Segir línuveiðar pyntingar á fiskum Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2015 13:51 Árni Stefán við pyntingartólin; þessum önglum er ætlað í kjaft fiskanna þar sem þeir mega svo engjast. Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent