Lífið

Hæfileikafólks leitað fyrir þriðju seríu Ísland Got Talent

Bjarki Ármannsson skrifar
Alda Dís bar sigur úr bítum í fyrra eftir eftirminnilegt úrslitakvöld.
Alda Dís bar sigur úr bítum í fyrra eftir eftirminnilegt úrslitakvöld. Vísir
Leitin er hafin á ný að þátttakendum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ísland Got Talent, en þriðja þáttaröðin hefur göngu sína á Stöð 2 í vetur. Hátt í þúsund atriði tóku þátt í fyrra en þá bar söngkonan Alda Dís sigur úr bítum eftir eftirminnilegt úrslitakvöld.

Stöð 2 leitar að fólki á öllum aldri sem hefur einstaka hæfileika til að syngja, dansa, leika á hljóðfæri, sýna töfrabrögð, fara með uppistand eða annað sem mun heilla þjóðina. Leitað er að fólki allstaðar að af landinu og á öllum aldri.

Skráning í áheyrnarprufur verður auglýst fljótlega með haustinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.