Dómaranefnd KSÍ: Treystum á að dómararnir séu heiðarlegir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 13:01 Úr leiknum í gær. vísir/valli Mikil umræða hefur spunnist um frammistöðu dómarans Helga Mikaels Jónassonar í leik Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í gær en það gerði Fanndís Friðriksdóttir úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Atvikið má sjá á SportTV.is eða með því að smella hér. Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu. Selfyssingar voru mjög ósáttir við dóminn en einnig þá staðreynd að Helgi Mikael er uppalinn hjá Breiðabliki.Verða alltaf einhverjir árekstrar Magnús Már Jónsson, starfsmaður dómaranefndar KSÍ, segir að skoða verði málið í stærra samhengi en gert hefur verið. „Það er þannig að við erum að raða niður á 4500 störf á ársgrundvelli og þetta er gríðarlegt magn leikja sem við þurfum að manna,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Við búum við það hér á landi að dómararnir koma frá félögunum. Annars staðar koma dómararnir frá dómarafélögum. Þannig að það verða alltaf einhverjir árekstrar hérna. „Þarna erum við að fá inn mjög efnilegan og flottan dómara sem við vitum að á eftir að fara mjög langt. Kristinn Jakobsson er t.a.m. hans „mentor“ og sér um að fara yfir leikina með honum og styðja hann á allan hátt. „Við höfum mikla trú á þessum dreng,“ sagði Magnús ennfremur en ljóst er að miklar vonir eru bundnar við Helga Mikael sem er, þrátt fyrir ungan aldur, farinn að klífa metorðastigann í dómgæslunni. Hann hefur m.a. dæmt í Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla og verið varadómari á leikjum í Pepsi-deild karla.Fjögur ár nógu langur tími Helgi Mikael, sem er 21 árs, spilaði með Breiðabliki upp alla yngri flokkana en skipti yfir í FH árið 2011 og síðar það ár skipt hann yfir í Val. Í dag dæmir Helgi fyrir Boltafélag Norðfjarðar. Magnús segir að nógu langur tími sé liðinn svo Helgi geti dæmt leiki Breiðabliks. „Hann rauf öll tengsl við Breiðablik 2011 og síðan fer hann í Fram, FH og Val. Getur hann þá aldrei dæmt hjá þessum félögum? „Við erum settir í nokkurn vanda með þessum félagatengslum. Og svo er annað með þennan strák að hann er mjög duglegur að dæma og hjálpar félögunum á veturna - þau hringja í hann og biðja hann um að dæma fyrir sig. Er hann þá óhæfur? „Maður veit aldrei hvar þessi mörk liggja,“ sagði Magnús og bætti því við að dómaranefnd KSÍ væri ekki með neinar skrifaðar reglur um hversu langur tími þarf að líða þarna á milli; frá því dómari leikur með eða starfar hjá félagi og þangað til hann má dæma leiki með því. „Það er ekkert skrifað, við förum bara eftir okkar tilfinningu. Þarna eru fjögur ár liðin frá því hann rýfur öll tengsl við Breiðablik og við teljum að það sé alveg nægur tími. „En það mikilvægasta er að við treystum á að dómarar séu heiðarlegir. Og við höfum ekki neina ástæðu til að efast um þennan strák. Hann hefur komist mjög vel frá sínum verkefnum,“ sagði Magnús sem finnst Helgi ekki hafa verið settur í erfiða aðstöðu með því að dæma leik hjá sínu uppeldisfélagi. „Við lítum miklu frekar á að Valur sé vandamálið. Þar starfaði hann síðast og var þjálfari hjá félaginu. Spurningin er þá hvort við eigum að gera hann óhæfan hjá 4-5 félögum. Við lítum ekki á þetta sem vandamál, við treystum mönnum í verkefnið,“ sagði Magnús að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að KSÍ hefði ekki átt að setja Helga Mikael Jónsson á leik Breiðabliks og Selfoss í ljósi tengsla hans við fyrrnefnda liðið. 24. júní 2015 11:16 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Mikil umræða hefur spunnist um frammistöðu dómarans Helga Mikaels Jónassonar í leik Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í gær en það gerði Fanndís Friðriksdóttir úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Atvikið má sjá á SportTV.is eða með því að smella hér. Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu. Selfyssingar voru mjög ósáttir við dóminn en einnig þá staðreynd að Helgi Mikael er uppalinn hjá Breiðabliki.Verða alltaf einhverjir árekstrar Magnús Már Jónsson, starfsmaður dómaranefndar KSÍ, segir að skoða verði málið í stærra samhengi en gert hefur verið. „Það er þannig að við erum að raða niður á 4500 störf á ársgrundvelli og þetta er gríðarlegt magn leikja sem við þurfum að manna,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Við búum við það hér á landi að dómararnir koma frá félögunum. Annars staðar koma dómararnir frá dómarafélögum. Þannig að það verða alltaf einhverjir árekstrar hérna. „Þarna erum við að fá inn mjög efnilegan og flottan dómara sem við vitum að á eftir að fara mjög langt. Kristinn Jakobsson er t.a.m. hans „mentor“ og sér um að fara yfir leikina með honum og styðja hann á allan hátt. „Við höfum mikla trú á þessum dreng,“ sagði Magnús ennfremur en ljóst er að miklar vonir eru bundnar við Helga Mikael sem er, þrátt fyrir ungan aldur, farinn að klífa metorðastigann í dómgæslunni. Hann hefur m.a. dæmt í Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla og verið varadómari á leikjum í Pepsi-deild karla.Fjögur ár nógu langur tími Helgi Mikael, sem er 21 árs, spilaði með Breiðabliki upp alla yngri flokkana en skipti yfir í FH árið 2011 og síðar það ár skipt hann yfir í Val. Í dag dæmir Helgi fyrir Boltafélag Norðfjarðar. Magnús segir að nógu langur tími sé liðinn svo Helgi geti dæmt leiki Breiðabliks. „Hann rauf öll tengsl við Breiðablik 2011 og síðan fer hann í Fram, FH og Val. Getur hann þá aldrei dæmt hjá þessum félögum? „Við erum settir í nokkurn vanda með þessum félagatengslum. Og svo er annað með þennan strák að hann er mjög duglegur að dæma og hjálpar félögunum á veturna - þau hringja í hann og biðja hann um að dæma fyrir sig. Er hann þá óhæfur? „Maður veit aldrei hvar þessi mörk liggja,“ sagði Magnús og bætti því við að dómaranefnd KSÍ væri ekki með neinar skrifaðar reglur um hversu langur tími þarf að líða þarna á milli; frá því dómari leikur með eða starfar hjá félagi og þangað til hann má dæma leiki með því. „Það er ekkert skrifað, við förum bara eftir okkar tilfinningu. Þarna eru fjögur ár liðin frá því hann rýfur öll tengsl við Breiðablik og við teljum að það sé alveg nægur tími. „En það mikilvægasta er að við treystum á að dómarar séu heiðarlegir. Og við höfum ekki neina ástæðu til að efast um þennan strák. Hann hefur komist mjög vel frá sínum verkefnum,“ sagði Magnús sem finnst Helgi ekki hafa verið settur í erfiða aðstöðu með því að dæma leik hjá sínu uppeldisfélagi. „Við lítum miklu frekar á að Valur sé vandamálið. Þar starfaði hann síðast og var þjálfari hjá félaginu. Spurningin er þá hvort við eigum að gera hann óhæfan hjá 4-5 félögum. Við lítum ekki á þetta sem vandamál, við treystum mönnum í verkefnið,“ sagði Magnús að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að KSÍ hefði ekki átt að setja Helga Mikael Jónsson á leik Breiðabliks og Selfoss í ljósi tengsla hans við fyrrnefnda liðið. 24. júní 2015 11:16 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42
Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að KSÍ hefði ekki átt að setja Helga Mikael Jónsson á leik Breiðabliks og Selfoss í ljósi tengsla hans við fyrrnefnda liðið. 24. júní 2015 11:16
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00