Konur ekki sótt á hvalveiðiskipin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2015 22:14 Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira