Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 10:50 Leikmenn Golden State Warriors um leið og lokaflautið gall. Vísir/Getty Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira