótinu og ég tel að það búi mikið meira í liðinu en stigataflan gefur til að kynna," sagði Haukur Ingi.
Keflavík mætir ÍBV á morgun, en leikurinn er gífurlega mikilvægur í botnbaráttunni. Keflavík er á botninum með eitt stig, en Eyjamenn eru í tíunda með fjögur stig.
„Þessi leikur á morgun telur jafn mörg stig og aðrir. Við ætlum að leggja allt í sölurnar og byggja ofan á hann," en ÍBV vann síðasta leik gegn Víkingum 3-2.
„Það er vissulega rétt, en það eitt og sér gefur þeim ekki neitt. Sjálfstraust eitt og sér gefur ekki neitt," sagði Haukur í samtali við Stöð 2.
Leikur Keflavíkur og ÍBV verður í Boltavaktinni á Vísi á morgun, en leikurinn hefst klukkan 17:00. Umferðinni verður gerð góð skil í Pepsi-mörkunum svo annað kvöld klukkan 22:00.
Alla fréttina má sjá hér að ofan.

