Óttast ekki Ögmund vegna hugsanlegrar gjaldtöku Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2015 15:47 Ísólfur Gylfi segir að eitthvað verði að gera svo taka megi á móti öllum þessum ferðamönnum. Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira