Öskubuskuævintýrin í undankeppni EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2015 07:00 Íslensku strákarnir eru komnir langleiðina til Frakklands. vísir/ernir Knattspyrnuáhugamenn á Íslandi svífa enn um á bleiku skýi eftir magnaðan sigur strákanna okkar á Tékkum á Laugardalsvellinum á föstudag. Með sigrinum komst Ísland á topp riðilsins og upp í annan styrkleikaflokk fyrir undankeppni HM 2018 en dregið verður í riðla í næsta mánuði. Markatalan ein og sér [14-3] sýnir hvers konar gæðaflokki íslenska knattspyrnulandsliðið er komið í. Hróður íslenska landsliðsins er fyrir löngu farinn að berast út um allar trissur og hefur árangurinn vakið verðskuldaða athygli. En öskubuskuævintýrin gerast víðar en á Íslandi og óvænt úrslit hafa víða litið dagsins ljós.Gareth Bale hefur skorað fimm mörk í undankeppni EM.vísir/gettyTöframaðurinn Gareth Bale Fyrir fjórum árum var knattspyrnan í Wales á mjög svipuðum slóðum og sú íslenska. Staða liðanna á lista FIFA var svo slæm að bæði voru í allra neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla – þar sem lið eins og San Marínó, Andorra, Lúxemborg og Liechtenstein eru fastagestir. Wales var í 112. sæti og Ísland í 121. sæti. Á meðan okkar menn blómstruðu og fóru alla leið í umspilið þar sem þeir töpuðu fyrir Króatíu voru þeir velsku í basli í sínum riðli og voru í næstneðsta sæti hans. Meðal annars mátti Wales þola 6-1 tap fyrir Serbíu. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið jafn og þéttur. Það hefur aðeins tapað einum leik í tæp tvö ár (vináttuleik gegn Hollandi í júní í fyrra) og um leið rokið upp styrkleikatöfluna. Sigur liðsins á Belgíu á föstudag, þar sem hinn magnaði Gareth Bale skoraði eina mark leiksins, mun væntanlega fleyta liðinu alla leið upp í sjöunda sæti næsta styrkleikalista FIFA og þar með upp í efsta styrkleikaflokk fyrir HM-dráttinn í næsta mánuði. Bale hefur skorað fimm af þrettán mörkum Wales í keppninni til þessa. Wales hefur aðeins einu sinni komist á stórmót – á HM 1958. „Þetta sýnir hversu langt við höfum náð sem þjóð,“ sagði Liverpool-maðurinn Joe Allen um árangurinn. „Og það er frábær tilfinning að sjá allt erfiðið borga sig.“Færeyingar fagna sigrinum á Grikkjum um helgina.vísir/afpRúmenar svífa hátt Rúmenía þekkir það vel að spila á stórmótum en eftir HM 1994, þar sem Gheorghe Hagi fór með eftirminnilegt lið Rúmena í 8-liða úrslitin, hefur liðið tvisvar komist á stórmót. Rúmenar hafa þó oftast staðið sig afar vel í undankeppnunum og aldrei fallið langt niður á styrkleikalista FIFA. Þó að engin stórstjarna sé í liðinu og fáir spili með evrópskum stórliðum hafa úrslitin sannað að fáir standast Rúmenum snúning þessa stundina. Liðið er enn ósigrað í sínum riðli í undankeppni EM og verður, rétt eins og Wales, í efsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2018 sem fjórða besta Evrópuþjóðin.Færeyjar í fjórða flokki Fleiri ævintýri hafa verið að gerast víða um Evrópu og eitt besta og nærtækasta dæmið er í Færeyjum. Sigur liðsins á Grikkjum um helgina kom á hárréttum tíma því samkvæmt útreikningum spekinga um FIFA-listann verða Færeyjar í fyrsta sinn á meðal 100 efstu þjóða á listanum og í fjórða styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2018. Í þeim flokki verða einnig öflugar knattspyrnuþjóðir eins og Tyrkland, Slóvenía, Írland og Noregur. Þar á bæ þykir mörgum það sjálfsagt slæmur vitnisburður að vera settur í sama flokk og smálið Færeyja en það ber vitni um hversu góður árangur þessarar 50 þúsund manna þjóðar í raun er. Dregið verður í riðla í undankeppni EM í St. Pétursborg þann 25. júlí og verður þá stuðst við nýjasta styrkleikalista FIFA sem ekki kemur út fyrr en 9. júlí. En hér til hliðar má sjá hvernig flokkarnir líta út miðað við útreikninga Dales Johnson, blaðamanns ESPN. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Knattspyrnuáhugamenn á Íslandi svífa enn um á bleiku skýi eftir magnaðan sigur strákanna okkar á Tékkum á Laugardalsvellinum á föstudag. Með sigrinum komst Ísland á topp riðilsins og upp í annan styrkleikaflokk fyrir undankeppni HM 2018 en dregið verður í riðla í næsta mánuði. Markatalan ein og sér [14-3] sýnir hvers konar gæðaflokki íslenska knattspyrnulandsliðið er komið í. Hróður íslenska landsliðsins er fyrir löngu farinn að berast út um allar trissur og hefur árangurinn vakið verðskuldaða athygli. En öskubuskuævintýrin gerast víðar en á Íslandi og óvænt úrslit hafa víða litið dagsins ljós.Gareth Bale hefur skorað fimm mörk í undankeppni EM.vísir/gettyTöframaðurinn Gareth Bale Fyrir fjórum árum var knattspyrnan í Wales á mjög svipuðum slóðum og sú íslenska. Staða liðanna á lista FIFA var svo slæm að bæði voru í allra neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla – þar sem lið eins og San Marínó, Andorra, Lúxemborg og Liechtenstein eru fastagestir. Wales var í 112. sæti og Ísland í 121. sæti. Á meðan okkar menn blómstruðu og fóru alla leið í umspilið þar sem þeir töpuðu fyrir Króatíu voru þeir velsku í basli í sínum riðli og voru í næstneðsta sæti hans. Meðal annars mátti Wales þola 6-1 tap fyrir Serbíu. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið jafn og þéttur. Það hefur aðeins tapað einum leik í tæp tvö ár (vináttuleik gegn Hollandi í júní í fyrra) og um leið rokið upp styrkleikatöfluna. Sigur liðsins á Belgíu á föstudag, þar sem hinn magnaði Gareth Bale skoraði eina mark leiksins, mun væntanlega fleyta liðinu alla leið upp í sjöunda sæti næsta styrkleikalista FIFA og þar með upp í efsta styrkleikaflokk fyrir HM-dráttinn í næsta mánuði. Bale hefur skorað fimm af þrettán mörkum Wales í keppninni til þessa. Wales hefur aðeins einu sinni komist á stórmót – á HM 1958. „Þetta sýnir hversu langt við höfum náð sem þjóð,“ sagði Liverpool-maðurinn Joe Allen um árangurinn. „Og það er frábær tilfinning að sjá allt erfiðið borga sig.“Færeyingar fagna sigrinum á Grikkjum um helgina.vísir/afpRúmenar svífa hátt Rúmenía þekkir það vel að spila á stórmótum en eftir HM 1994, þar sem Gheorghe Hagi fór með eftirminnilegt lið Rúmena í 8-liða úrslitin, hefur liðið tvisvar komist á stórmót. Rúmenar hafa þó oftast staðið sig afar vel í undankeppnunum og aldrei fallið langt niður á styrkleikalista FIFA. Þó að engin stórstjarna sé í liðinu og fáir spili með evrópskum stórliðum hafa úrslitin sannað að fáir standast Rúmenum snúning þessa stundina. Liðið er enn ósigrað í sínum riðli í undankeppni EM og verður, rétt eins og Wales, í efsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2018 sem fjórða besta Evrópuþjóðin.Færeyjar í fjórða flokki Fleiri ævintýri hafa verið að gerast víða um Evrópu og eitt besta og nærtækasta dæmið er í Færeyjum. Sigur liðsins á Grikkjum um helgina kom á hárréttum tíma því samkvæmt útreikningum spekinga um FIFA-listann verða Færeyjar í fyrsta sinn á meðal 100 efstu þjóða á listanum og í fjórða styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2018. Í þeim flokki verða einnig öflugar knattspyrnuþjóðir eins og Tyrkland, Slóvenía, Írland og Noregur. Þar á bæ þykir mörgum það sjálfsagt slæmur vitnisburður að vera settur í sama flokk og smálið Færeyja en það ber vitni um hversu góður árangur þessarar 50 þúsund manna þjóðar í raun er. Dregið verður í riðla í undankeppni EM í St. Pétursborg þann 25. júlí og verður þá stuðst við nýjasta styrkleikalista FIFA sem ekki kemur út fyrr en 9. júlí. En hér til hliðar má sjá hvernig flokkarnir líta út miðað við útreikninga Dales Johnson, blaðamanns ESPN.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira