Bale afgreiddi Belgana | Öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2015 20:51 Gareth Bale fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Níu leikir fóru fram í kvöld í þremur riðlum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 en leikið var í A-, B- og H-riðli. Wales heldur áfram að koma mörgum á óvart eins og Íslendingar og bæði liðin fögnuðu flottum heimasigrum í kvöld. Wales náði þriggja stiga forystu á toppi B-riðils eftir 1-0 sigur á Belgíu á heimavelli í kvöld. Gareth Bale var hetja Belga en hann skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu. Nestoras Mitidis skoraði þrennu fyrir Kýpur í 3-1 sigri í Andorra en þetta var erfitt kvöld fyrir landa hans Dossa Júnior sem skoraði bæði sjálfsmark og klikkaði á vítaspyrnu. Edin Visca skoraði tvö mörk í 3-1 heimasigri Bosníu á Ísrael.Bosníumenn lentu undir fjórum mínútum fyrir hálfleik en voru engu að síður yfir í hálfleik eftir tvö mörk á lokakafla hálfleiksins. Þetta var aðeins annar sigur bosníska liðsins í riðlinum en tap hefði farið lang með að gera út um möguleika liðsins á að komast áfram. Norðmenn náðu aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Aserbajdsjan en sigur hefði komið þeim upp að hlið Ítala í öðru sæti riðilsins. Ivelin Popov tryggði Búlgörum sigur á Möltu en búlgarska liðið er nú tveimur stigum á eftir Noregi. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld:A-riðillKasakstan - Tyrkland 0-1 0-1 Arda Turan (83.)Ísland - Tékkland 2-1 0-1 Borek Dockal (55.), 1-1 Aron Einar Gunnarsson (60.), 2-1 Kolbeinn Sigþórsson (76.)Lettland - Holland 0-2 0-1 Georginio Wijnaldum (67.), 0-2 Luciano Narsingh (71.)B-riðillAndorra - Kýpur 1-3 1-0 Sjálfsmark (2.), 1-1 Nestoras Mitidis (14.), 1-2 Nestoras Mitidis (45.), 1-3 Nestoras Mitidis (53.)Bosnía - Ísrael 3-1 0-1 Tal Ben Haim II (41.), 1-1 Edin Visca (42.), 2-1 Edin Dzeko (45.), 3-1 Edin Visca (75.).Wales - Belgía 1-0 1-0 Gareth Bale (25.)H-riðillKróatía - Ítalía 1-1 1-0 Mario Mandzukic (11.), 1-1 Antonio Candreva, víti (36.)Noregur - Aserbajdsjan 0-0Malta - Búlgaría 0-1 0-1 Ivelin Popov (56.) EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Níu leikir fóru fram í kvöld í þremur riðlum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 en leikið var í A-, B- og H-riðli. Wales heldur áfram að koma mörgum á óvart eins og Íslendingar og bæði liðin fögnuðu flottum heimasigrum í kvöld. Wales náði þriggja stiga forystu á toppi B-riðils eftir 1-0 sigur á Belgíu á heimavelli í kvöld. Gareth Bale var hetja Belga en hann skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu. Nestoras Mitidis skoraði þrennu fyrir Kýpur í 3-1 sigri í Andorra en þetta var erfitt kvöld fyrir landa hans Dossa Júnior sem skoraði bæði sjálfsmark og klikkaði á vítaspyrnu. Edin Visca skoraði tvö mörk í 3-1 heimasigri Bosníu á Ísrael.Bosníumenn lentu undir fjórum mínútum fyrir hálfleik en voru engu að síður yfir í hálfleik eftir tvö mörk á lokakafla hálfleiksins. Þetta var aðeins annar sigur bosníska liðsins í riðlinum en tap hefði farið lang með að gera út um möguleika liðsins á að komast áfram. Norðmenn náðu aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Aserbajdsjan en sigur hefði komið þeim upp að hlið Ítala í öðru sæti riðilsins. Ivelin Popov tryggði Búlgörum sigur á Möltu en búlgarska liðið er nú tveimur stigum á eftir Noregi. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld:A-riðillKasakstan - Tyrkland 0-1 0-1 Arda Turan (83.)Ísland - Tékkland 2-1 0-1 Borek Dockal (55.), 1-1 Aron Einar Gunnarsson (60.), 2-1 Kolbeinn Sigþórsson (76.)Lettland - Holland 0-2 0-1 Georginio Wijnaldum (67.), 0-2 Luciano Narsingh (71.)B-riðillAndorra - Kýpur 1-3 1-0 Sjálfsmark (2.), 1-1 Nestoras Mitidis (14.), 1-2 Nestoras Mitidis (45.), 1-3 Nestoras Mitidis (53.)Bosnía - Ísrael 3-1 0-1 Tal Ben Haim II (41.), 1-1 Edin Visca (42.), 2-1 Edin Dzeko (45.), 3-1 Edin Visca (75.).Wales - Belgía 1-0 1-0 Gareth Bale (25.)H-riðillKróatía - Ítalía 1-1 1-0 Mario Mandzukic (11.), 1-1 Antonio Candreva, víti (36.)Noregur - Aserbajdsjan 0-0Malta - Búlgaría 0-1 0-1 Ivelin Popov (56.)
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira