Vinnur Golden State sinn fyrsta NBA-titil í 40 ár í nótt? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2015 18:15 LeBron James þarf að eiga stórleik ætli Cleveland sér að knýja fram sjöunda leikinn. vísir/getty Sjötti leikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram á heimavelli Cleveland, Quicken Loans Arena, í nótt. Staðan í einvíginu er 3-2, Golden State í vil, og með sigri tryggja stríðsmennirnir sér sinn fyrsta meistaratitil í 40 ár, eða frá árinu 1975 þegar Rick Barry var aðalmaðurinn í liðinu. Cleveland þarf hins vegar á sigri að halda til að jafna metin í einvíginu og knýja fram leik númer sjö í Oakland aðfaranótt laugardags. Golden State hefur unnið tvo síðustu leikina í einvíginu eftir að Cleveland tók forystuna, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna. Síðasti leikur liðanna var jafn lengst af og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir munaði einu stigi á þeim, 85-84. En Golden State átti magnaðan endasprett með Andre Igoudala og Stephen Curry í broddi fylkingar og vann að lokum 13 stiga sigur, 104-91. Curry hrökk heldur betur í gang í fimmta leiknum þar sem hann skoraði 37 stig og setti m.a. niður sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum. Curry var misjafn í fyrstu fjórum leikjunum og náði sér t.a.m. engan veginn á strik í leik númer tvö þar sem hann var aðeins með 21,7% skotnýtingu. LeBron James skoraði 40 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í fimmta leiknum en það dugði ekki til sigurs. James hefur verið magnaður í úrslitunum og boðið upp á einstaka tölfræði; 36,6 stig að meðaltali í leik, 12,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar. Sjötti leikur Cleveland og Golden State hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tómas Þór Þórðarson og Kjartan Atli Kjartansson lýsa leiknum. NBA Tengdar fréttir Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00 Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30 Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41 LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Sjötti leikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram á heimavelli Cleveland, Quicken Loans Arena, í nótt. Staðan í einvíginu er 3-2, Golden State í vil, og með sigri tryggja stríðsmennirnir sér sinn fyrsta meistaratitil í 40 ár, eða frá árinu 1975 þegar Rick Barry var aðalmaðurinn í liðinu. Cleveland þarf hins vegar á sigri að halda til að jafna metin í einvíginu og knýja fram leik númer sjö í Oakland aðfaranótt laugardags. Golden State hefur unnið tvo síðustu leikina í einvíginu eftir að Cleveland tók forystuna, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna. Síðasti leikur liðanna var jafn lengst af og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir munaði einu stigi á þeim, 85-84. En Golden State átti magnaðan endasprett með Andre Igoudala og Stephen Curry í broddi fylkingar og vann að lokum 13 stiga sigur, 104-91. Curry hrökk heldur betur í gang í fimmta leiknum þar sem hann skoraði 37 stig og setti m.a. niður sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum. Curry var misjafn í fyrstu fjórum leikjunum og náði sér t.a.m. engan veginn á strik í leik númer tvö þar sem hann var aðeins með 21,7% skotnýtingu. LeBron James skoraði 40 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í fimmta leiknum en það dugði ekki til sigurs. James hefur verið magnaður í úrslitunum og boðið upp á einstaka tölfræði; 36,6 stig að meðaltali í leik, 12,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar. Sjötti leikur Cleveland og Golden State hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tómas Þór Þórðarson og Kjartan Atli Kjartansson lýsa leiknum.
NBA Tengdar fréttir Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00 Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30 Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41 LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00
Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30
Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41
LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00