Ridnour sendur á milli NBA-liða í fjórða skiptð á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2015 19:30 Luke Ridnour. Vísir/NBA Þetta er búið að vera mjög furðulegt sumar hjá NBA-leikmanninum Luke Ridnour og það varð enn furðulegra í dag þegar nýjasta "liðið hans" sendi hann til Kanada. Luke Ridnour hefur fjórum sinnum farið á milli liða síðan að NBA-tímabilinu lauk og nú síðast sendi Oklahoma City Thunder hann til Toronto Raptors. Ridnour kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Charlotte Hornets í skiptum fyrir Jeremy Lamb en fyrr í sumar fór hann líka frá Orlando Magic til Memphis Grizzlies og frá Grizzlies til Charlotte Hornets. Öll hafa þessi fjögur skipti gengið í gegn á einni viku. Ridnour var þannig bara einn dag í Memphis Grizzlies, hálfan dag í Charlotte Hornets og fjóran og hálfan dag í Oklahoma City Thunder. Hversu lengi hann verður í Toronto Raptors á eftir að koma í ljós. Samningur Ridnour er ekki tryggður fyrir næsta tímabil og það á sinn þátt í því að félög eiga auðvelt með að nota hann í skiptum á meðan að þau eru að finna meira pláss undir launaþakinu. Luke Ridnour er orðinn 34 ára gamall og hefur spilað í tólf ár í NBA-deildinni. Hann kom við sögu í 47 leikjum hjá Orlando Magic á síðasta tímabili og var með 4,0 stig og 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Ridnour var fyrst skipt á ferlinum þegar hann var hluti af skiptum þriggja liða í ágúst 2008. Ridnour var þá leikmaður Seattle SuperSonics en endaði í Milwaukee Bucks. Ridnour fór líka á milli Minnesota Timberwolves og Milwaukee Bucks í júlí 2013 og á milli Milwaukee Bucks og Charlotte Bobcats í febrúar 2014. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Þetta er búið að vera mjög furðulegt sumar hjá NBA-leikmanninum Luke Ridnour og það varð enn furðulegra í dag þegar nýjasta "liðið hans" sendi hann til Kanada. Luke Ridnour hefur fjórum sinnum farið á milli liða síðan að NBA-tímabilinu lauk og nú síðast sendi Oklahoma City Thunder hann til Toronto Raptors. Ridnour kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Charlotte Hornets í skiptum fyrir Jeremy Lamb en fyrr í sumar fór hann líka frá Orlando Magic til Memphis Grizzlies og frá Grizzlies til Charlotte Hornets. Öll hafa þessi fjögur skipti gengið í gegn á einni viku. Ridnour var þannig bara einn dag í Memphis Grizzlies, hálfan dag í Charlotte Hornets og fjóran og hálfan dag í Oklahoma City Thunder. Hversu lengi hann verður í Toronto Raptors á eftir að koma í ljós. Samningur Ridnour er ekki tryggður fyrir næsta tímabil og það á sinn þátt í því að félög eiga auðvelt með að nota hann í skiptum á meðan að þau eru að finna meira pláss undir launaþakinu. Luke Ridnour er orðinn 34 ára gamall og hefur spilað í tólf ár í NBA-deildinni. Hann kom við sögu í 47 leikjum hjá Orlando Magic á síðasta tímabili og var með 4,0 stig og 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Ridnour var fyrst skipt á ferlinum þegar hann var hluti af skiptum þriggja liða í ágúst 2008. Ridnour var þá leikmaður Seattle SuperSonics en endaði í Milwaukee Bucks. Ridnour fór líka á milli Minnesota Timberwolves og Milwaukee Bucks í júlí 2013 og á milli Milwaukee Bucks og Charlotte Bobcats í febrúar 2014.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira